Vikan - 20.12.1962, Side 35
y
nýtt merki — ný snið
Heildsölubirgðir: O. VALDEMARSSON OG HIRST H.F. Sími 38062.
l!lllll!llllll!llllllllllll|l!HIII|||ll||l|llllllllll!ll!l!ll!lllli:il|llll(U|!lllllllllllll!l!llllllll!lllllllljllllllllllllllllllllllllllilll!!lllllllllllllill!lllllll!lllllllllllllllllllll!ll>llllllll!llli|iilllllllllllllllllllll!llilÍllllllllllll!llllll!lllllllllllll!]llllll!!ll!l!ÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!ll!lllll!ll!l!llllllllllllllllllllllllllllll
sjálfsögðu er ég ekki í vafa um að
allir séu jafn látnir líkamlega, eins
og það er kallað, þegar þeir hafa
tekið andvörpin, og að því leyti til
jafnir fyrir þeim slynga sláttumanni,
eins og sálmaskáldið segir. En þar
kemur og annað til greina, sem að
vísu verður hvorki skilið né skýrt,
en er til staðar engu að síður. Það
er eins og sumir lifi eingöngu í
sjálfum sér, aðrir að meira eða
minna leyti einnig utan við sjálfa
sig, í umhverfinu og þeim, sem þeir
umgangast. Þótt undarlegt megi
virðast, er sem maðurinn ráði ekki
neinu um þetta sjálfur. Meira að
segja, að það fari hvorki eftir fram-
komu hans, breytni né afstöðu til
annarra, og þó að ekki skeri úr um
til hvorra hann telzt, fyrr en dauð-
inn hefur lagt hann líkamlega að
velli, er það allt annars eðlis en
minningin. Ég get sagt þér sem
dæmi, að ég hef bæði jarðsungið
menn, sem höfðu orðið svo gersam-
lega undir í átökunum við dauðann,
að þegar ég nefndi nafn þeirra, lét
það í eyrum sem hljóðnað bergmál
af líkhringingu, og aðra, sem héldu
enn svo fast í við hann þrátt fyrir
andvörpin, lifðu svo Ijóst í þeim,
sem þeir höfðu umgengizt og um-
hverfinu, að mér þótti sem þeir
mundu þá og þegar klappa á öxl
mína og hvísla því að mér, að þarna
hlyti að vera um einhvern misskiln-
ing að ræða. Því fer þó fjarri, að
ég sé nokkrum dulrænum gáfum
gæddur umfram það, sem gerist
og gengur, þó að síendurtekin
reynsla kunni vitanlega að hafa
gert mig næmari fyrir þessum á-
hrifum."
„Og Svartskeggur gamli hafði
ekki einungis Veitt dauðanum hart
viðnám, heldur var því líkast sem
hann héldi velli fyrir honum, þótt
fallinn væri. Allt heimilisfólkið
vissi hann eins dauðan og menn
geta dauðir verið. og lík hans liggj-
andi á fjöl, bak við læstar skemmu-
dyr. Engu að síður var sem það
margt vissi hann samtímis alls stað-
ar nálægan. Ekki sem draug eða
afturgöngu, en á svipaðan hátt og
maður veit mann nálægan sér, þótt
hann líti hann ekki augum. Sá að-
stöðumunur, sem nú var orðinn
fyrir atbeina dauðans, var í raun-
inni þeim svartskeggjaða í vil.
Hann var ekki aðeins leystur frá
þjáningum sínum og þrautum,
heldur og þeim mannlegu takmörk-
unum, sem aðrir á heimilinu voru
háðir. Þó að sjón fólksins skorti
skyggni til að fylgjast með ferðum
hans, vissi það svört, stingandi
augu hans hvíla stöðugt á sér, sjá
hvaðeina, sem það hafðist að, jafn-
vel hverja hugsun. Eins var rödd
hans öllu meiri og sterkari fyrir
það, að hún var þögnuð; ofsinn og
harðneskjusvipurinn uggvænlegri,
eftir að hann var horfinn sjónum;
áhrif nálægðar hans máttkari, þar
eð enginn lézt verða þeirra var. Að
öðru leyti var ekkert undarlegt við
þetta, fyrst hann gerði ekki bein-
línis vart við sig; þetta var ekki
annað, en sem maður varð að sætta
sig við, meðan hann var enn á
heimil inu.“
„Annað mál var svo það, hvað
við tæki, þegar hann væri farinn;
þegar lík hans lá ekki lengur á fjöl
þarna í skemmunni. í rauninni var
það sú spurning, sem reynt var að
sniðganga, þegar heimilisfólkið vildi
Björn & Halldór h.f.
VELAVERKSTÆÐI.
óskar öllum viðskiptavinum sínum nær og f jær
gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir
viðskiptin á liðna árinu.
VIKAN 35