Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 45
Það er mjólkurbú í þorpinu. Svertingjar vinna hjá bændum, sums staðar 10 -15 á hverjum bæ. Þeim er aðallega greitt í fríðu, en nokkurt kaup í reiðufé fá þeir líka. Hann fullyr.ðir, að þetta nægi þeim til lífsfram- færslu ,allir hafi nóg að borða og annað það, sem til þess þarf að draga fram lífið sæmilega. Ég spyr um aðskilnaðarstefnu Verwoerds. Wells er stjórnar- sinni, segir enga lausn hugsan- lega aðra en þá að draga ör- ugga markalínu milli hvítra og svartra. Hann segir blámenn út af fyrir sig ágæta — að því er mér virðist á sama hátt og hestur getur verið gott eða vont hús- dýr. „Þeir eru bara nokkrum þúsundum ára á eftir okkur á þóunarbrautinni. Þeir geta lært — jú, víst geta þeir lært, en þeir draga aldrei neinar skyn- samlegar ályktanir. Þeim dettur aldrei neitt nýtt í hug. Þeir eru ábyrgðarlausir. Hérna í grennd- inni, sá svertingi belju fasta í feni. Hann lét hana alveg af- skiptalausa, en þegar hún var dauð þá fór hann til bóndans og sagði að nú væri ein af beljunum búinn að geispa golurmi. Hvers vegna? Jú, það var af því að hann vissi að hann fengi kjöt að éta ef beljan dræpist. Svona eru þeir. Láttu mig þekkja þá. Ég er uppalinn með þeim. En við erum ekki vondir við þá. Þvert á móti. Við hjálpum þeim. Og þeir eru ánægðir. Hérna í grenndinni er byggð svertingja, þar sem við megum ekki koma, en hins vegar mega þeir koma hingað til okkar. Heima lifa þeir smu Þ'fi, kaupa og selja konur fyrir kú. asna eða ffeit. Þetta eru þeir ánreyðir með. Þeir hafa nóg fvrir sig. Þeim líður vel. Þeir, Eom vilja ekki vera þarna í by'Teðinni koma hingað í vinnu. Þeim er frjá’st að gera það, sem beim aýnist. Ef V.erv/cerd tap^r? Ja, þá tek éff saman pjönkur m'nar og flyt héðan. Undir stiórn Sverting;a fer allt til and- skotans". Framhald í næ'’ta blaðl. í FTJLLRT ALVÖRU Framhald af bls. 2. ingarfulla tilraun til að bjarga staðnum. Sem betur fer var fallið frá því, enda tiinir bún- aðarskólarnir tveir ekki full- setnir. Er þá ekki nóg að Skálholt sé helgur staður með rismikla sögu að baki og stóra og veg- lega kirkju handa nútíð og fram- tíð? Er ekki nóg, að fólk flykk- ist „heim i Skálholt“ til þess að vera við helgar tíðir? Hefur það ekki náðst þrátt fyrir allt, sem mestu máli skiptir. Látum lýðháskólann ciga sig fyrir alla lifandi muni. Gleymum lionum hreinlega. í Skálholti þurfti aðeins að hressa upp á helgi og reisn staðarins og það hefur verið gert. Hins vegar er ytri reisn ekki nægileg: ráða- menn kirkjunnar verða að taka höndum saman um messur i Skálholtskirkju. í fyrsta lagi á aldrei að falla niður sunnudags- messa í Skálholti yfir sumar- mánuðiiia. í öðru lagi ætti bisk- upinn að skipuleggja þessar messur; úthluta þeim til kenni- manna, sem eitthvað hafa að an KEUM-lestur upp úr bibli- unni. Þegar svo er komið, að fólk veil fyrirfram, hverjir messa í Skálliolti og veit, að þar stíga aðeins andrikustu kennimenn þjóðarinnar í stólinn, þá mun fólksstraumurinn halda áfram til Skálholts. Og þá mun enginn spyrja frelcar, hvað liægt sé að gera fyrir Skálholt. GS. ÞRIGGJA KOSTA VÖL Framhald af bls. 25. — vitanlega er hún með í ráð- um! Skelfingar barn ertu! — Ég trúi þér ekki, svaraði Simon ákafur. — Þú skalt aldrei geta sannfært mig um þetta! Það verður verst fyrir hana. Hvað áttu við með því? — Ef það er svo að þú sért ástfanginn af henni, skiptir það varla máli fyrir þig hvað ég á við með því. — Ég var að spyrja þig — og krefst svars. — Það er ofur einfalt mál. Ef þú lætur setja mig inn, get ég ekki komizt hjá að bendla hana við málið. Hún var með mér í þessu frá upphafi. Var það ekki svo að hún ætti að taka að sér stjórn þessa hælis, sem ekki var til? — Hún verður ekki meðsek þér fyrir það, sagði Simon. — Nei, ekki fyrir það, en hún verður að sanna sakleysi sitt og það verður enginn hægðar- leikur. Auk þess hef ég notað bankareikning hennar til að borga ávísanir inn á. Kvittun hennar er til dæmis á ávísuninni frá Jock Hamden. Það er að vísu engin sönnun fyrir að hún sé samsek mér, en grunsamlega lít- ur það þó út. Þegar svona stend- ur á eru beinu sannanirnar ekki eins mikils virði og hitt, hvað maður álítur um manneskjuna sem í hlut á. Við Clare höfum í rauninni unnið saman í mörg ár. Við bætum hvort annað upp. Ég er samvizkulaus þegar um peninga er að ræða, og hún þeg- ar um karlmenn er að ræða. Við krefjumst ekki mikils hvort af öðru, en mér finnst að síðasta hliðarhopp hennar með Kenneth Morgate væri í frekasta lagi . . . Þú lítur vesældarlega út, — þú hlýtur að hafa verið alvarlega ástfanginn . . . Já, vitanlega sagði hún mér frá því. Það er það, sem mér líkar bezt við Clare . . . hún segir mér frá öllu . . . — Ekkert af því, sem þú hef- ur sagt mér breytir skoðun minni á málinu sem fyrir ligg- ur, sagði Simon og reyndi að vera rólegur. — Og hvað um Faith? -— Hvað kemur hún þessu máli við? sagði Simon hvasst. — Heldurðu að henni mundi ekki finnast hræðilegt, ef farið væri að ræða um einkalíf Clare fyrir rétti? Henni þykir innilega vænt um Clare, og að vissu leyti þykir Clare vænt um hana. Clare er í rauninni svo góð í sér. Og svo taumliðug. Og það kemur mér vel. Ég þurfti einmitt á manneskju að halda, sem aðrir treystu, og sem léti mig svo um hitt. Reiðin sauð í Simoni yfir þess- ari óheyrilegu frekju. Og ekki bætti það úr skák að Ralph sagði það satt, að Simon hafði látið það hafa áhrif á sig, að Clare hafði haft afskipti af hælismál- inu. — Mig langar ekki til að missa þrjú þúsund pund orðalaust, sagði Simon. - Ávísanirnar mín- ar voru stílaðar á fasteignasal- ann, þær snertu ekki persónuleg skipti milli mín og þín. — Ja, fasteignasalar og fast- eignasalar, drafaði í Ralph. — Það er auðvelt að láta gabbast af prentuðum bréfhaus. Það var mitt eigið fasteignafirma sem annaðist þetta mál. Ég geng ekki að því gruflandi að nú er ég að gefa þér nýtt sakarefni gegn mér. Og ég skal ekki flýja ef þú hring- ir til lögreglunnar núna. Annars hafði ég hugsað mér að flýja land og koma aldrei aftur. — Og Clare? — Vertu rólegur, ég fer ekki með hana með mér. Hún ruglar kannske reitum með hinum lækninum — Morgate. Hann er vitlaus eftir henni og leggur ef- laust ekki erfiðar spurningar fyr- ir hana . . . Hann tók málhvild, alvarlegur á svipinn. — Annars held ég að Hamden líkaði ekki vel að þú færir til lögreglunnar með þetta. Og ekki fengi hann peningana sína afur, þó þú gerð- ir það. Og því máttu treysta. að ef þú kærir mig, þú skal Clare fá að verða mér til samlætis í sakamannastúkunni. Simon var farinn að ganga fram og aftur um gólfið. Hann gat ekki hugsað til þess að Clare yrði bendluð við þetta óþverra- mál. Hvorki hennar vegna eða Faith. Það var ómögulegt að vita hverskonar afleiðingar slíkt taugaáfall gæti haft, ekki sízt núna er hún var óróleg út af uppskurðinum, sem í vændum var. segja frá eigin brjósti og binda sig ekki algjörlega við steindauð- VIKAN 7. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.