Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 49
fangabúðunum innan 24 klukku-
stunda. Þjóðverjar beygðu sig
fyrir þessari kröfu og þar með
var þetta mál úr sögunni.
f lok ársins 1941 reyndu Þjóð-
verjar einnig að telja franska
og belgíska foringja meðal fang-
anna á að hafa „samvinnu“ við
sig. Þeir höfðu ekki heppnina
með sér í Colditz, en þó hurfu
tveir eða þrír Frakkar úr fanga-
búðunum. Þjóðverjum lék mjög
hugur á að ráða verkfræðinga
og efnafræðinga. Var foringi
nokkur látinn spyrja Frakka
nokkrum sinnum við hádegíis-
nafnakall, hvort ekki væru ein-
hverjir, sem -■•ildu gerast sjálf-
boðaliðar hjá þeim. Fbringjar
þeir, sem áhuga hefðu á
þessu, ættu síðan að tilkynna
nafn sitt og starf, svo að hægt
væri að athuga, hvernig þeir
gætu gert Þriðja ríkinu mest
gagn. Fyrsta claginn gaf enginn
sig fram, en hins vegar var mik-
ið hróp og hlátur gerður að Þjóð-
verjum fyrir þetta. Daginn eftir
gekk fram iranskur foringi,
Durand að nafni, sem sagði:
„Ég gæti vel hugsað mér að
starfa fyrir Þjóðverja".
Undrunarstuna heyrðist um
allan fangahópinn, en þýzki for-
inginn ljómaði allur af ánægju.
„Óskið þér raunverulega að
starfa fyrir Stór-Þýzkaland?“
„Já, ég vil miklu heldur
starfa fyrir tuttugu Þjóðverja
en einn Frakka!“
En fleiri ráku upp undrunar-
óp og virtu Durand fyrir sér
forviða.
„Ágætt, hvað heitið þér?“
„Ég heiti Durand, og ég vil
gera mönnum fullkomlega ljóst,
að ég vil heldur vinna fyrir tutt-
ugu Þjóðverja en einn Frakka.
„Eðlilega! Hvert er starf
yðar?“
„Ég er kirkjugarðsgrafari!"
Jacques Prot hét annar Frakki,
sem gat heldur ekki setið á sér,
og með snarræði sínu tókst hon-
um bæði að öðlast frelsi og
frægð. Hans var getið áður í sam-
bandi við öflun yfirhafnar þýzka
tannlæknisins. Prot afréð að
strjúka, þegar hann var í heim-
sókn hjá þýzka tannlækninum
í Colditz. Það var einsdæmi, að
menn fengju að fara í slíka heim-
sókn, en honum tókst samt að
fá nauðsynlega heimild. Hann
hóf förina í fylgd með öðrum
Frakka, og var þeirra stranglega
gætt. Frakkamir struku báðir
frá varðmönnunum, sem settir
voru til að gæta þeirra, þegar
þeir fóru úr húsi tannlæknisins,
og þar með var sú saga á enda.
Af öryggisástæðum fannst þeim
félgum hyggilegast að skilja í
Leipzig. Prot, sem var hár, dökk-
ur yfirlitum og vel vaxinn, um
26 ára gamall, fór um Köln til
Aix-la-Chapeile. Þegar hann
nálgaðist landamærin, sá hann
sér til skelfingar, að þau fölsuðu
skilríki, sem hann hafði meðferð-
is, voru í engu lík þeim skilríkj-
um, sem þá voru í notkun. Auk
þess voru ströng varðhöld í
landamærastöðinni. Prot lét samt
ekki hugfallast heldur lét berast
með straumnum að landamæra-
slánni ásamt öðrum mönnum,
sem yfir ætluðu, en þeir voru
flestir belgískir. Þó vissi hann
ekki, hvernig hann átti að fara
að þessu. Þá fékk hann allt í
einu bráðsnjalla hugmynd! Hann
þreif ferðatösku úr höndunum á
forviða Belga og ruddist síðan
framhjá iandamæraslánni og var
horfinn eftir andartak. Augljós
sálfræði var að baki þessu
bragði. Farþegarnir ráku upp
ramakvein, og beindist athygli
landamæravarðanna að þeim
nokkra hríð — en þegar Þjóð-
verjum skildist, hvað fyrir hafði
komið, stóð þeim rétt á sama.
Það hefði verið eitthvað annað,
ef um flýjandi franskan liðsfor-
ingja hefði verið a ræða, en þeim
stóð svo sannarlega á sama um
þjóf, sem hljóp leiðar sinnar með
ferðatösku Belga, svo að þeir
skiptu sér ekkert af þessu.
Níu dögum eftir að Prot hafði
strokið frá Colditz, kom hann til
fjölskyldu sinnar í París. Varð
þar mikill fagnaðarfundur,
meðal annars af því að hann
kom á sjálfan jóladaginn.
Árið 1942 komst hann yfir til
Tunis frá hinum óhernumda
hluta Frakklands, og gekk þar í
herinn á ný. Áður en hann fór
frá París, sendi hann Belganum
ferðatöskuna, því að hann hafði
fundið heimilisfang eigandans í
henni, og frá Tunis sendi hann
þýzka tannlækninum vænan
skammt af ósviknu kaffi, ásamt
afsökun á, að hann skyldi hafa
rænt hatti hans og frakka.
x o x o x
Jólin 1941 og næstu áramót
voru hressandi tímabil. Snjórinn
var hvarvetna djúpur, og menn
voru vonglaðir varðandi fram-
tíðina, því að Þjóðverjum gekk
ekki alltof vel, þar sem fram-
sókn þeirra í Rússlandi hafði ver-
ið stöðvuð.
Birgðir okkar af vínum og eld-
vatni voru einnig drjúgar, svo
að ekki varð kátínan minni af
þeim sökum! Teddy Barton efndi
til skemmtisýningar, sem flutt
var þrjú kvöld í röð fyrir fullu
húsi áhorfenda. Á gamlárskvöld
byrjuðum við Englendingar
„slöngukeðju” — menn mynduðu
einfalda röð og lagði hver hönd
á öxl næsta manns á undan.
Hlæjandi og syngjandi hlykkjað-
ist slangan gegnum ganga og
ranghala kastalans, og varð hún
æ lengri, unz næstum 200 manns
munu hafa verið komnir í röð-
ina. Þegar klukkan sló miðnætti,
myndaði slangan stóran hring í
kastalagarðinum, og menn sungu
Auld Lang Syne af öllum kröft-
v.y.;
Nýtt útlit
Ný tækni
.•.•.•.vr*;*;.j.;.,r
LÆKJARGÖTU, IJAFNARFIRÐI. — SÍMI 50022
VIKAN 7. tbl. — 40