Vikan - 29.11.1962, Page 40
nýtt merki — ný snið
Heildsölubirgðir: E. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062.
bonnie
Á fóstrið að lifa. Frh.
ráða augnabliksgerðum sínum. Þeg-
ar þær verða þess svo áskynja að
þær eru með barni, finnst þeim
veröldin hrynja saman yfir þær.
Þær sjá eftir öllu og finna engin
önnur úrræði út úr ógöngunum en
að losna við fóstrið.
Kannski hefur unnustinn yfirgef-
ið þær á neyðarstund og þær sjá
eyðilagða framtíð sína framundan,
— ung og ógift stúlka með barn
í eftirdragi.
Ekki eru ástæður betri hjá giftri
konu, sem hefur látið augnabliks-
ástand ráða gerðum sínum, á meðan
eiginmaður hennar er fjarverandi
um lengri tíma. Það er greinilegt
að eiginmaður hennar getur ekki
átt barnið vegna fjarveru, og upp-
lausn heimilisins er fyrirsjáanleg ef
ekki verður eitthvað að gert. Hún
þarf e. t. v. ennfremur að taka til-
lit til annarra barna sinna, þótt hún
hefði að vísu gjarnan mátt gera það
fyrr. Ekki verður spornað við orðn-
um hlut, en reynt að bjarga því,
sem bjargað verður.
Svipaða sögu má gera sér í hug-
40 VIKAN
arlund um eiginmanninn, sem hef-
ur leiðzt út í ástamök með ógiftri
stúlku. Líklegt er að hann reyni
að losna út úr vandræðunum með
því að leggja hart að stúlkunni að
losna við fóstrið.
Slíkar sorgarsögur gerast oft í
okkar þjóðfélagi, við því verður
ekki spornað og ekki hægt að loka
augunum fyrir því.
En þessar ástæður telja lögin ekki
fullgildar, og það má lengi deila
um það hvort þær séu fullgildar,
og það má lengi deila um það hvort
þær séu fullgildar frá mannlegu
sjónarmiði.
ÓLÖGLEGAR AÐGERÐIR
HÆTTULEGRI.
Það versta við þetta er, að þess-
ar ástæður eru oft fyrir hendi, og
að ólöglegar fóstureyðingar vegna
þeirra eru framkvæmdar, — og það
versta við ólöglegar fóstureyðingar
er það, að þær eru ávallt hættulegri
en löglegar aðgerðir, heilsufarslega
séð.
Eins og áður er tek.ið fram, getur
aðgerðin verið hættuleg vegna
þeirra fylgikvilla, sem stundum eiga
sér stað. Til þess að sporna við þeim
eins og mögulegt er, þarf aðgerðin
að fara fram á sjúkrahúsi þar sem
læknar fylgjast með heilsufari kon-
unnar og hjúkrun er fullkomin. Þar
er einnig hægt að svæfa konuna
meðan á aðgerðinni stendur, því
það mun vera langt frá því að hún
sé sársaukalaus. Síðan eru henni
gefin viðeigandi lyf til að sporna
við bólgum, blóðmissi eða sýkingu.
Þegar fóstureyðing er ólöglega
framkvæmd, er það venjulegast
gert — og sennilega alltaf — á
lækningastofu viðkomandi læknis.
Hann er þá í flestum tilfellum einn
til staðar og hefur ekkert aðstoðar-
fólk. Svæfing er útilokuð, því lækn-
irinn vill losna við konuna aftur
strax og mögulegt er, og hún verður
að komast hjálparlaust á brott. Ein
og óstudd. Stundum er deyfing við-
höfð, en líklega oftast ekki. Senni-
legast fá þær lyf hjá viðkomandi
lækni til að verjast bólgum — en
síðan ekki söguna meir. Ef illa tekst
til, er erfitt um vik að snúa sér til
læknis og skýra honum frá ástæðum
fyrir veikindunum, því það er að
sjálfsögðu viðurkenning á ólöglegu
athæfi, og hætta á að allt komist
upp. Eina bótin er þó sú að læknar
hugsa fyrst og fremst um þá skyldu
sína að lækna sjúklinginn, en láta
upplýsingar um tildrög og fram-
kvæmd fóstureyðingarinnar ekki
liggja í fyrirrúmi. Hætta er samt
á því þegar þannig stendur á, láti
konur dragast úr hófi að leita ann-
ars læknis, sem getur leitt til alvar-
legri sjákdóms en ella. Sérstaklega
mun þetta eiga við, ef um bólgur er
að ræða, því þær lýsa sér ekki eins
áberandi og heiftarlega eins og t. d.
blæðingar, og þá reynir konan oft
að þrauka svo lengi sem hún getur,
Slíkt er ekki ólíklegt að leiði til
varanlegrar ófrjósemi, ef ekki hlýzt
verra af.
Slík fljótaskriftar-aðferð tekur
ekki langan tíma, sennilega fimm
til tíu mínútur, en eftir það fær
konan að jafna sig í nokkrar mínút-
ur áður en hún fer. Þá er oftast
varla liðinn hálftími frá því að-
gerðin hófst. Ef vel tekst til og kon-
unni verður ekki meint af, lætur
hún sér oft nægja að leggja sig það
sem eftir er dagsins — og kannski
ekki einu sinni það, svo að í rauninni