Vikan - 20.12.1962, Síða 33
það beinlínis fyrirbænir, eða hann
öskraði svo tryllingslega, að felmtri
og óliugnaði sló á alla, nema Jórunni
gömlu, sem aldrei sást bregöa. Und-
arlegast var þó æði það, sem á hann
rann ef Torfi vinnumaður nálgað-
ist rekkju hans. Hefði mátt halda
að hann vissi þar fyrir svarinn
fjandmann, sem einskis svifist og
fyndi nálægð hans jafnan á sér, og
eins þótt hann lægi í móki. Reis
hann þá upp við dogg, furðu hart,
hvessti á hann stingandi augun,
trylltist af heift og þótt enginn skildi
hvað hann hvæsti að honum milli
samanbitinna tannanna, bauð í grun
að kröftugri formælingar mundi
hann ekki kunna. Var sízt að undra
þó að Torfi legði á flótta, ekki meiri
kjarkmaður, því að svo ægilegur
var gamli Svartskeggjur þá ásýnd-
um, að enginn nema Sigurbjörg hús-
freyja þorði að koma til liðs við
þau, Jón bónda og Jórunni gömlu,
að ekki brytist hann úr höndum
þeirra.“
,,Jafnvel þegar hann mókti, sem
sjaldan var til lengdar, vék ofsinn
og baráttan aldrei að fullu úr svip
hans, eins og aldrei kæmist á friður
og sátt bak við rúnum rist og hvelft
ennið og hinar hörðu, myrku brúnir,
eða mikilúðleg, svartskeggjuð á-
sjónan væri gríma ein og léti sem
hún svæfi. Rólegastur var hann ef
María sat hjá rekkju hans, og væri
hann þá með nokkru ráði og veitti
henni athygli, brá óðara fyrir hinni
óttakenndu tilbeiðslu og undrun
í svörtum augunum, eins og hann
þættist ekki viss um hvort hún
væri af þessum heimi. Kannski
minnti hún hann á einhverja stúlku,
sem hann hafði unnað, hver veit
það ... Eða kannski var það
madonnumyndin í kirkjunni heima.
Ef til vill hefur þáð hvarflað að
honum í óráðinu, að það væri sjálf
guðsmóðir, sem laut að honum og
þerraði svitadropana af enni hans,
því að hann lokaði þá óðara aug-
unum, eins og hann fyndi sig ó-
verðugan að líta yndi hennar og
hreinleika .. .“
„f fulla þrjá sólarhringa stóð þetta
hatrammlega einvígi þeirra, Svart-
skeggs gamla og sláttumannsins,
linnulaust nótt og dag. Það er sagt
um feigðarveður, að því ljúki með
svikalogni og síðan þeim svipti-
byl, sem mestur sé og strangastur;
það sé lokaatrennan, þegar sá, sem
ævinlega fer með sigur af hólmi,
vegur svo hart að þeim, sem hann
hefur merkta sér, að alla vörn þrýt-
ur. Þannig lauk og þessari hólm-
göngu í rekkjunni undir skarsúð-
inni. Ekki er ósennilegt, að þeir
hafi þekkzt nokkuð áður, sem þar
áttust við; að Svartskeg'gur gamli
hafi séð framan í fjanda sinn fyrr
en í brimgarðinum og storkað hon-
um víðar en á sandinum, og að það
hafi jafnvel ekki verið í fyrsta
skiptið, sem hann freistaði þeirrar
ofdirfsku, að hrifsa herfangið úr
kjúkukrumlum hans. Að minnsta
kosti var sem honum byði í grun,
að fjandi sá þættist eiga nokkurs
að hefna og mundi engrar vægðar
af honum að vænta, en eigi skyldi
hann því hrósa sigri fyrr en í fulla
hnefana."
„Þriðju nótlina elnaði þeim svart-
skeggjaða enn sóttin. Þó að ætla
mætti, að mjög hefði þá verið af
honum dregið, var óráðsæði hans
þá mest, átök hans við fjanda sinn
aldrei harðari. Fór Jón bóndi eigi
úr fötum alla þá nótt og vék ekki
frá rekkju hans, en vinnukonurnar
tvær vöktu með honum til skiptis,
því að ekki var á eins meðalmanns
færi að hafa í höndum við Svart-
skegg í æðisköstunum. Jórunn
gamla var og á stjái öðru hverju,
því að ungi maðurinn, sem nú fyrst
var að vakna til meðvitundar, þurfti
og sinna muna með. Aðrir í bað-
stofunni sváfu, eða reyndu að sofa,
en fæstum mun þó hafa orðið
draumvært þá nótt, þrátt fyrir
þreytu og vökur að undanförnu."
„Undir fótaferðina um morgun-
inn dró úr helstríði hins gamla
garps. Hryglustunur hans lægði,
kliðdimmt og ofsaþrungið tuldur
hans þagnaði, umbrot hans kyrrð-
ust og það varð annarlega hljótt
í baðstofunni. Nokkra hríð lá hann
með lokuð augun, andardráttur hans
var ekki erfiðari en að ætla mætti
að þreyttum manni hefði runnið í
brjóst. Jón bóndi þóttist vita að
hverju færi og bað Sigurbjörgu
klæðast án tafar og vera sér til að-
stoðar, ef með þyrfti."
„Andrá síðar lauk hinn gamli
garpur upp augunum. Þau voru
hyldjúp og myrk, æði þeirra slokn-
að, tillitið fast og íhugult. Hann
horfði fyrst á Jón bónda, virti hann
fyrir sér undrunarlaust, eins og
hann hefði búizt við því að sjá hann
sitja þarna. Svipaðist síðan rólega
um skarsúð, sperrur, rekkjur og
pall, og varð ekki séð að honum
væri það umhverfi framandi, eða
kæmi á óvart að vakna þar til ráðs
og rænu, heldur virtist honum ljóst
hvernig á því stóð og allur aðdrag-
andi í minni. Engu að síður var sem
augu hans leituðu þar einhvers að
eitthvað skorti á þá veruleikamynd,
sem hann hafði stöðugt greint bak
við skynvillusvið óráðsins og æðis-
sýnir þær, sem að honum sóttu.
Loks staðnæmdust þau við rekkj-
una undir súðinni hinum megin,
þar sem félagi hans lá. Eftir það
var sem þau þyrftu einskis framar
að leita. Karlmannleg, æðrulaus ró
færðist yfir seltubrennda og veður-
barða ásjónu hans, eins og hann
gæti sætt sig við að lúta í lægra
haldi, fyrst honum hafði tekizt að
sjá svo um að fjandi sinn hefði,
þrátt fyrir allt, ekki fullan sigur.
Eða þá fullvissan um að friðþæg-
ingarfórn sín hefði verið þegin, því
að varir hans tóku að bærast eins
og í hljóðri bæn ...“
„ÞESSA nótt hafði gengið á með
éljum og snörpum vindhviðum og
látið hátt í ljóra öðru hverju, en
slíkt var svo alvanalegt, að enginn
tók eftir því eins og á stóð. Ekki
heldur í þetta skiptið; það veitti
enginn því athygli nema Jón bóndi
ura-
9
oss
Dura-GIoss varaliturinn
heldur sínum uppruna-
lega litblæ — hann er
mjúkur án þcss að vera
feitur.
Fullkomnið snyrtingu yðar með silkimjúkum
Dura-GIoss varalit — og hinu sterka djúpgljá-
andi Dura-Gloss naglalakki. — Hvorutveggja
fáanlegt í 18 tízkulitum, sem gefa yður ótak-
markaða möguleika til fjölbreytni.
HALLDÓR JÓNSSON
Heildverzlun. — Hafnarstræti 15. — Símar 12586 og 23995.
Sigfússon, þegar hvein í ljóranum
og élið buldi á þekjunni, það fór
ekki framhjá þjálfaðri gaumgæfni
annálaskrásetjarans að áttin hafði
breytzt. Og því var það að hann
gat gert sér nokkra grein fyrir or-
sök þess eftir á, er garpurinn gamli
hrökk allt í einu upp af bæninni,
æðið kviknaði aftur í augum hans
og svipurinn trylltist. Um leið reis
hann upp við dogg, festi augun á
Jón bónda, hóf með sinni hreim-
sterku röddu og sefjandi leik frá-
sögnina af þeim félögum sínum
þrem, liggjandi í skaflinum, og
mundi hafa brotizt fram úr rekkj-
unni ef Sigurbjörg húsfreyja hefði
ekki brugðið við, bónda sínum til
liðs. Áttu þau fullt í fangi með að
halda honum í rekkjunni þótt bæði
væru, svo hart brauzt hann um;
augun loguðu af heift og æði, orða-
flaumurinn breyttist í reiðileg
hrygluöskur.“
„Fyrr en nokkurn varði hafði
gerzt svo hljótt í baðstofunni, að
hvinurinn í ljóranum skar í eyru.
Sigurbjörg húsfreyja dró hönd sína
seinlega úr frostbólginni greip hins
gamla garps, og var enn eigi laust
það sem hann hélt þótt fallinn væri,
höi-faði um skref frá rekkjustokkn-
um, föl og fá, og þegar Jón spurði
hana hvort eitthvað gengi að henni,
var sem hún heyrði það ekki. Og
það var fyrst þegar fingur bónda
hennar höfðu lokað hinum myrku,
brostnu sjónum sem horfðu óravegu
út um gaddfreðna þekjuna, að hún
kom til sjálfrar sín aftur.“
„Nokkru síðar var Svartskeggur
gamli lagður á fjöl við hlið þeura,
félaga sinna, úti í skemmu eftir að
Jórunn gamla hafði þvegið lík hans
og gert því til góða, Þau voru víst
mörg, strandmannalíkin, sem hún
veitti hinzta umbúnað á sinni löngu
ævi, flest þó sjórekin og mörg meira
eða minna sködduð. En hún auð-
sýndi þeim öllum sömu móðurlegu
umönnun, sömu virðingu. Hún var
eins og moldin, sem hlúði jarðnesk-
um leifum þessara útlaga að lokum,
henni voru allir jafnir.“
„Moldin — henni eru allir jafnir
og allir jafnir fyrir henni. Og víst
eru dauðanum allir jafnir, en aftur
á móti tel ég nokkurt vafamál að
allir séu jafnir fyrir honum, þó
að margur taki sér þá setningu í
munn og haldi spakmæli. Þetta
kann því að hljóma sem öfugmæli
af vörum manns, sem gegnt hefur
prestsembætti fulla mannsævi, og
ekki komizt hjá að hafa flestum
öðrum nánari kynni af valdi dauð-
ans og gera sér grein fyrir því. Að
7
óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær
Sölufélag garðyirkjuznanna gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir
viðskiptin á liðna árinu.
VIKAN 33