Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 34
N/justu fréttir...
. . . frá Englandi:
„KARLMANNABUXUR
eru í mjög svipuðum sniðum og undanfarið, þ.e.a.s. með einni
mikilvægri undantekningu. Þær eru stöðugt að þrengjast, svo
að algengasta skálmavídd að neðan á buxum yngri karlmanna
er 14—16 in. Og einu breytingarnar sem verða á næstunni eru
allar í þá átt að þrengja buxurnar ennþá meira. Þessu hefur
verið einstaklega vel tekið af hinum yngri hópi karlmanna —
og auðvitað sérstaklega þeim grönnu.
STRETCH NYLON karlmannabuxur, sem komu á markaðinn
s.l. haust hafa selzt geypivel. Efnið er alullarefni ífléttað teygj-
anlegu nyloni eftir amerískri aðferð, sem gerir efnið mjög
sterkt og áferðarfallegt.
STRETCH NYLON karlmannabuxur eru sniðnar mjög þröng-
ar, eins og tízkan krefst, enda er það einnig nauðsynlegt og
sjálfsagt vegna teygjanleika efnisins Mikilvægt er að kaupand-
inn velji alveg mátulega stærð og heldur þá efnið lögun sinni
vel“.
MSeíbourne
STRETCH NYLON
karlmannabuxur
eru nýkomnar á markaðinn hér á landi. Þær eru sérstaklega
sniðnar fyrir unga, granna karlmenn.
MELBOURNE er víðþekkt
enskt merki, sem tryggir
bezta fáanlegan karlmanna-
fatnað.
MELBOURNE karlmannabux-
ur eru alltaf saumaðar í
nýjustu tízkusniðum.
MELBOURNE stretch nylon
stakar karlmannabuxur fást
nú í helztu karlmannafata-
verzlunum á landinu, í tveim-
ur tízkulitum.
Spyrjið um MELBOURNE
karlmannabuxur úr
STRETCH NYLON.
Mjóstræti 6 — Sími 21555.
... um tízkuklæðnað ungra karlmanna
MAÐUR YERÐUR . . .
Framhald af bls. 9.
'geysimikið. Öll viðskipti krefjast
mikils fjármagns. Með vaxandi
dýrtíð þarf meira kapítal til að
anna jafn miklum viðskiptum og
allir aðilar þurfa meira fé. Ríkis-
stjórnin hefur skyldað bankana
til þess að eiga talsverðan liluta
af fjármagni sínu í Seðlabankan-
um, og bankarnir hafa i rauninni
ekki yfirráð yfir þvi fjármagni.
Önnur ástæða fyrir erfiðleik-
unum með lánsfé er vaxandi erf-
iðleikar með að innheimta það,
sem úti stendur. Það er mikið um
framlengingar og beiðnir um að
fá að skipta greiðslu á skuldum.
Þetta leiðir aftur af sér minna
fé til útlána.
— Þrátt fyrir þetta virðist
manni að bankastarfsemi verði
stöðugt viðameiri, a. m. k. ef
dæma skal eftir þeim fjölda úti-
búa, sem risin eru bæði í Reykja-
vík og utan.
— Já. Bankarnir liafa flestir
stofnað útibú á sfðari árum, og
það er ekki nema eðlilegt, þvi
fólk er að komast upp á ]iað í
æ ríkari mæli að nota sér þá
þjónustu, sem bankarnir bjóða
upp á. Ég á þar ekki fyrst og
fremst við lánaþjónustu, heldur
er bönkunum falin margvisleg
viðskiptaþjónusta. Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga og Sam-
vinnusparisjóðurinn reið á vað-
ið, held ég mér sé óhætt að segja,
með að greiða laun með inn-
leggi á ávisanareikning; það varð
fljótlega vinsælt og önnur fyrir-
tæki hafa komið þar á eftir, til
dæmis er Reykjavíkurborg ný-
lega farin að greiða starfsinönn-
um sínum laun á þann liátt. Svo
þykir líklega þægilogt að láta
bankann sjá um innheimtu skulda
manna á rnilli. Það þykir liand-
hægt að hafa einhverja miðstöð
til sliks. Það er liægt að greiða
rafmagnsreikninginn sinn 1
Landsbankanum, og þannig mætti
fleira telja. Það er ekki aðeins
til þess að rífast um þessar krón-
ur, sem bankarnir eru svona
margir, heldur til þess að veita
alhliða fjármálaþjónustu, eftir
því sem unnt er.
— Ég gafst upp á að nota
ávisanareikning, því inér gekk
svo erfiðlega að losna við ávís-
anirnar.
— Ávisanirnar hafa verið mis-
notaðar hér á landi, en það hef-
ur breytzt mikið til batnaðar upp
á síðkastið. Og erlendis eru ávís-
anir ekki síður teknar sem pen-
ingar en prentaðir seðlar. Mér
er kunnugt um ])að, að ekki alls
fyrir löngu var fcrfitt að greiða
fyrir sig með fimmpundaseðli i
Bretlandi, öðru vísi en framselja
hann með því að skrifa á hann
nafn, lieimilisfang og aðrar upp-
lýsingar, en ávisanir gengu alls
staðar. Þetta var af þvi að grun-
ur lék á, að falsaðir ó pundaseðlar
væru í umferð, en ég tek þetta
sem dæmi um ]>að, að ávisanir
eru ekki siður gjaldgengur pen-
ingur en bankaseðlar.
— En ineira um útibúin: Sám-
vinnubankinn hefur þegar reist
sér útibú?
— Já. Við höfum, i Hafnar-
firði og á Akranesi, stofnað úti-
bú i félagi við Samvinnutrygging-
ar. Tryggingarnar höfðu uniboðs-
skrifstofur á þcssum stöðum; og
þær skrifstofur hafa einnig tek-
ið að sér útibússtarfsemi fyrir
okluir, undir stjórn sömu manna.
— Fleiri útibú í bígerð?
— O'kkur hafa borizt beiðnir
víða að, en ]>að hefiir ekkert ver-
ið afráðið enn.
— Munu ykkar útibú reka
sjálfstæða lánastarfsemi?
— Við hölfuin miðað við ]>að,
að fé hvers útibússvæðis fari
ekki út af svæðinu.
— En ef við snúum okkur
aftur að ]>ér, Einar: Er ekki erf-
itt að vera bankastjóri?
— Jú, það er erfitt starf. Mað-
ur hefur vilja til að hjálpa, cn
o.f litla inöguleika. Og það er
talsverð ábyrgð að eiga að ávaxta
fé annarra. Það er mikil vinna
i að velja og hafna á þessu sviði.
— Þú hefur bankaráð á bak
við þig í öllum meiri háttar á-
kvörðunum?
— Já, en bankastjórarnir verða
alltaf að taka meiri og meiri á-
kvarðanir i öllum daglegum
rekstri. En svo hefur starfið líka
ýmsar bjartar hliðar. Maður
kynnist mörgu og mörgum. Þar
að auki hef ég verið heppinn
með samstarfsmenn, bæði i
bankaráði og bankanum. Það er
yfirleitt gott fólk, sem hingað
heifur valizt til starfa. Ég hef
orðið að treysta þessu fólki
mikið upp á síðkastið vegna
annarra starfa, ogþað er ómetan-
legt að hafa fólk, sem maður get-
ur treyst.
— Það sýnist yfirleitt vera
mjög ungt .fólk, sem vinnur i
þessum banka.
— Já. Starfsfólkið er mjög
ungt, og margt af þvi úr Sain-
vinnuskólanum. Við höfum gert
talsvert af því, að ráða ungt fólk
þaðan, og það hefur gefizt vel.
Þeir eru fáir, sem við höfum
látið hætta stölrfum hér, en
mannaskipti eru tíð, eins og víða
annars staðar, einkum eru ungu
stúlkurnar sjaldan lengi. Og
meðan við erum að tala um unga
fólkið: Hér er áreiðanlega yngsti
aðalgjaldkeri allra bankanna:
Hann er 25 ára gamall og úrvals
starfsmaður.
— Og nú skulum við snúa okk-
ur að stjórnmálaferli þínum.
— Já. Hann er fljótrakinn. Ég
var fyrst I framboði f tvennum
34
VIKAN 7. tbl.