Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 36

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 36
kosningum 1959 og féll í bæði skiptin. Síðan var ég efsti maður á lista Framsóknarflokksins i borgarstjórn við kosningarnar 19(52, sem gengu mjög vel. Við náðum kosningu, ég og Kristján Bcnediktsson, sem var annar maður á listanum. Og loks var ég í framboði við alþingiskosn- ingarnar 1!)G3 og komst þá á þing. Áður bafði ég jjrisvar komið á þing sem varamaður. — Þetta lilýtur að vera mikil vinna. í rauninni iþrjú störf. — Þetta er of mikil vinna i sjálfu sér. Maður verður að gæta sín, til þess að vinna allt nógu vel. Annars átti ég ekki von á, að kosningarnar gengju svona vel. Þegar vaiið var með hlutkesti í Borgarráð (i. júlí síðast liðinn og ég vann hlutkestið, datt mér ekkj í hug, að égmundi líka vinna i aJþingiskosningunum 9. júní, og hefði eklci gefið kost á mir í Borgarráð, lie.fði ég búizt við því. Annars er mikil vinna og skemmtileg að vera í Borgarráði. Þar er gott fólk, og aðaláherzl- an 13gð á að reyna að leysa málin, pólitíslcur ágreiningur er í öðru sæti. Samt býst ég ekki við að ég gefi lcost á mér í það starf aftur, það er ekki liægt að gína yfir öllu, enda ástæðulaust, ég tel að sá flokkur, sem ég vinn fyrir, sé ekki í neinu hraki með m.nn. — Manni finnst oft, að fylgis- menn hinna ýmsu flokka talci afstöðu til málanna eftir því hvaða flokkur eða floklcar bera þau fram, en ekki eftir málefn- inu, og pólitíkin fari iðulega út i persónusvivirðingar. — Ekki vil ég kannast við það fyrir mína parta. Eftir að liafa kynnzt stjórnmálalífinu, finnst mér flokksbaráttan ekki á eins lágu stigi og ég hélt að hún væri, meðan ég sjálfur stóð utan við. Mér finnst að allir flokkar reyni að hafa drengskap í sinni pólitík. Ég held að stjórnmálabaráttan hjá okkur sé hvorlci betri né verri en gerist með öðrum þjóðum, þótt ég sé reyndar lítið kunn- ugur erlendis. Ég held að allir stjórnmálamenn okkar vilji berj- ast með heiðarlegum aðferðum og reyna að gera sitt bezta, ])ótt auðvitað geti okkur mistekizt eins og öllum mönnum. Hitt er svo annað mál, að bar- áttan hjá okkur er sjálfsagt nokk- uð hc'rð, og getur orðið noklcuð persónuleg, eins og gerast vill, þar sem allir þekkja alla, eins og í okkar litla landi. — Hvað kom til, að þú fórst út í stjórnmál? - Ég má segja, að það hafi bara viljað þannig til. Margir minna kunningja voru á kafi í stjórnmálastarfsemi, og smám saman fór ég að taka þátt í þessu líka. Og fékk því meiri áhuga, sem ég kynntist henni meira. — ,‘veigðu mér eitt: Hvað mund- ir þii gera, ef þú þyrftir allt í cinu að velja þér annað starf, óskylt bankastjórn? — Ja — þá væri ég illa staddur. Ég kann ekkert annað en þetta. Óskylt? Lcigfræðistörf eru slcyld, annars myndi ég rcyna að koma mér upp praksis. — Nei, ég gæti ekkert gert. — Og þá er eklcert eftir annað en einkalífið. Þú átt náttúrlega fjölskyldu og ihús. — Já. Við eigum fjóra krakka, og það elzta er nú 14 ára. Ég kom mér eklci upp ibúð fyrr en á stjórnarráðsárunum, þá i blolck í Skaftahlíð, sem byggð var á vegum Byggingarsamvinnufélags stjórnarráðsstarfsmanna. En hún er orðin of litil, og nú er ég með íbúð i smíðum í tvíbýlishúsi i Hjálmholti, og flyt inn í hana í vor. — Nú geri ég því skóna, að þú hafir þurft á láni að halda til að koma henni upp: Hvernig fer bankastjóri að því að fá lón? — í því tilfelli er aðeins eitt sein skilur bankastjóra frá öðr- um: Hann hefur einum banka minna að leita til en aðrir. Hann má ekki taka lán í sínum eigin banka. Að öðru leyti verður hann að haga sér eins og aðrir menn, ganga fyrir bankastjóra og leggja spilin á borðið. í mínu tilfelli gekk ]iað vel. — Svo áttu jörð. — Já, I félagi með öðriim. Við keyptum Stíflisdal í Þingvalla- sveit saman, ég og Karl Eiriks- son, fyrrverandi flugmaður, nú framkvæmdastjóri Bræðranna Ormson h. f. — O'g þar eyðir þú frístund- unum. — Já, gjarnan. Ég hef gaman af að fara út, á skíði, í göngu- ferðir, veiði — sem sagt útiveru við eitthvað. Ég hef ekki gaman af að vera aðgerðarlaus. Annars hef óg alveg orðið að segja slcil- ið við aðal frístundagaman mitt: Brids. Ég spila að visu einu sinni í vi'ku við mína gömlu félaga, en er alveg hættur að keppa. Það er enginn timi til þess. Þar með fór mitt eina inni-frístundagam- an. Ég gríp að vísu alltaf i bólc og bók; þá er maður orðinn að- þrengdur, ef það fellur alveg niður. — Aðeins eitt enn, Einar: Tek- ur þú starfsáhyggjurnar með þér heim? — Nei, ég reyni að gera það ek'ki. Það er svo gott með tölur, að það er hægt að s'kilja þær eftir. Það er verra með skrifað mál. Ef ég er að undirbúa blaða- grein eða ræðu, er stundum erf- iðara að skilja það eftir. Orð haga sér öðru vísi en tölur. ÆÐISLEGT KAPP- HLAUP YIÐ HRAUNIÐ Framhald af bls. 19. undan, en þótt menn væru orðn- ir örþreyttir eftir stanzlaust og linnulaust strit í rúman sólar- hring, þá var ókveðið að halda ófram, og reyna að bjarga þeim þriðja. Það jók á trú manna á þessu fyrirtæki, að hlaðinn hafði ver- ið upp heljarmikill varnarvegg- ur úr grjóti rétt fyrir ofan stöð- ina, og var vonazt til að hann mundi tefja fyrir hraunrennsl- inu þangað, eða jafnvel forða mannvirkjunum alveg frá skemmdum. Svo var vagninum ekið undir risann, og hafizt handa að koma honum þar fyrir. Mannfjöldinn, sem stóð uppi í hæðinni sunnan við stífluna, sá þegar hraunið rann æ hrað- ar niður eftir árfarveginum til stíflunnar, steyptist ofan 1 vatn- ið í uppistöðunni, sem bullaði og sauð og bykkir gufubólstr- ar byrgðu útsýnið alveg um lang- an tíma. Flestir höfðu búizt við því að þegar hraunið kæmi ofan í vatnið, þá mundi skapast flóð- bylgja, sem rynni yfir stífluna, og höfðu allir verið reknir það- an burtu, svo þeir yrðu ekki fyrir vatninu. En það varð minna úr því en búizt hafði verið við. Það hækkaði að vísu töluvert í uppistöðunni, en aldrei svo að nein flóðbylgja skapaðist, því vatnið gufaði hreinlega upp jafn- óðum í þeim ofsalega hita, sem glóandi grjótið bar með sér, og í þann mund, að hraunið náði stíflunni sjálfri, þá var vatnið horfið með öllu og árfarvegur- inn skraufþurr allt niður í sjó. Svo lagðist hraunveggurinn að stíflunni og hlóðst þar upp um stund, en stífluveggurinn virtist ætla að halda þunganum. Það liðu samt ekki nema nokkrar mínútur þangað til hraunið hafði fyllt upp uppi- stöðuna, og fór að velta yfir stíflugarðinn, og eftir um það bil tuttugu mínútur var hann horfinn í hraunið, sem valt áfram niður eftir dalnum. Niðri við Elliðaárstöðina voru menn að ljúka við að setja síð- asta spennubreytinn á vagninn, þegar þeir sáu ógnandi hraun- leðjuna renna í áttina til sín. Þeir gengu í flýti frá vírunum, sem bundu spennubreytinn á vagninn, og hröðuðu sér í burtu, nema vagnstjórinn, sem átti að aka dráttarvagninum og nokkr- ir aðstoðarmenn hans. Það voru enn nokkrar mínút- ur til stefnu, sáu þeir, þar til hraunið kærni að varnarveggn- um, sem hlaðinn hafði verið, en þeir voru hættir að treysta á hann, eftir að þeir sáu hvernig hraunið valt yfir stíflugarðinn ASTER LUie.IL Lancaster Juvenil Skin er notað sem dagkrem fyrir viðkvæma liáð sem hætt er við ofnæmi. Þetta krem styrkir húð- ina og gerir hana eðli- lega. Tilhneigingin til ofnæmis minnkar og m g s hverfur og hrátt fær liúð- in á sig blæ æsku og heil- brigðis. ASTER O. VALDIMARSSON & HIRST HF. Skúlagötu 26 — Símar 21670 & 38062 00 — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.