Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 50

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 50
um. Allir tóku undir svo aS söngurinn bergmálaði víða vegu, og þetta hafði sefjandi áhrif á alla. Við fangarnir vorum ham- ingjusamir þetta kvöld, hvað sem um okkur mátti segja á öðrum tímum. VETRARSYRPA Snjókoma var mikil veturinn 1941—42, og ég var oft í einskon- ar dvala, meðan ég starði út um gluggann og virti snjóflyksurnar fyrir mér, meðan þær sigu til jarðar. Ég held að kínverskur heimspekingur hafi sagt, að mað- urinn geti hagnýtt sér allt í nátt- úrunni, ef hann geti einungis áttað sig á því! Ég velti þess vegna mjög fyrir mér, hvernig hægt væri að beizla fannkomuna í okkar þágu. Mér varð hugsað til snjókarla og snjóhúsa, en efni- viðurinn bráðnaði bara svo fjári fljótt. En stutt snjógöng gætu ef til vill - og meðan ég starði út um gluggann, sá ég enn einn möguleikann. Við hinn enda kastalagarðsins var matsalurinn og hátt yfir hon- um var kvistglugginn á herberg- inu, sem Niki hafði einu sinni komizt inn í fyrir ári, en það var aðgreint frá endaherberginu (því langa) í híbýlum okkar yfir matsalnum. Yfir innganginum í matsalinn var flatt þak, og það vissi að glugga í langa herberg- inu og að lóðréttum, flöguklædd- um veggnum á hinu einangraða herbergi. Gluggakarmurinn var á hæð við þakið, og snjórinn á því var næstum metri á dýpt. Þarna var tækifæri, sem við máttum ekki láta fram hjá okk- ur fara. Ég hafði ekki hugboð um, hvað við mundi taka, þegar við hefðum komizt inn í innsigl- aða herbergið, en Niki hafði sagt, að á því væru dyr, sem lægju að vistarverum Þjóðverja. „Scruffy" Orr Ewing og ann- ar enskur fangi, Skotinn Colin MacKenzie, höfðu alltaf haft löngun til að kanna herbergið, og þar sem þeir voru ofarlega á strokuskránni, lét ég þá vita um hugmynd mína og bauðst til að veita þeim aðstoð. Eins og venjulega voru járnstengur fyrir gluggunum í herbergi okkar, og var ekki hægt að saga þær í sundur, án þess að menn blöstu við frá kastalagarðinum við það verk. Hver, sem reyndi að klifra út um glugga þennan, hlaut einnig að blasa við frá sama stað. En nú huldi blessaður snjór- inn allt. Ekki tók langan tíma að saga stengurnar sundur, og síðan voru útbúnir hólkar. sem rennt var yfir endana, svo að þeir hvorki sáust né hægt var að finna mis- smíði á stöngunum, þótt tekið væri í þær. Þá notuðum við hrað- þornandi málningu í hvert skipti, sem við höfðum farið út um gluggana og hreyft við rimlun- um, og fullkomnaði þetta þenn- an feluleik okkar. Við grófum fjögurra metra löng göng gegnum snjóinn. Þau lágu í boga, voru hálfan metra á hæð og var gólf þeirra sjálft þakið. A einum stað hrundi gangaþakið. en við gátum lagfært það. Göngin bráðnuðu ekki af völdum líkamshita okkar, heldur myndaðist íshella innan í þeim. Þegar ég kom að lóðréttum gafl- inum, losaði ég um nokkrar veggflögur, en undir var aðeins múrhúðun, svo að ekki varð mjög erfitt að brjótast gegnum vegginn. Eftir aðeins eins dags vinnu gátum við skriðið gegnum gat á veggnum og þrír saman fórum við inn í herbergið inn- siglaða — um miðjan dag. Við vorum að athuga hurðina inn í vistarverur Þjóðverja, þegar okkru barst aðvörunarmerkið til eyrna. Priem höfuðsmaður og aðstoðarmenn voru komnir í skyndileit. Stefndi hann beint að dyrunum á enska hluta kastal- ans og hóf þar nákvæma leit. Til allrar óhamingju byrjaði hann í langa herberginu. Við sátum í gildru, því að ekki hafði verið gengið frá glugganum og rimlunum. Það var líka venja Þjóðverja að dangla í alla rimla á slíkum eftirlitsferðum. Rétt sem snöggvast héldu menn í her- berginu, að Þjóðverjar mundu sleppa athugun á glugganum okkar, því að hann vissi fram að garðinum og var því ekki tor- tryggilegur, en það var fánýt von. Einn Þjóðverjanna opnaði gluggann og sá um leið, hvernig rimlarnir höfðu verið leiknir og þá byrjuðu ólætin. Priem sendi undirforingja inn í snjógöngin. Við sáum hann nálgast. í skyndi tók ég saman öll verkfærin okkar — hamar, skrúfjárn, litla sög, þjöl og nokkra lykla — hratt upp ein- um kvistglugganna, sem getið hefir verið, og kallaði til tveggja Englendinga, sem voru niðri í kastalagarðinum: „Hérna koma verkfærin — bjargið þeim fyrir alla muni!“ Annar Englendinganna var Lockwood og hann áttaði sig á svipstundu. Glugginn, sem ég stóð við, hafði aldrei verið opn- aður, síðan Colditz hafði verið breytt í fangelsi. Verkfærin flugu niður í garðinn, og Kenneth safn- aði þeim saman fyrir augunum á undrandi þýzkum verði, en síðan hraðaði hann sér til inn- gangs Pólverja. Verkfærin voru horfin, þegar vörðurinn, sem staðið hafði rétt hjá, hafði átt- að sig á því, sem hafði verið að gerast. En ekki var þessu lokið þannig, því að næst kom ég, þar eð ég stökk út um gluggann í sama mund og þýzki undirfor- iníinn leit gegnum gatið á gaflin- um og byrjaði að miða skamm- byssu sinni ógnandi. Ég var orð- inn leiður á að dúsa í einangrun, og þetta mundi kosta enn einn mánuð, sem mig langaði ekkert ti’: að fcrna. Þótt snjónum hefði verið mokað úr kastalagarðin- um var þar hálfs þumlungs lag, og það dró örlítið úr fallinu, sem var sjö metrar, þegar ég hafði rennt mér þrjá metra nið- ur eftir niðurfallinu frá þakrenn- unni. Ég stökk út um gluggann, rann einhvern veginn og stökk niður í garðinn, kom illa niður og skall með andlitið á grjót- inu. Ég var með lambhúshettu, svo að aðeins sá í nef og augu, en auk þess var ég mjög mikið klæddur, svo að varðmanninum, sem var naumast búinn að ná sér af fyrri undrun, hlýtur að hafa sýnst, að þarna væri um mann frá Marz að ræða. Hann stóð eins og lamaður, þegar ég brölti á fætur og stökk af stað, svo að ég komst undan. Ewing og McKenzie komu ekki á eftir mér, því að Þjóðverjinn hafði getað brotizt gegnum vegggatið inn til þeirra og beint skamm- byssu sinni að þeim, svo að þeir töldu hyggilegast að gefast upp. Eftir þetta urðum við fyrir öðru óhappi, sam snerti fyrst og fremst Hollendinga. Þeir bjuggu á hæðinni fyrir ofan okkur og höfðu orðið þess áskynja, að lóð- réttur gangur var í útvegg kast- alans. Þetta voru salernisgöng frá miðöldum. Hollendingar rákust líka á leynitröppu af tilviljun, en ekki var hægt að átta sig á henni. En til allrar óham- ingju lá leynitrappa þessi aðeins upp á næstu hæð fyrir ofan og kom þess vegna ekki að tilætl- uðu gagni. En lóðrétti salernisgangurinn lofaði góðu. Vandy tókst að gera ágætlega falið op á hann úr sal- erni Hollendinga. Var opið um metra frá gólfi og lokað með stórum, steyptum steini, en á hann og samskeytin var skvett blöndu úr legi þeim, sem Þjóð- verjar notuðu til ræstingar, kreósóti og tjöru, svo að jafn- vel slyngasti snuðrari mundi ekki geta fundið á lyktinni, að ekki væri allt sem skyldi. Vandy sneri sér til mín og hét að veita okkur Englendingum hlutdeild í flóttatilraun um salernisgöngin, ef við legðum til gangagrafara, sem gætu grafið göng frá botni salemisins. Þetta var ekki mikl- um andkvæðum bundið. Ég út- vegaði honum Jom Roger, sem verið hafði aðili að hinum frægu jarðgöngum í fangabúðunum í Laufen. Höfðu verið notaðar hvorki meira né minna en 1200 rúmfjalir til að halda lofti þeirra uppi. Einnig benti ég Vandy á Rupert Barry, annan góðan gangagrafara frá Laufen. Roger og Barry hófust handa um að grafa göngin ásamt nokkr- um hollenzkum aðstoðarmönn- um, en verkið var erfitt, og brátt komu þeir niður á ltlöpp. Þeir höfðu unnið við þetta í viku, þegar Þjóðverjar létu til skarar skríða. Það lá í augum uppi, að þeir höfuð komið fyrir hlustun- artækjum umhverfis kastala- vegginn. Gangagrafarar okkar voru annars þaulreyndir menn, sem vissu, hvernig þeir áttu að fara sem leynilegast að öllu og forðuðust heimskuleg mistök. Samt var þeim komið á óvart. Priem birtist allt í einu í kastala- garðinum og stefndi beint að þeim stað á kastalaveggnum, þar sem salernisgangurinn kom niður á jafnsléttu. Hann lét menn sína ráðast á vegginn á ákveðnum stað, og innan tíu mínútna hafði þeim tekizt að rjúfa gat á hann. Einn Þjóðverjanna teygði höfuð og handlegg inn í salernisgöng- in og lýsti þau upp með vasa- Ijósi. En gangagrafararnir höfðu haft tóm til að klífa upp úr göngun- um — þeir notuðu kaðalstiga, sem gat þó aðeins haldið öðr- um í senn — og Vandy var ein- mitt að flýta sér að draga stig- ann upp, þegar Þjóðverjar kom- ust gegnum vegginn. Ef Vandy hefði verið tveim — þrem sek- úndum fljótari, hefði endi kaðal- stigans verið horfinn, og Þjóð- verjar ekki haft neina hugmynd um, hvar op var á salernisgöng- unum. Það er ósennilegt, að þeir hefðu gert ráð fyrir, að hægt væri að finna op á jarðgöngunum uppi á þriðju hæð. Vandy hafði gert sér vonir um, að Þjóðverjar hefðu ekki séð til hans, þegar hann dró kaðalstig- ann upp, en það var misskiln- ingur. Þeir komust skömmu síð- ar að opinu á salemisgöngunum, og auk þess fundu þeir turn- herbergi, sem Vandy geymdi í dýrmætan útbúnað, þar á meðal fjóra þýzka einkennisbúninga og hina þöglu „hjálparmenn" hans, þegar efnt var til nafnakalls og nauðsynlegt var að blekkja Þjóð- verja svo að verulega munaði um. FramhaM í næsta blaði. £Q — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.