Vikan


Vikan - 13.02.1964, Page 26

Vikan - 13.02.1964, Page 26
Dagbókarbrof frá Afríku II. hluti - Eftir Sigurð Magnússon fulltrúa ISLENZK HÚSMÖÐIR OG SVARTIR ÞJÖNAR Ég sit uppi í herberginu mínu í Dawsons hóteli í Jóhannesarborg mánudaginn 2. desember og bíð þess að klukkan verði 6. Það er barið að dyrum. Ég legg frá mér síðdegisblaðið „The Star“ — Stjörnuna og býð útidyramanni inn að ganga. Ungur og snoturlegur svartur piltur réttir mér bréf á silfurbakka. Ég opna það og les: „Kæri Sigurður: Fyrirgefðu að ég gat ekki komið sjálf. Fankie keyrir þig til okkar. Hann er ágætur bílstjóri. Hlökkum til að sjá þig. — Bless — Sigga.“ Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég hafði hlakkað til þess að fá að spjalla við hana á íslenzku á leiðinni út að Gimli, en þar gerði ég ráð fyrir að við yrðum að tala saman á ensku. En um það var ekki að fást. Ég tók pakka minn og snaraðist út. Þar beið stór svört bifreið og úti fyrir henni hávaxinn svertingi. „Ert þú Frankie?“ „Já, herra“. Það reyndist rétt. Frankie var ágætur bifreiðastjóri. En enskan hans var svo léleg, að ég saknaði þess að hafa ekki tekið með mér eitthvað til að lesa á leiðinni. Skyldi Sigga muna eftir mér? Sennilega ekki. Ætli það sé nú ekki orðinn heill aldarfjórðungur síðan við hittumst? Síðar hef ég séð myndir af henni hjá sameiginlegum vinum okkar í Reykjavík, og þess vegna hlýt ég að kannast strax við hana. Áreiðanlega myndi hún hafa haldið, að ég væri vitlaus ef ég hefði bent á Afríkukort endur fyrir löngu og sagt: „Hérna lengst suðurfrá eigum við einhverntíma eftir að hittast“. Við erum löngu komnir út fyrir borgina, búnir að aka í tæpan hálftíma, þegar Frankie beygir allt í einu af aðal- veginum og sveigir til vinstri, þar sem ríkmannleg hús standa á stórum landsspildum, afmörkuðum hávöxnum trjám. „Er það hér?“ Jú, þarna stendur nafnið „Gimli“. Við blasir mikið og fagurt hús, byggt í enskum stíl. Bak við það staðnæmumst við. Ég sé þar tvo hvítklædda svertingja, sem bersýnilega eru þjónar. Bifreiðastjórinn tekur pakka minn, gengur með hann áleiðis til bakdyra, bendir mér að hliði og segir: „Þessa leið, herra“. Ég átta mig ekki í fyrstu. Sennilega eru fordyrnar hinum megin. Ég geng niður með húsinu og litast um. Hér blasir við stór garður, þar sem litríkir blómarunnar og beð eru milli margvíslegra trjátegunda, sem ýmist afmarka garðinn eða prýða hann hið innra. Hér glampar blátt vatnið í sundlaug. Tennisvöllur er hér líka. Spölkorn neðan byggingarinn- ar er skáli, klæddur stráþaki, sem virðist ekki nýtt, þar sem það er mjög farið að dökkna. Ljós logar í því horni skálans, sem að mér veit. Þar situr kona við hannyrðir. Hið Ijósa hár hennar er í senn bæði fagurt og annarlegt, þar sem ég horfi á það utan úr rökkri þessa suðræna sumarkvölds. Þetta getur engin verið önnur en hún. Ég virði þetta fyrir mér stundarkorn, nýt þess að vera hér á þessu fyrsta kvöldi mínu í Suður-Afríku. Svo geng ég inn um opnar skáladyrnar. Hún rís upp, virðir mig fyrir sér. Svo brosir hún og segir: „Já, ég vissi að það værir þú. Nú þekki ég þig. Komdu blessaður. Og vertu ve'kominn". Svo tókum við til við að rifja upp löngu liðna daga, spjalla um sameiginlega góðvini okkar, þar sem við sátum þarna í skálanum. Við minntumst þess þegar hún hitti í Reykjavík á fyrstu stríðsárunum, brezka fíugliðsforingjann, suður- Eiahúsið gæti vcrið á íslandi ef ekki væru í því þessir bleksvörtu þjónar. Sigríður sér þeim fyrir fæði, klæðum, húsnæði og læknishjálp, en kaup hafa þeir lítið. Annar þeirra á þrjár konur norður í landi og skreppur öðru hvoru til þeirra. 26 VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.