Vikan - 29.11.1962, Side 45
I I I
H I E3 X L_ A. F3 R X -ED I E3
Glæsilegasta húsgagnaverzlun landsins
1æ
býður yður
SÓFASETX,
SÓFABORÐ,
BORÐSTOFUSETT,
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN,
SKRIFBORÐ,
SKATTHOL,
INNSKOTSBORÐ,
SVEFNSÓFA, 1 og 2ja manna,
RAÐHÚSGÖGN.
Munið okkar fjölbreytta úrval vegghúsgagna.
I I I
H I BVLAPR VÐ I 2
Hallarmúla — Reykjavík — Sími 38177.
þökin, á svalir og rimlagirðingar
og skutust úr bílunum inn í dyra-
gættirnar til að leita skjóls meðan
bardaginn stæði yfir.
Við höfðum lokið verkinu. Bíl-
flakið lá upp að veggnum og í
gegnum brotnar rúðurnar sá ég
máttlausa líkama tveggja manna og
á bak við bílinn aðra tvo liggjandi
á götunni.
Skipun okkar hafði ekki hljóðað
á það að berjast, heldur aðeins að
drepa Castro og flýja síðan tafar-
laust, ekki að hætta lífinu að á-
stæðulausu eða dvelja lengur en
með þurfti til að framfylgja því.
Okkur hafði verið sagt að yfirgefa
vopn okkar eftir að hafa tekið úr
þeim skotin. Foringjar okkar álitu
að við hefðum betri möguleika til
að sleppa vopnlausir.
Ég læddist niður tröppurnar og
þar stóð stúlkan mín og beið eftir
að fylgja mér á öruggan stað. Hún
opnaði bakdyr og litaðist um og
benti mér síðan að fylgja sér. Ég
var kominn hálfa leið yfir götuna
þegar ógurleg sprenging kvað við,
það var eins og eldar vítis hefðu
teygt sig hingað upp. Eitthvað hitti
mig í bakið og ég skall á andlitið.
Ég reyndi að rísa upp, en gat það
ekki. Ég byrjaði að skríða, en svo
fann ég að stúlkan tók um úlnliði
mína og dró mig inn í húsið.
DAUÐAHALD í LÍFIÐ.
Þar var önnur kona fyrir. „Hann
er særður,“ heyrði ég að stúlkan
mín sagði. Þegar þær tóku mig upp
og héldu um handleggi mína og
faetur, byrjaði mig að svima. Ég
vissi að það mundi líða yfir mig,
eða kannski mundi ég deyja, en ég
hélt dauðahaldi í lífið og meðvit-
undina meðan konurnar báru mig
í gegnum húsið og niður einhverja
stiga og settu mig síðan inn í eld-
gamlan bíl. Ég heyrði vélina fara
af stað og ískrið í gírunum og bíll-
inn þaut af stað með ofsahraða.
Einhvers staðar á þessari trylltu
ferð missti ég meðvitund. Ég hafði
engar kvalir, en einkennilegt mátt-
leysi breiddist um mig allan meðan
konan 1 baksætinu strauk mér um
hárið og sagði mér aftur og aftur,
að þetta mundi lagast.
Ég komst aftur til meðvitundar
þar sem ég lá á bakinu og heyrði
sjávarhljóð skammt frá og raddir.
Ég stundi upp beiðni um vatn og
stúlka kom með það til mín og lyfti
höfði mínu meðan hún lét það
renna upp í mig. Það settist mað-
ur hjá mér og ég þekkti að það var
Lozana.
„Þér batnar, Flores,“ sagði hann.
„Þú varst skotinn í bakið, en eftir
því sem við komumst næst, hefur
það ekki snert mænuna. Hreyfðu
fæturna og fingurna."
Ég gerði eins og hann sagði mér
og lyfti vinstra fæti fyrst upp og
síðan þeim hægri og hreyfði alla
fingurna.
„Jæja, guði sé lof,“ hvíslaði Loz-
ana. „Við vorum hræddir um að
skotið hefði snert mænuna og að
þú hefðir lamazt. Nú geturðu verið
rólegur, hreyfðu þig ekki. Við skul-
um gera allt fyrir þig. Báturinn
kemur eftir nokkrar mínútur og
þá leggjum við af stað til Nicara-
gua.“
Ein konan kom með eitthvað
handa mér að drekka. Ég fann
bragð af rommi og einhverju beisku,
og þegar ég var um það bil að missa
meðvitund, heyrði ég hana segja:
„Hann sefur í nokkra klukkutíma.
Það er vissara, þá hreyfir hann sig
ekki.“
Ég kom út úr myrkrinu, sem um-
lukti mig og sá að ég lá í hvítu
herbergi í mjóu rúmi innan um
nokkur önnur rúm, sem litu út eins
og spítalarúm. Ég þurfti ekki að
bíða lengi þar til maður kom til
mín, sem ég þekkti aftur frá Hav-
ana, þar sem hann hafði verið lækn-
ir. Þegar hann sá að ég var vak-
andi, sagði hann:
„Hvernig líður þér, Flores?“ og
tók um leið um slagæðina.
„Mér líður vel núna, læknir,“
sagði ég. „Ég er bara máttfarinn,
mjög máttfarinn." Ósjálfrátt fór ég
að hreyfa báða fæturna og tær og
fingur. Læknirinn sá það og brosti.
„Skotið hitti ekki mænuna, Flor-
es, til allrar hamingju, og það skað-
aði þig ekki alvarlega. Ég náði því
út strax og komið var með þig í
land í gærmorgun ...“
„Gærmorgun?" kallaði ég. „Hve
lengi hef ég verið meðvitundar-
laus?“
„Fjörutíu og fimm klukkustundir
samfleytt," svaraði hann. „Þú
misstir mikið blóð og ég varð að
gefa þér blóð tvisvar, en það er
engin ástæða til að hafa áhyggjur
lengur. Eftir nokkrar vikur verð-
urðu orðinn fullhraustur."
Ég SKAUT CASTRO.
Lozana kom seinna um daginn
og færði mér ávexti.
Ég spurði hann, hvort hann hefði
fengið fréttir frá Havana um dauða
Castro. „Ég skaut Castro," kallaði
ég. „Ég sá hann og annan mann fara
út úr bílnum ...“
Lpzana settist á rúmið mitt. „Mér
finnst leitt að þurfa að segja þér
það, Flores, en þetta mistókst.
Castro er lifandi. Við vitum ekki
hvort honum hefur verið gert að-
vart um áform ykkar, eða hvort
þetta var tilviljun, en þennan dag
fór hann ekki þessa ferð. Við erum
að reyna fá það upplýst í Havana
hvernig á því stóð. Á síðustu stundu
varð eitthvað til að tefja hann og
hann sendi fulltrúa sinn í staðinn."
„En hver var skeggjaði maður-
inn, sem fór út úr bílnum? Maður-
inn, sem ég drap?“
„Það var maður að nafni Palacio,
einn af stuðningsmönnum Castro.
Við vitum ekkert um hann og lík-
lega hefur hann verið með í ferð-
inni, af því að hann líktist Castro
svo mjög. Allir, sem hefðu ætlað
að drepa Castro, mundu hiklaust
halda að Palacio væri Castro og
drepa hann í staðinn. Það var líka
það, sem þú hélzt.“
Ég er að ná mér eftir sár mín.
Aðeins einn af okkar mönnum við
veginn varð fyrir skoti og dó, og
stúlkan, sem átti að fylgja honum
á öruggan stað, segir, að það hafi
verið tilviljun að skotið hitti hann.
Eftir nokkrar vikur get ég gengið
óstuddur og þá líður ekki á löngu
áður en ég verð fær um að fara
aftur í herdeild mína, er við köll-
uðum fyrstu föstu Havana-herdeild-
ina. Markmið hennar er að steypa
Castro af stóli og gera Kúbu frjálsa.
★
VIKAN 45