Vikan


Vikan - 20.12.1962, Side 38

Vikan - 20.12.1962, Side 38
Palmolive gefur yður fyrirheit um ... aukinn wmm Frá og: með fyrsta degi verður jafnvel þurr og við- kvæm húð unglegri og feg- urri, en það er vegna þess að hið ríkulega löður Palmo- live er mýkjandi. Palmolive er framleidd með olívuolíu. Aðeins sápa, sem er jafn mild og mjúk eins og Palmolive getur hreinsað jafn fullkomlega og þó svo mjúklega. Hættið því handa- hófekenndri andlitshreins- un: byrjið á Palmolive hör- undsfegrun í dag. — Lækn- ar hafa sannað hvaða ár- angri er hægt að ná með Palmolive. Palmolive með olívuolíu er ... mildari og mýkri. with Palmolive Þvoið nuddið í eina minútu. Skoliö og þér megið búast við að sjá árangurinn strax Mýkri, unglegri, aðdáanlegri húð og trausti bíll uppfyllt öðrum frem- ur þær kröfur, sem þeir djörfu og reyndu garpar, er umferðin mæðir mest á, leigubílstjórarnir, gera til farartækja sinna. Á síðustu árum hafa nokkrir „venjulegir“ bíleigendur komizt að raun um, að „Superba", almenn- ingsútgáfan af Checker leigubílnum, muni vera einhver sá bezti bíll, sem völ er á. f öllum grundvallar- atriðum er þar um einn og sama bíl að ræða, Superba er gædd öll- um kostum leigubílsins og gæti hæglega tekið að sér hið erfiða hlutverk hans, ef settur væri í hana gjaldmælir. Hvorug Checker-útgáfan er þó líkleg til að hljóta fegurðarverð- laun, yndisþokkinn er ámóta og hjá rúgbrauðinu, en báðar hafa tvennt, sem tryggir þeim stöðu í fremstu röð meðal beztu bíla — sterkari og rúmbetri bílar eru ekki framleiddir neins staðar. Þeir í Checker-verksmiðjunum í Kalamazoo í Michigan eru raun- sæir í bílaframleiðslu sinni. Þeir smíða bíla sem eru færir um að gegna sínu hlutverki og þola allar þær skrokkskjóður sem því hljóta að fylgja. Hin sterku x-járn í öll- um bitum og böndum láta ekki undan þó að á þeim skelli. Og hinn hversdagslegi en þaulreyndi Contin- ental-hreyfill með sína sex strokka heldur bílnum í öruggum gangi, án þess að kostnaðurinn fari úr hófi fram. Farþegarýminu er ekki spillt með neinu heimskuprjáli -—- sætin eru átján þumlungum rýmri en í nokkr- um öðrum bíl af venjulegri gerð. Þar er meira að segja rúm fyrir tvo litla en þægilega fellistóla, svo vel getur farið um átta fullorðna alls. Enda þótt allir bílaframleið- endur gumi mjög af því hve sínir bílar séu rúmgóðir, komast þeir ekki í neinn samjöfnuð við Checker hvað það snertir. MERCEDES. Allir bílar af þeirri gerð eiga það sammerkt, að um þá mætti skrifa langt mál — og að óþarft er að skrifa um þá langt mál. Mercedes- bílarnir komast nálægt sígildri tizku. Fjölbreytnin varðandi hinar mismunandi gerðir er mikil, en þrátt fyrir það eru þeir allir í sér- flokki varðandi vandaðan frágang og virðuleik. Mercedes-verksmiðjurnar fram- leiða bæði spameytna dieselhreyfla og benzínhreyfla. En þrátt fyrir alla hina háþróuðu tækni, hafa bílar þessir haft einn alvarlegan galla frá bandarísku sjónarmiði — þeir hafa ekki verið búnir sjálfvirkri gangskiptingu. En nú hefur verið úr því bætt. Fyrir utan hinar þrjár venjulegu gerðir af fólksbílum framleiða Mercedes-verksmiðjurnar tvær þær beztu gerðir af sportbílum, sem fyrirfinnast á markaðinum — 190SL og 300SL. Það er orðið sjald- gæft að þeir taki þátt í kappakstri, verksmiðjurnar þurfa ekki á slíkri auglýsingu að halda. Dieselknúni Mercedes-bíllinn er notaður til leiguaksturs í mörgum Evrópu- löndum, og sannar það hve vel hann reynist að endingu. Þýzka nákvæmnin segir til sín í stöðugum endurbótum í einstök- um atriðum. Þessir bílar mega ör- ugglega teljast í hópi með þeim tíu beztu. CITROEN. Bílaframleiðendur halda því mjög á lofti hve bílar þeirra séu langt á undan að allri gerð. Enginn þeirra þolir samanburð við Citroen. Ef þú gerir þér í hugarlund, að í rauninni séu allir þessir bílar hver öðrum líkir, vil ég leyfa mér að vekja athygli þína á því, að enda þótt sú Citroengerð, sem nú er á markaði, sé orðin sjö ára, er hún að verulegu leyti ólík öllum öðrum bílum. í rauninni er Citroen frönsk framtiðaráætlun, sem þegar hefur verið framkvæmd. Meginmunurinn liggur í því hve vökvaþrýstingi er hugvitsamlega beitt í sambandi við fjöðrun, heml- un og gangskiptingu. Kerfi, sem teljast verður líklegt að aðrir bíla- frameliðendur taki sér til fyrir- myndar á næstunni. Hvert hinna fjögurra hjóla er með sjálfstæðri fjöðrun, sem stjórn- að er frá eins konar ,,heila“ um miðbik kerfisins, Sérhverri þyngd- arbreytingu, hvort sem hún stafar af hreyfingu farmþungans inni í bifreiðinni, akstursátaki eða heml- un, er óðara svarað á gagnverkandi hátt um allt kerfið. Það er engu líkara en bíllinn verði lífi gæddur, þegar hann bregður við til að halda jafnvægi í hverri hreyfingu. Fyrir hagnýtingu vökvaþrýstings- ins verður hemlunin alltaf jafn ör- ugg. Þarna er um að ræða fullkomið orkuátak, fótspyrna eða átak hand- ar kemur ekki því máli við. Þess í stað er eingöngu stutt á rofa, hvoi’ki stærri né erfiðari en Ijósa- GLEÐILEG JÓL, gæfuríkt komandi ár. - Þökkum viðskiptin AllllGIIliar txygfCfÍncrðLr á liðna árinu. 38 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.