Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 13
■■ : ■■■' ': ' ■ jlg| : : s : :SiI ■■' : g§§g§§ ÍÍlliíiiisii -• ... Það hefur verið kvartað yfir því að nýtízku húsgögn séu fyrst og fremst fyrir augað; útlitið á kostnað þægindanna. Þetta er í mörg- um tilvikum rétt og verður a.m.k. að gefa fólki líka kost á húsgögnum sem eru fyrst og fremst þægileg. Grophius, faðir nútíma formlistar, sagði: „Notagildið fyrst, þá fylgir fegurðin eftir“. Hér er dúnmjúkur stangaður leðursófi, sem margur mundi líta hýru auga, ef hann fengist hér. Sófaborðið er úr þykkri glerplötu á einum fæti. Hægindastóll í lúxusklassa. Efnið er stálgrind og stálfætur, formbeygður palisander, dúnn í baki og sessum, en bólstrað með svörtu leðri. Þessi stóll er að sjálfsögðu talsvert dýr, en hinn mesti kjörgripur. í þessa orðs bezta skilningi, ekki heim- ili, ekki mannlegur hvíldarstaður og gott athvarf eftir erfiðan dag. Þetta var ein- ungis verzlun. Ég var raunar staddur í sýningarglugga í stórri húsgagnaverzlun, þar sem öllu er harla vel raðað upp — en sál heimilisins er víðs fjarri. Ég hugsaði með mér: Þau eru svo ung og það er ekki von að þau hafi komið upp neinum persónulegum svip - eða gat það átt sér stað að sjálfir hlutirnir, hús- gögnin, ættu sök að máli. Ég athugaði þau nákvæmlega: Borðstofuborð, sex stólar og ílangur skápur með rennihurðum, allt úr tekki. Gólfteppi grátt og hlutlaust. Sófa- borð úr tekki, tveir stakir tekkstólar með svampsetum, fjögurra sæta sófi úr tekk- grind og með svamppúðum. Innskots- borð, líka úr tekki, skálar á borðinu, líka VIKAN 7. tbl. Hús og húsbúnaður TEKK *=»r gott og blessað en venær fáum vlð að sjá witthvað annað?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.