Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 17
NY KIRKJA fKOPAVOGI Kópavogskirkja er nálega fullgerð. Hún gnæfir yfir á hárri, grýttri hæð, gædd þokkafullum bogmynduðum línum. Þetta er kross- kirkja, langskip og þverskip jöfn að lengd. Forsíðumyndin ætti að gefa hugmynd um gluggaskipan; þeir fylgja bogum allt niður til jarðar og eru aðal pragt kirkjunnar. Gluggarnir eru með steindu gleri og hefur Gerður Helgadóttir, listakona, gcrt þá. Þar koma fram ýmsar kynjamyndir ef vel er að gáð; annars virðist lieildarmyndin abstrakt. A suðiirgluggum ber mést á rauðum litum og það eru þeir, sem sjást á forsíðunni. í hinum gluggunum hefur blátt yfir- höndina og sumsstaðar grænblátt. Kirkjan er afar falleg að innan; eklcert ljós skín inn annarsstaðar en gegnum þessa bogmynduðu glugga. Þeir njóta sín bezt, þegar bjart er úti. Þá er mjög fagurt og stemmingarríkt inni, þegar ljósin eru slökkt. Að utan er kirkjan einnig hið fegursta hús og má arkitekt- inn, Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, sannarlega vera ánægður með verkið. Fegurst er kirkjan neðan úr grjótinu; þá sýnist hún nánast eins og stærsti steinninn í holtinu, sam- vaxin náttúrunni. Vonandi fær umhverfið að halda sér, hrjúft og grátt, en það er að sönnu talsvert umhugsunarefni og blóð- þrýstingsatriði eins og Hörður Bjarnason orðaði það, hvernig haga skal litum að utan. Sumir vilja hafa kirkjuna gráa eins og steinana í holtinu, en sumir vilja lielzt sjá hana hvíta. Þegar þetta er skrifað hefur kirkjan enn ekki verið vígð, en vonir standa til þcss að það verði gert hinn 10. desember að Framhald á bls. 39. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.