Vikan


Vikan - 29.11.1962, Síða 34

Vikan - 29.11.1962, Síða 34
Gref mér líka! KIYEA Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce- rit -—■ efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. ætti að vera farinn að skilja þessa hluti.“ Ég gaf honum aftur í bollann, til að sýna ég væri ekki „utangarðs- maður“. Hann svolgraði úr bollan- um, benti með stubbnum á brjóstið: „Héma inni er það samt yngri Li sem mér er kærastur. Hvernig standi á því? Hann er ungur, lítur ekki á mig sem dráttarjálk. Hjarta- lag þeirra bræðranna — það er ó- líkt. Eldri Li lætur mig hvílast þeg- ar hann finnur að veðrið er orðið of heitt. Yngri Li, hverju skeytir hann um slíka hluti? Ég verð að hlaupa í loftinu með hann hversu heitt sem er í veðri. En þegar hann rabbar við mig, segir hann sisvona: „Hvaða réttlæti er það að sumir menn verði að hlaupa með aðra á eftir sér?“ Hann ræðst að órétt- lætinu -— öllu því óréttlæti sem við, allir reiðdragar undir himninum, verðum að þola. Eldri Li annast mig vel, en honum kemur aldrei heildin til hugar. Skilurðu nú ekki? Eldri Li hrærist í heimi þess smáa, yngri Li í heimi þess stóra. Eldri Li hugsar um fæturna á mér, yngri Li um hjartað í mér. Eldri Li sér ekki það stóra fyrir hinu smáa, aumkar á mér fætuma, en gleymir þessu hérna.“ Hann benti á brjóstið á sér. Ég vissi hann átti margt ósagt, óttaðist bara að af honum rynni við teið, ýtti því undir hann: „Haltu áfram Wang Wú. Segðu mér frá öllu. Þú þarft ekki að óttast ég leki því út.“ Hann néri örið á höfði sér, drúpti höfði stundarkom hugsandi. Dró stólinn að sér og sagði mjög lágum rómi: „Þú veizt, sporvagnabrautin er að verða tilbúin. Þegar vagnarnir fara að ganga er úti um okkur, úti um alla reiðdraga. Ég er ekki bara með áhyggjur vegna sjálfs mín, við- urværi okkar allra er í veði.“ Hann skaut til mín augunum. Ég kinkaði kolli. Þetta skilur yngri Li, ef ekki svo, værum við ekki svona góðir vinir. Hann segir við mig: „Wang Wú, við verðum að taka eitt- hvað til bragðs." Ég segi: „Li, ég kann aðeins eitt ráð — að berjast.“ Hann segir: „Það er rétt, ganga hreint til verks — berjast.“ Höfum rætt það fram og til baka, höfum bundið það fastmælum: berjast. Það er þetta sem ég mátti ekki segja þér. Það er þetta sem ég ætlaði að segja þér.“ Hann l_ækk- aði enn róminn. „Ég sá það sjálfur, lögreglan er á hælum hans. Ef til vill ekki vegna þessa. En hver er óhultur með lögregluna á hælum sér? Ég er eins og ég sitji á eldi: Segi ég eldri Li frá, kemst ég í skömm hjá yngra Li. Þegi ég, ótt- ast ég eldri Li verði fyrir barðinu. Vissulega bölvuð klípa.“ Þegar ég hafði stutt Wang Wú á braut, fór ég að velta fyrir mér hlutunum: Svarti-Li hafði átt koll- gátuna, bróðir hans hafði sannar- lega hættuleg áform á prjónunum. Ekki bara að brjóta sporvagnana, hann hlaut að hafa eitthvað enn skeinuhættara í pokahorninu. Því vildi hann skipta búi, til að bróðir hans ýrði ekki bendlaður við til- tæki sín. Hann hikaði hvorki við að fóma sér né öðrum, en hann veigraði sér við að fóma bróður sínum án þess að hafa um það auka- tekið orð — það yrði málefninu 34 VIKAN heldur ekki vitund til framdráttar. Þegar til átakanna kæmi, gæti hann ekki einu sinni hlíft bróður sínum. En hvað gat ép gert? Að vara Svarta-Li við, væri að skvetta olíu á eld, myndi kveikja í bróðurþeli hans. Gefa Hvíta-Li ráðleggingar, yrði ekki bara árangurslaust, heldur kæmi Wang Wú líka í laglega klípu. Spennan fór sívaxandi, spor- vagnafélagið var þegar búið að aug- lýsa opnunardag línunnar. Ég mátti ekki tefja lengur, varð að aðvara Svarta-Li. Hann var ekki heima, en Wang Wú var inni. „Hvar er yngri Li?“ „Fór út.“ „Ekki í mannreið?" „Undanfarna daga hefur hann aldrei farið í reið.“ Af svipbrigðum Wang Wús gat ég ráðið: „Wang Wú, hefurðu sagt honum það?“ Örið á höfði hans þrútnaði. „Tvö staup til viðbótar, það fór ósjálf- rátt upp úr mér.“ „Hvað um hann?“ „Hann ætlaði bókstaflega að fara að vatna músum.“ „Hvað sagði hann við þig?“ „Spurði að þessu einu: „Wang Wú, hvað finnst þér?“ Ég sagðist fylgja bróður hans. Hann sagði bara eitt orð — „gott“. Fer út á hverjum degi, aldrei í mannreið." Ég beið þrjá langa klukkutíma. Það var brugðið birtu, þegar hann kom loksins heim. „Hvernig þá?“ Þessi tvö orð spurðu alls þess mig langaði að vita. Hann brosti: „Ekkert sérstakt.“ Mér hafði ekki komið til hugar hann kynni að svara mér þannig út í hött. Þarflaust að spyrja nokk- urs frekar, hann var staðráðinn I hvað hann ætlaðist fyrir. Mér fannst ég yrði að fá mér í staup- inu, en hvaða akkur var í að drekka einmenning. Mér var bezt að fara. f þann veginn að fara datt mér í hug að spyrja: „Hvernig væri við færum saman eitthvert burt nokkra daga til hressingar?" „Sjáum til eftir tvo daga.“ Annað sagði hann ekki. Þegar hiti tilfinninganna kemst í algleyming, kunna þær að virð- ast kaldari á yfirborðinu en í nokk- urn tíma annan. Mér hafði ekki komið til hugar hann kynni að svara mér þannig. Að kveldi dagsins sem línan var opnuð kom ég aftur. Hann var ekki heima, beið hans framá rauða nótt, hann kom ekki. Sennilega var hann að forðast mig af ásettu ráði. Wang Wú kom heim, brosti fram- an í mig og sagði: „Á morgun." „Hvar er eldri Li?“ „Veit það ekki. Eftir þú fórst not- aði hann — ég veit ekki hvern þremilinn •— og brenndi af sér fæðingarblettinn ofanvið augað, gleymdi sér langa stund starandi í spegilinn." Því var öllu lokið. Þegar svarti fæðingarbletturinn var horfinn, var heldur enginn Svarti-Li lengur til. Haris var ekki að vænta framar. Ég var þegar kominn fram í for- dyrið, þegar Wang Wú kallaði mig til baka: „Á morgun, ef ég skyldi ...“ hann nuddaði örið, „myndirðu hugsa til konunnar minnar?" Sennilega rétt um fimmleytið INNOXA ALLT TIL AÐ AUKA FEGURÐ AUGNANNA INNOXA snyrtivörurnar fást í: REGNBOGINN, STELLA, SÁPUHÚSIÐ, OCULUS EDDA, Keflavík, SILFURBÚÐIN, Vestmannaeyjum, STRAUMUR, ísafirði, APÓTEK Neskaxipstaðar. INNOXA- rESRo”AE

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.