Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 8
Maöur verður aö pta sín að yera allt Mér finnsl ég alltaf liafa þekkt liann, og þó geta ekki verið meira en svo sem fjögur eða fimm ár, síðan ég sá hann fyrst. Kannske verður honum ekki á annan liátt hetur lýst en með þessum orðum: Manni finnst hann strax vera gamall kunningi. En þegar ég fór að hugsa hetur um málið, komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég vissi raunar ekki stórt meira um hann en það, að hann heitir Einar Ágústsson, er bankastjóri Samvinnubankans, á sæti i bæjarstjórn og er einn af þingxnönnum Framsóknarflokksins. Þess vegna fór ég þess á leit við liann, að hann veitti mér viðtal og þar með fræðslu um sjálfan sig. Það var auðsótt mál, og á hlýjum janúardegi var ég setztur í annan hetlistólinn gegnt bankastjóran- um í skrifstofu hans í Bankastræti. — Og þá fyrst, Einar, hvaðan ertu og livenær fæddur? - Ég er Rangæingur, Fæddur að Hallgeirsey í Austur-Landeyjum 23. 9. 1922. Ég fór í Menntaskólann í Reykja- vík þegar ég var 12 ára og varð stúdent þaðan 1941, eflir sex ára nám, eins og þá var. Siðan liélt ég áfram og lauk lögfræðiprófi 1947. — Störf? — Ég hyrjaði fyrst Iijá Sölunefnd varnarliðseigna, eins og hún hét þá, en árin 1949 til ’53 vann ég jafnhliða hjá Fjárhagsráði, því jiá var lítið að gera hjá sölunefndinni. 1953 fór ég svo i fjármálaráðuneytið og vann þar þangað lil 1. marz 1957, að ég réðist til Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Fórstu þá beint í sparisjóðinn? — Ég var fyrst það sem kallað er fulltrúi forstjóra, og sá um lífeyrissjóðinn og sparisjóðinn. En svo var fljótlega farið að kalla mig sparisjóðsstjóra, eftir að ég liætti við lífeyrissjóðinn. — Ilvcnær var sparisjóðurinn stofnaður? Hann var stofnaður 1. september 1954. Fyrstu dagana var hann til liúsa í Sambandshúsinu; en flutti mjög fljót- lega í Hafnarstræti 23. Þar var liann svo alla tið, fyrst i litlu iiúsnæði, en svo fékkst töluverð viðbót, sem dugði starfsem- inni, þangað til sparisjóðnum var hreytt í hanka og við fluttum hingað upp í Bankastræti .... í fyrra. — Hver er nú aðalmunurinn á sparisjóði og hanka, svona almennt séð? -— Munurinn er aðallega fólginn i tvennu: Sparisjóður getur ekki starfað nema í eiriú sveitarfélagi, og er háður Texti: Siguröur Hreiðar - Myndir: Kristján Magnússon Ýmsir eiga erindi við Einar Ágústsson bankastióra, en líklega eru þó flestir í leit að rithandarsýnishornum — á víxilinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.