Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 48

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 48
FYRIR ÞVÍ URSKURÐAST Svar við HVERNIG DÆMIR ÞÚ? á blaðsíðu 31. Atvinnurekanáinn tekur það fram, að hann beri fébóta- ábyrgð á störfum verkstjóra síns, ef svo yrði litið á, að störf hans hefðu verið skaðabótaskyld. Þessi afstaða er í samræmi við hina svokölluðu húsbóndaábyrgð, sem hlotið hefur viður- kenningu í íslenzkum rétti. Regla þessi er á þann veg, að at- vinnuveitendur bera ábyrgð á því tjóni, sem starfsmenn þeirra valda með ólögmætum og saknæmum hætti. Það getur að vísu verið fræðilega nokkuð flókið úrlausnar- efni, hve víðtæk þessi húsbóndaábyrgð eigi að vera. En í íslenzkri dómsmálasögu er það mjög fátitt, að vinnuveitend- ur beri það fyrir sig sem varnarástæðu í skaðabótamálum, að þeir beri ekki ábyrgð á verkum starfsmanna sinna. Það er gengið mjög ríkt eftir því, að á vinnustöðum sé full- komið öryggi fyrir starfsmenn. Það eru vinnveitendur, sem um þetta eiga að sjá, en oft fela þeir fulltrúum sínum eða verkstjórnarmönnum umsjá með öryggisbúnaði. í mörgum tilfellum hafa fyrir dómi verið hafðar uppi fébótakröfur á hendur atvinnuveitendum vegna afleiðinga slysa, sem rót sína hafa átt að rekja til ófullnægjandi öryggis- útbúnaðar. í stuttu máli má segja, að dómstólar gera strang- ar kröfur í þessum efnum. Á hinn bóginn eru einnig í þessu sambandi gerðar þær kröfur til starfsmanna, að þeir arki ekki út í fyrirsjáanlegar hættur eða sýni af sér að öðru leyti óvar- legt atferli. Verði slys á vinnustað, getur einatt risið spurning um það, hvort orsökin sé ófullnægjandi öryggisútbúnaður eða óvar- kárni í störfum hins slasaða. Stundum er málum svo háttað, að báðar þessar ástæður eru taldar hafa orsakað slysið. Er það í slikum tilfellum matsatriði dómstóla, hve mikils hvor ástæðan hefur mátt sín sem orsök slyssins. í samræmi við þetta mat er sök á slysinu skipt milli vinnueitanda og hins slasaða, og fébótum er síðan skipt í sama hlutfalli. Líklegt verður að telja, að í framangreindu dæmi verði niðurstaðan sú, að um sakarskiptingu verði að tefla. Meginor- sök slyssins verður að telja vanbúnað stigans og gáleysi í verkstjórn. Þykir því rétt, að Gauti Grímsson beri % hluta tjónsins. Þar sem hins vegar Jón virðist hafa sýnt af sér nokkra óvarkárni, verður hann sjálfur látinn bera Vr, hluta sakar og tjóns. Ályktunarorð: JÓN FÆR TJÓN SITT BÆTT AÐ % HLUTUM. J. P. E. Clare hrökk við. —- Jú, hvað er um hann? — Þekkir þú einhverja Joan Latimer líka? — Þau eru trúlofuð. Þarna sérðu sjálf, sagði hún og rétti Clare blaðið. Jæja, hugsaði Clare með beiskju. Joan hafði verið rétta átta mánuði að ná takmarkinu. Nú voru liðnir átta mánuðir sið- an Faith dó og Clare átti síðasta, hræðilega samtalið við Simon. Hún hafði farið frá Hamdenhjón- unum rétt á eftir, án þess að Meg og Jock fengju að vita um réttu ástæðuna til þess. Og nú hafði hún unnið í gamla sjúkrahúsinu í Farnham í átta mánuði. Hún hafði haft gott af að sökkva sér niður í vinnuna, og alúð Kenn- eths Morgate hafði oft verið henni til hugarléttis þegar verst lá á henni. — Þetta er skrítið, sagði hún og reyndi að sýnast róleg. — Joan Latimer var staðráðin í að giftast honum, jafnvel meðan fyrri unnustan hans var á lífi. Og nú hefur henni tekizt það. -—• Er hann mjög eftirsóknar- verður? — Simon Denver? — Já, það finnst mér, sagði hún eins létt og hún gat, um leið og hún stóð upp. Þegar hún kom upp í herberg- ið sitt lagðist hún fyrir og tár- in streymdu óhindrað úr aug- unum. Simon og Joan . . . Sim- on og Joan! Hún gat vel ímynd- að sér hvernig ástatt var: Sim- on einmana og sorgbitinn, og Joan sem nærgætna, hughreyst- andi vinstúlkan, sem undirbjó jarðveginn. Þangað til Simon var farinn að ímynda sér að hann gæti átt framtíð og gæfu með henni. Heima hjá Simoni þurfti Joan að leggja mikilsverða spurningu fyrir unnustann sinn: Minntist frú Hamden á það við þig að hún hefði boðið Clare Ruthland í samkvæmið í næstu viku? Simon leit annars hugar upp úr skjölunum sínum. — Nei . . . Annars hélt ég að Clare væri erlendis. — Það hefur auðsjáanlega ekki orðið neitt úr því . . . Joan horfði á hann með athygli. — Hefur þú séð hana upp á síð- kastið? — Þú veizt að ég hef ekki gert það. Ég var ekki heima þegar hún heimsótti Hamdsnhjónin í janúar. Þau munu vera jafn hrifin af henni ennþá? Það er ekki nema eðlilegt — frá þeirra sjónarmiði. — Það gæti orðið slæmur löðr- ungur á þau, ef þau fengju að vita hvernig manneskja þetta er . . . Heldur þú að Hamden hafi haft nokkurn grun um Mason og peningana? — Nei, ekki held ég það, sagði Simon ergilegur — honum fannst þetta óþarfa spurningar. — Hann fékk peningana aftur. Svo leit hann alvarlegur á Joan: —• Ég vil ekki að hann fái nokkurntíma að vita sannleik- ann um það, Joan. Hún færði sig að honum og gældi víð hann. — En hef ég nokkurntíma sagt frá leyndar- máli, elskan mín? Þú ættir að vera farinn að þekkja mig! —- Já, sem betur fer, sagði hann og beit á jaxlinn. — Heyrðu Simon, heldurðu ekki að við gætum gifzt í næsta mánuði — við skulum ekki halda nema litla veizlu. Þessi trúlofun- artími er aldrei skemmtilegur — • fyrir hvorugan aðilann. Og húsið þitt er tilbúið. Framhald í næsta blaði. FLÓTTINN FRÁ COLDITZ Framhald af bls. 23. sáust þess, hvar hlemmurinn væri, því að hann var grafinn undir tíu sentimetra þykku lagi af mold og grjótmulningi, sem var hvarvetna undir leiksviðinu, en það var hvorki meira né minna en um 100 fermetrar. Grunur minn styrktist enn við það, að Gephard, þýzkur for- ingi, sem gat verið blátt áfram mannlegur á stundum, sagði í viðræðum við Peter Allan: „Hlemmurinn var snilldarlega falinn. Ég athugaði loftið sjálf- ur og sá þess engin merki, að það hefði verið rofið“. „Hvernig komust þið þá að þessu?“ spurði Peter þá. „Ég get því miður ekki komið upp um það, en hjálparlaust hefðum við aldrei komizt á snoð- ir um þetta“. „Með hvers hjálp? Njósnara?" „Ég get ekki sagt frá því,“ svaraði Gephard með einkenni- legu augnatilliti og skipti svo um umræðuefni. „Við höfum kallað á ljósmynd- ara, svo að hægt sé að taka mynd af þessu handa strokusafn- inu“. „Þið hafið þá einskonar reikn- ishald yfir strokutilraunir okk- ar?“ „Jawohl! Við höfum ákveðið herbergi, sem á verða strokusafn. Það verður mjög skemmtilegt að litast þar um. Kannske þér fáið að sjá það einhvern tíma eftir stríðið“. Þessi frásögn um „hjálpar- mann“ var tilkynnt æðstu for- ingjum allra þjóðarbrota í fanga- búðunum. Hún sýndi, að fram- vegis yrðum við að starfa með það hugfast, að „handlangari“ eða svikari væri í hópi fanganna, enda kom það á daginn síðar. Nokkur tími leið, áður en okk- ur tókst að grafast fyrir um, hver svikarinn væri. Ekkert í sambandi við leikhúsflóttann benti á neinn sérstakan. Tveir Pólverjanna höfðu hins vegar haft gætur á einum samfanga sinna um nokkurt skeið, og þeim tókst að leggja fram nauðsynleg sönnunargögn. Það eina, sem ég gat veitt upp úr Niki eða hinum — Pólverjar voru mjög þögulir um mál þetta — var að efnt hefði verið til herréttar, sem dæmt hefði for- ingjann sekan um að hafa veitt fjandmanninum aðstoð, þótt hann hefði verið neyddur til þess. Þjóðverjar höfðu náð tök- um á honum, því að við sjúkra- húsvist einhvers staðar í Þýzka- landi hafði hann fallið fyrir freistingunni. Hann hafði feng- ið heimild til að heimsækja fjöl- skyldu sína, en síðan var hon- um ógnað með því, að fjölskylda hans skyldi öll upprætt, ef hann féllist ekki á að verða njósnari innan fangabúðanna. Ég held, að óhætt sé að segja, að herforingjarnir í fangabúð- unum hafi ekki haft verulegan áhuga á að notast við svik- ara þennan. Þeir fengu hann sendan frá Gestapo með fyrir- mælum um að nota hann. Þetta kom Hka vel heim við ábendingu þá, sem við höfðum fengið frá Gephard um slíkan mann. Lok þessa máls urðu þau, að æðsti foringinn pólski sneri sér beint til yfirmanns fangabúð- anna og lagði fyrir hann sann- anir sínar í málinu. Hann gerði þetta til þess að girða fyrir, að svikarinn yrði hreinlega myrtur af reiðum samföngum. Fanga- búðastjórinn neitaði engu af því, sem pólski foringinn sagði við hann, en Pólverjinn lauk máli sínu með því að krefjast þess, að svikarinn yrði sendur úr — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.