Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 44
Falleg -
með því að nota JOMI
nuddtækið góða. En það eru ekki bara fegurð-
ardrottningar sem nota JOMI-tækið, sem
nuddar með titringi (yibration), Allir, jafnt
karlar sem konur, hafa gott af slíku nuddi við
þreytu og verkjum sem stafa af vanastöðum.
Sjúkt fólk, sem þjáist af gigt eða öðrum slík-
um sjúkdómum skyldi hafa samráð við lækni
um notkun tækisins. Tækinu fylgja sex mis-
munandi munnstykki og er afgreitt í fallegri
tösku.
Eigum einnig ávallt fyrirliggjandi JOMI-hitanuddpúðann, sem einnig nuddar með titringi og JOMI-
hárþurkkuna eftirsóttu.
■ Í* Laugavegi 18 — Sími 11372.
lega ráðnar í að eiga ekkert á
hættu hvorki að innan frá eða
utan, leyfa ekki hugsanlegum
andstæðingum sínum innan
landsins að bera vopn, og standa
gráar fyrir járnum á verði gegn
öllum sem hugsanlega kynnu að
koma frá sjó eða landi með ófriði.
Ég hef þann sið á ferðalögum
að spyrja ekki annars en þess,
sem almennast er um vopnabún-
að, og af þeim sökum ræði ég
ekki nánar um þetta, en hinir
ungu sólbrenndu menn, sem ég
sá í dag voru sannarlega ekki
ótrúlegir til að mynda kjarna
þess hers þriggja milljóna hvítra
manna hér, sem sterkari væri en
samanlagður her allra annarra
Afríkulanda.
í þessu efni er það ekki
„mængden der gör det“. Það sá-
um við í frelsistríði íraels við
Arabana, og er þar síðast að
minnast hins smánarlega ósigurs
Egypta í Suezstríðinu. Það er
eflaust rétt, sem-gistivinur minn
sagði í Jóhannesarborg, að Bú-
arnir væru engin lömb í leik.
Þeir munu trúlega fremur ætla
að gerast dýrseldir en láta þegj-
andi það, sem þeir telja sinn
rétt.
Skammt frá herbúðunum sáum
við letigarð, og voru limir þar
allir svartir. Raunar er þó rang-
nefni að kalla þetta letigarð, þar
sem fangarnir voru að vinnu
undir stjórn svartra, kylfubúinna
varða og sagði Denis mér, að
algengast væri að hópar fanga,
sem hættulitlir væru taldir, ynnu
undir öruggri stjórn á sveita-
bæjunum í grennd við betrunar-
húsin. Ekki sá ég að ólánsmenn
þessir væru vannæriðir, og ekki
virtist mér klæðaburður þeirra
óeðlilega aumur.
Denis fullyrðir, að glæpir
svartra manna séu miklu meiri
en hin háa hlutfallstala þeirra
af íbúafjöldanum öllum. Virðist
það rétt ef marka má það, að
hér les ég í bók, að af 594 morð-
um, sem upp komust árið 1961
hafi einungis 5 verið framin af
þeim, sem hér eru kallaðir hvít-
ir, en það eru þeir, sem eiga
hvíta forfeður og svo —• trúi nú
hver sem vill — Japanir eða af-
komendur japanskra innflytj-
enda. Þeir heita líka „Europe-
ans“, að því er mér er tjáð. Denis
gefst eiginiega upp við að finna
á því nokkra skynsamlega skýr-
ingu, þvælir eitthvað um störf
upprunalegra innflytjenda, og
ætlar að skýra núgildandi rétt
eða réttleysi afkomenda þeirra
með því. Það er eins og við
segðum norður í Reykiavík
„tóm tjara“. Hins vegar trúi ég
mætavel þeim skýringum hans
á fjölda svartra tugthúslima, að
vegna fáfræði séu réttarfarshug-
myndir þeirra oft í miklu ósam-
ræmi við lög okkar hvítu mann-
anna, og ef til vill á bráðlyndi
þeirra og réttarstaða í þjóðfélag-
inu einnig sök þessa fyrirbæris,
sem einnig er alkunnugt í
Ameríku, en þar eru glæpir
Svertingja og raunar einnig
Puertoricomanna miklu meiri en
hlutfallstala þeirra af íbúatöl-
unni allri ætti að geta gert skilj-
anlegt.
Alls staðar meðfram vegunum
er hinn fegursti og litríkasti
gróður. Sumt þekki ég, raunar
fátt, en nöfn á flestum trjám og
runnum veit ég þó ekki. Hér eru
kaktusar, pálmatré, lauf- og
barrtré. Hér er hið fagra tré,
sem Denis segir mér að heiti
jakaranda. Blóm þess eru blá.
Hér eru þyrnirunnar með gul-
um blómum, sem mér þykja
mjög falleg og alls konar blóm-
jurtir, sem ég þekki ekki. Allt
er þetta á leiðinni út í sumarið
og sólskinið, og ekkert enn búið
að ná sínu fegursta skarti nema
iakaranda tréð. Það er fegurst
í nóvember og eftir nokkrar vik-
ur verða öll blóm þess horfin.
„Sjáðu svarta bílinn þarna“,
segir Denis og bendir á stóran
Limousine — sem stendur hjá
húsi vestan þjóðvegarins. „Hann
er eign andalæknisins hérna“.
„Trúa þeir enn á andalækna?"
„Já, blessaður vertu. Og trúa því
meira að segja, að hann drepi
þá ef þeir láta hann ekki fá pen-
inga“. „Þeir eru þá lítið skárri
blámennirnir en þið, hvítu arð-
ræningjarnir, ef þeir fá vald yfir
fólkinu?" spurði ég.
„Sagan um hina hvítu einræð-
isherra samtíðar okkar er nátt-
úrlega ekki neitt frýnileg11, sagði
Denis, „en í Nyassalandi fer hver
sá í steininn, sem hneigir sig
ekki þegar Hastings Banda ekur
um. í Kenya verðurðu að hafa
mynd af Jomo Kenyatta í skrif-
stofunni þinni, til þess að kom-
ast hjá tukthúsi. Hér þykir sum-
um Verwoerd sé enginn sóma-
maður, en við megum þó enn
segja honum að fara ti) fjandans
ef okkur finnst að hann eigi þar
fremur heima en hér“.
Við hittum Wells, umboðs-
mann Trek Airways, þar sem
hann sat og reiknaði í skrifstofu
sinni. Hann er fasteignasali og
eru jarðir í nágrenni Warmbad
aðalviðfangsefni hans. Þetta er
ungur, þéttvaxinn náungi, fædd-
ur og uppalinn í Warmbad. Hann
segir mér að þar búi um 1200
manns. Ekki eru Svertingjar þar
með taldir, en þeir búa í útjöðr-
um bæjarins og í nágrenni hans.
Hann segir búskap tvenns kon-
ar. Sums staðar stunda bændur
eingöngu akuryrkju — annars
staðar eru einkum kúabú, og
segir hann að afkoma hinna fyrr-
greindu sé yfirleitt miklu betri,
og að meðal nettótekjur bænda
séu frá því, sem svarar
3—7 þúsundum enskra punda á
ári.
££ — VIKAN 7. tbl.