Vikan


Vikan - 20.12.1962, Page 20

Vikan - 20.12.1962, Page 20
,,Það virtist þegjandi samkomulag að þessi kvöldvaka yrði með lengra móti. Og þegar Sigurbjörg húsfreyja hætti loks að þeyta rokk sinn, voru hjúin meira að segja venju fremur sein að skilja það sem merki þess, að nú mættu þau leggja frá sér vinnu sína og búa sig í háttinn. Svo vissir þóttust allir um að nokkrir atburðir væru í vændum, að engum brá sýnilega þegar seiður þagnarinnar í baðstofunni og sefjandi hríðargnauðsins á þekjunni var skyndilega rofinn af höggum og skarkala úti fyrir, eins og einhver vildi brjóta hurðina úr bæjardyrunum, en hund- arnir ærðust og jafnvel kýrnar undir pallinum hrukku upp af jórturværð sinni og rumdu lágt. Það var þá helzt að Torfa yrði hverft við. f hans sveit strönduðu ekki skip, svo allt var þetta honum framandi; skilningurinn ekki heldur meiri en guð gaf og hugrekkið víst varla í meðallagi, eins og oft vill verða um jakamenni, hvað svo sem því veldur. Haft var það að minnsta kosti eftir einni vinnukonunni, að ekki væri laust við að hann skylfi nokkuð, þegar Sigurbjörg kvaddi hann til fylgdar við sig og bónda sinn fram bæjargöngin, og síðastur hefði hann farið, en húsfreyjan fyrst með koluna — og sópað af henni.“ „María hafði staðið langa hríð í króknum milli skrifpúltsins, snúið baki við heimilisfólkinu frammi í baðstofunni og gert ýmist að þíða héluna af rúðunum með lófum sínum, eða verma þál við vanga sér. Fyrst í stað hafði það vakið með henni nokkurt stolt, að henni skyldi vera trúað fyrir þessu, og hún hafði verið gripin eins konar tilhlökkun, sem hún skildi þó ekki til fulls. En smám saman hafði rokkþyturinn í baðstofunni og stormhvin- urinn á skjánum lagt á hana læðing, og þó hún vissi sig vak- andi, varð henni þetta frekar draumur en veruleiki. Þessi undar- lega barátta við gaddinn um litlu rúðurnar fjórar. Þessi bið eftir einhverju, sem allir þóttust vita að væri í aðsigi og nálgaðist bæinn utan úr hríðinni og myrkrinu. Og loks þessi óljósa endur- minning um atburði, sem hún var ekki einu sinni viss um að nokkurn tíma hefðu átt sér stað, og aldrei höfðu vitjað hennar síðan hún komst til vits og ára fyrr en nú — læstar skemmudyr, sem vinnukonurnar þorðu ekki að ganga framhjá þó að bjartur dagur væri; langir svartir kassar, sem fluttir voru eitthvert burtu á reiðingshestum. Það fór hrollur um hana og hún tók að rýna út í myrkrið og hríðina, reyna að mana fram myndir af hröktum, vegvilltum mönnum á reiki um svartan sand. En rokkþyturinn og stormhvinurinn lamaði skyggnimátt hennar og hún sá ein- ungis læstar skemmudyrnar og löngu kassana svörtu, sem riðuðu á reiðingnum við spor hestanna". „En læðingurinn féll af henni eins og álagafjötur við lausnar- orð, í sömu svipan og höggin buldu á bæjarhurðinni. Þegar hún sneri sér fram í baðstofuna, sá föður sinn leggja frá sér fjaðra- pennann og móður sína þrífa koluna af stoðinni, varð henni baráttan við héluna og biðin og vissan um að eitthvað væri í að- sigi allt í einu óvefengjanlegur veruleiki og þó undarlegri en nokkur draumur. Ósjálfrátt festi hún spyrjandi augu á ömmu sína, gerði sér grein fyrir henni á allt annan hátt en áður, þar sem hún sat á rekkjustokknum með prjónana sítifandi í kreppt- um, sinaberum höndunum og háði einvígi sitt við hamstola og miskunnarlausar höfuðskepnurnar um líf og fjör nauðstaddra manna úr framandi löndum, í krafti hljóðra bæna og með flökt- andi loga á fífukveik einn að vopni. Og hún fann og sá að þannig gerði heimilisfólkið sér einnig grein fyrir henni, nema hvað því fannst þetta ekki á neinn hátt furðulegt. Þegar hundarnir tóku enn að urra og gelta í bæjargöngunum, beindust augu þess að gömlu konunni, eins og það beinlínis ætlaðist til þess, að hún, sem heyrði brim svarra við sanda meðan hún taldi lykkjurnar og hafði sýn af rekkjustokknum gegnum náttmyrkur og éljasorta, vissi hvað um væri að vera þarna frammi ...“ „Það dró niður í hundunum. Þrusk og undirgangur og ómur FUGLARNIR HENNAR MARIU III. HLUTI SAGA EFTIR LOFT GUÐMUNDSSON 20 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.