Vikan - 20.12.1962, Side 8
Það er ekið í hlað við Hótel Hilton, sem
er með allra be tu hótelum í allri Evrópu
og einn gylltasti hletkkurinn í hótelakeðju
ameriska milljónerans Gonrad Hiltons. Hér
skiptir gersamlega um svið. Há og nýtizkuleg
bygging gnæfir yfir grasflatir og skrúðgarða.
Allt í einu stígum við fótum á ameríska
lúxusnýlendu, ser.i gæti alveg eins verið á
Flórída og rífur á.horfandann úr sambandi við
þröngar og háværar prangaragötur, burðar-
karla og steikara. Og það er gott; í slíku
umhverfi er þekkilegra að búa og láta fara
vel um sig, e-nda þótt lífið i þröngu götunum
sé merkilegra rannsóknarefni.
Hiltonhótelið er sannkallað dollarahof. Borða-
lagðir embættismenn opna dyr lúxusbíla og
hjálpa út helzt til feitum, grásprengdum herra-
mönnum með amerískt tungutak. Og frúr þeirra
ganga hnarreistar í pelsunum sinum yfir dún-
mjúkt teppið í forsalnum. Þær silja lika í
hægindunum i hliðarsalnum, ])ar sem dáindis-
fögur tyrknesk stúlka í þjóðbúningi ber fram
kaffi, og ráða krossgátur til að drepa tímann;
sumar með blátt hár.
Ferðafélagið Útsýn hefur lagt í það að út-
vega okkur gistingu á Hótel Hilton þessa
daga, sem við stöndum við í Istanbul. Ingólfi
fararstjóra fannst það viðeigandi að þessi liópur
nyti lífsins ríkmannleg \ í Miklagarði að hætti
Væringja og kynntist um leið því bezta í hótel-
menningu heimsins. Því var að sjálfsögðu afar
vel tekið. Allur viðurgjörningur hjá Hilton
gamla var milljónerum sæinandi; gistiherbergin
stórar stofur með útsýni yfir Miklagarð og
Bosborus. Síðasta kvöld okkar á þessum stað,
var hópnum haldin veizla svo um munaði;
hanastél í þakbar hótelsins þar sem gler-
veggirnir sveigjast út og inn, en þar á eftir
kvöldverður með freyðandi kampavini í við-
hafnarsal. Hápunktur Jórsalafarar, hvað íburð
og glæstar veitingar snerti, sagði Ingólfur og
raunar fannst enguin trúlegt, að hægt væri
að taka þvi langt fram. Mér er óhætt að segja, að
öllum hafi fundizt jicssi stund ógleymanleg;
stjörnuhiminn salarins rann saman við fest-
ingu himinsins og sundið fyrir neðan upp-
Ijómað af Ijósum skipanna. Það liggur við,
að hægt sé að vorkenna vesalings milljóner-
unum, sem húnir eru að gera þetta að gráum
hversdagsleika; þekkja ekki lengur neitt til
hátíðabrigða. __
Varla hefur nokkur borg samtímans þann yfir-
burðaglæsileik, sem Mikligarður hafði yfir all-
ar aðrar borgir, þegar vegur hans var mestur.
Það stóra snið verður nú aðeins augum litið í
moskunum, guðshúsum Múhameðstrúarmanna.
Ef nokkuð einkennir Miklagarð öðru freinur,
þá eru það hvolfþök moskanna, breið og ávöl
g VIKAN
upp úr hrúgunni. Og í æpandi andstöðu við
sköpulag þeirra: Minaretturnar, mjóar turn-
spírur 1 kring. Þær teygja sig eins og grannir
fingur til himins og minna nútímamenn reynd-
ar mest á eldflaugar á Kanaveralhöfða.
Mest og frægast þessara guðshúsa er Hagia
Sofia, firnamikið hús og tignarlegt fremur en
fagurt. Hagia Sofia hafði verið höfuðkirkja
i kristni í þúsund ár áður en Péturskirkjan
í Róm reis af grunni. Það er sagt, að Jústiníanus
keisari hafi ætlað að byggja veglegasta hús
sögunnar og slá við sjálfum Salómon, þeim er
musterið fræga reisti í Jerúsalem. Það var
byrjað á þessu verki árið 539 og hvolfþakið
var liaft svo stórt, að það er enn með þeim
allra stærstu i heiminum. Svo var kirkjunni
breytt í inosku, þegar Tyrkir unnu Istanbul.
Og allar götur fram til 1935 var Allah ákall-
aður undir þeirri víðu hvelfingu. Siðan hefur
Hagia Sofia verið safn.
Múhameðstrúarmenn gera ekki eftirmyndir
af spámanninum, né öðrum helgum mönnum.
Þess vegna eyðilögðu þeir alla gamla kirkjulist;
klóruðu framanúr öllum helgifígúrum, sem þar
sáust. Krossfararherir reyndust raunar engu
betri og stórspiltu verðmætum, þegar þeir náðu
Istanhul.
Bláa moskan er dýrgripur þessara guðshúsa;
undursamlega fögur að innan með margslungnu
veggskrauti í ýmsum bláum tónum. Gólfið er
allt lagt persneskum teppum, en engin sæti. Við
drögum skó af fótum okkar og fáum I staðinn
rosabullur með þvengjum, eða förum í þær
utanyfir. En öðruvlsi leyfist ekki innganga.
Þarna er mjög hljótt. Einstaka menn, bæði ungir
og gamlir, sitja með krosslagða fætur á gólf-
inu og lesa Kóraninn. Þeir líta ekki upp. Þylja
lágt og með áherzlum, róa fram í gráðið og
virða hina kristnu vantrúarhunda ekki viðlits.
Annars er mér til efs, að kristnir menn séu
frjálslyndari og lausari við ofstækisfullar skoð-
anir í sambandi við trúmál. Mér fannst það
heldur styrkja þá skoðun, að við fengum að
vera viðstödd guðsþjónustu í einni af moskum
Istanbul. Það var í nánd við Grand Bazar.
Við biðum þess að klukkan yrði eitt cftir há-
degi. Stóðum undir vegg, því það var regn. Þá
kom prestur fram á svalirnar, hátt uppi í einni
mínarettunni og hóf að kalla. Það var ekki
alveg ósvipað því, þegar kallað er til fjár frá
beitarhúsum, en þó var yfir sönglinu einhver
armæðufullur hljómur úr tyrkneskri músík.
Þá tóku þeir að tinast að moskunni. Gamlir
menn, sem tóku snöggvast af sér burðar-
kláfana en þrátt fyrir ]iað ekki megnugir
þess að rétta úr sér. Fátæklega búnir verka-
menn með stóra sixpensara og í vondum skóm.
Nei, þarna kom cinn ungur maður í hvítri
skyrtu. Það skar sig úr. Þeir voru allir svart-
skeggjaðir. Ilver einn og einasti, nema þá að
þeim sé ekki sprottin grön af aldursástæðum.
Skegglaus maður mundi vekja athygli og að-
kast ein's og Njáll, karl hinn skegglausi, gerði
í eina tíð. Þó eru fæstir með alskegg eða
bítnikkakampa. Það eru þessi fínu yfirskegg,
ýmist eins og Stalín heitinn hafði og Höskuldur
á Hofstöðum, eða snyrtilegar yfirvararendur
með skarð í Hollywoodstíl. Og allt þar á milli.
Þessir menn gengu að vatnshönum við hlið-
arvegg, brettu upp ermar, fóru úr fótabúnaði
og þvoðu sér. Þetta er afskaplega praktísk' regla
i Múhameðstrú. Allir verða að þvo sér vel og
vandtega ákveðna líkamshluta áður gengið
sé til þjónustugjörðar. Þetta vcrður til þess, að
menn þvo sér þó einhverntíma og sýnist sízt
vanþörf á, að þeir komist í kynni við vatn
og sápu sumir hverjir.
Meðan þeir þvoðu sér kom kona ein aðvíf-
andi og sté uppá tröppur moskunnar. Hún
var afar fátækleg og illa búin. Einn mannanna
tók eftir henni, hljóp frá þvottinum og rak
hana brott með greinilegum ókvæðisorðum.
Hvað var að manninum? Kvenhatari? Nci,
reyndar ekki meir en aðrir að minnsta kosti.
Aðeins karlar hafa leyfi til að tilbiðja Allah
á gólfi moskunnar. Konum er að vísu leyfð'
innganga, cn þær eru óhreinar verur og verða
að hafast við á svölum þar sem lítið sést til
þeirra. Mér er sagt, að sums staðar í löndum
Islams fái konur að vera á gólfi, en sér og
afgirtar. Þeim finnst líklega truflandi að hafa
kvenfólk nærri við bænagjörð og eintal við
Allah. Mundu kannski fara að hugsa um eitt-
hvað annað, samanber orð skáldsins:
— sætleiki kvenholdsins sverfur
siðferðisbjargið i mér.
Það voru riienn á öllum aldri, sem drógu
skó af fótum sér við dyr moskunnar. Við gerð-
Um það líka og settumst á gólfið, aftast. Þeir
stilltu sér upp í raðir, liver við hlið annars
og hneigðti höfuð sín í ákefð i áttina til Mekka.
Einn ungur maður rétl framan við okkur virt-
ist ákaflega annars hugar við bænalesturinn.
Hann boraði fingrunum i nef sér og klóraði
sér. Skimaði eða horfði út um dyrnar. Það var
hætt að rigna. Kannski var hann að liugsa um
það, hvorl hann fyndi skóna sina í hrúgunni.
Kannski nýir skór og honum sárt um þá. Ilann
varð helzt til seinn á fælur, ]iegar þeir stóðu
upp.
Þá gengu prestarnir inn. Þeir tóku sér stöðu
meðal hinna, miðaldra síðhempumenn, og upp-
hófu dapurlegan langlokusöng, en moskúgestir
stóðu upp og féllu fram á víxl. Eitt var þeiin
flestplluin saniciginlegt. Það var hversu fátæk-
lega þeir voru húnir. Bættir og stagaðir með