Vikan


Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 42

Vikan - 29.11.1962, Qupperneq 42
 net og kadlar ---------------£■*— TAITO'S DUCK AND FISHJ 1 fíiM-'ttjUffli f$k\ EJMklAUM.BOÐ ASlUFELAGIi ÐHFI hafnarstræti •yí REYWAvlk: S1MIMOS 20 UTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR TAITO fiskinet og: kaðlar eru framleidd af TAITO FISHERY CO. í Japan, sem er stærsta út- gerðarfélag í heimi. Afkoma þeirra eins og yðar er ekki hvað sízt undir veiðarfærum komin. — Það er því víst að framleiðsla þeirra á þessu sviði er hin fullkomnasta sem völ er á — einmitt byggt á reynslu og eftir kröfu sjálfra fiskimannanna. ÞEGAR SLÍKAR VÖRUR ERU VALIÐ AÐ VERA EINFALT. í BOÐI Á SAMKEPPNISVERÐI ÆTTI á innstungu fyrir rafmagn. Strákarnir voru flestir klæddir i litríkar skyrSur og báru hníf í beltinu. Ekki var gott að reita þá lil reiði, því að þeir voru fljótir að bregða hnífum. Hijómsveitin lék aðallega Suður-amerísk 15g og var mikið dansaður dans, scm hét Charanga og líktist Cha-cha, að ógleymdum austurlenzkum maga- dansi. Baðströndin. Farið var á baðströndina í gam- alli drossíu, sem Kínverjinn, vinur okkar, liafði fengið lánaða. Eftir að liafa gengið á milli kokospálmanna skamman spöl biasti við hvítsend- in baðströndin. Sjórinn var heitur og sandurinn mjúkur. Skammt frá voru fiskimennirnir að veiðum á fleytum sínum, og synti ég út í eina þeirra. A/umingja karlarnir voru 42 VIK A N skeifingu lostnir þegar ég náði taki á bambusstöngunum og gerði mig Iíklega til þess að klifra um borð. Þeir hafa ekki séð mikið af hvítu fólki um ævina, og hafa liklega haldið að þetta væri hafmey, enda rerirþeir burt sem skjótast. Hanaat. Við tíndum saman föggur okkar í skyndi, þvi borizt hafði lit að halda ætti lianaat í bænum. Hanaatið er bannað með lögum, en þetta er gömul þjóðaríþrótt og mikið stund- uð á laun. Mátti hvarvetna sjá smá- stráka egna saman hönum sínum. Ekið var eftir ýmsum krókaleið- um- og ioks komið að lítilli götu. Eltum við Kínverjann eftir stígum og gegnum lmsasund, loks var kom- ið að stærðar hjalli. Múgur og marg- menni hafði safnazt þar og voru margir allæstir. Hitinn var óskap- legur og svitinn rann niður eftir andlitinu á mér þó lítið væri að sjá á innfæddum, enda þeir vanir meiri hita en þessu. Blóðþefurinn var kæfandi og hávaðinn mikill. Fyrir innan voru upphækkaðir pallar, en í miðju var hringsvæði umlukt hárri vírgirðingu. Þar var múgur og margmenni, en fremst við girðinguna sátu dómararnir. Kin- verjinn greip i handlegginn á mér og ruddist fram að dómarasætunum. Þar talaði hann einhver ósköp við dómarana og stóðu þeir allir upp, heilsuðu með handabandi og buðu mér sæti. Hófst nú óskapa öskur í mannfjöldanum, en enginn haninn birtist, var útskýrt fyrir mér að hrópað væri á mig. Ekki tókst mér að fá það upp úr Kínverjanum, hver hann sagði að ég væri. Hanaatið hófst með því að komið var inn með 2 stóra hvíta hana, gengið með þá fram og aftur og þeir sýndir. Peningarnir flugu inn á sviðið og var stjórnandinn fimur að gripa þá, en margir hafa tapað aleigu sinni í veðmáli á hana. Á hægri fæti báru hanarnir spora, sem var beittur eins og rakblað, sporinn var ca. 10 cm langur og hylki utan um hann, til öryggis. Fyrst voru hanarnir egndir sam- an, síðan tekið utan al' sporanum og þeim sleppt. Flugust þeir á af mikiili grimmd og eftir skamma stund lá annar haninn með inn- yflin úti, en eigandinn greip sigur- vegarann sigrihrósandi i fangið og geaii með hann hringinn. Þannig gekk þetta iangan tima og varð múgurinn æstari og æstari. Það gelur tekið aiit upp í 10 ár að þjálfa stríðshana til ats, en sjálfur oardaginn tekur milli 2—10 mín- útur. Komiö hefur fyrir að hani hefur íiogið á mann og skorið á háis. Ananasplantekran Del Monde. Þegar skipið lá i Cagayan del Oro kom Spánverji um borð, hann vann við amerísku ananasplantekr- una del Monde, og' bauð okkur þang- að. Ferðin var eins og draumur. Það var svo ótrúlegt að sjá banana lianga á trjánum og geta tint sitrón- ur og fikjur. Sjálf ptantekran lá uppi í fjöll- unum og náði svo langt sem aug- að eygði. Þetta minnti mig einna helzt á kartöfluakrana á Norður- landi. Ávextinum er piantað og vex hann ofanjarðar. Nokkuð af hvitum mönnum vinnur við plantekruna, en annars er öll vinnan unnin af innfæddum. Við fengum með okkur heilan haug af ananas, sem dugði til margra vikna. Zamboanga. Borgin Zamboanga er mér að mörgu minnisstæðust. Hafði hún að geyma gamlar byggingar og menn- ingu frá þeim tíma, er Spánverjar réðu ríkjum á eyjunum. Betlara var alls staðar hægt að finna á Filipps- eyjum, en i Zamboanga voru þeir frekastir og skemmtilegastir. Þar er þjóðflokkur, sem fæðist og deyr á sjónum i bókstaflegri merkingu. lvarlarnir stunda fiskveiðar á dag- inn en á meðan gæta konurnar barna og herja á skipin með betli. Þær seldu skeljar og hvita kóralla fyrir blikkdósir, brauð og fata- ® garma. .«■ Það er siður hjá þessum þjóð- ^flokki, að jafnskjótt og konan tekur léttasótt, safnast allir bátarnir sam- an og róa út á Sulu-sjóinn. Bátarnir mynda raðir með 10 metra milli- bili, eru kariarnir í öðrum en kon- ur í hinum. Þegar barnið fæðist tekur höfðinginn það, liefur á loft og kastar í sjóinn. Um leið og barnið snertir hafflötinn kastar faðirinn sér til sunds og reynir að bjarga því. Ef barnið lifir, hefur sjávar- guðinn gefið það aftur, en ef það deyr hefur sjávarguðinn haft mikla velþóknun á barninu og tekið það í þjónustu sína. Eftir tveggja mánaða dvöl á Fil- ippseyjum var haldið heim á leið. Ætlað var að heimferðin myndi taka um það bil mánuð. Siglt var fram hjá ríki Sukarnos og til Singapore á Malakkaskaga og teknar vistir og kærkominn póstur. Svo var haldið áfram fram hjá strönd Ceylons og mátti sjá bílljós- in í landi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.