Vikan


Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 30

Vikan - 13.02.1964, Blaðsíða 30
BRÉF í GULU UMSLAGI Framhald af bls. 11. sín sökum þessa leiðinlega og fjarstæðukennda leyndarmáls; þá tók hann inn svefnlyf og svaf eins og steinn til morguns. Um morguninn sá hann, að í kringum húsið hans (af ókunn- um ástæðum) var einhver hinna langhæfustu á gangi, hinir voru sennilega á rannsóknarferð um landið. „Málið er í athugun", sagði innanríkisráðherrann í síma, „ég vona, að ég fái bráðum tilkynn- ingu; samkvæmt því sem þér sögðuð mér af innihaldi þessa bréfs, getum við sagt um, hver hefur áhuga á því . . . Gætum við gert húsrannsókn í skrifstofu viss flokks eða ákveðnum rit- stjórnarskrifstofum, vissum við ofurlítið meira; en ég fullvissa yður um, að málið er í athugun". Ráðherrann þakkaði heldur daufur í bragði; hann var mjög gramur og hann langaði til að sofna. Og þrútt fyrir al't tuldraði hann aðeins eitthvað, og kom sér í rúmið. Klukkan var nærri eitt — það var mánabjört nótt — heyrði frú Bczena fétatak í skrifstofunni. Ssm sönn merkiskona tók hún á öllu hugrekki sínu og læddist á tánum fram að bókasafninu. Dyrnar voru í hálfa gátt, einn bókaskápurinn var opinn og fyr- ir framan hann stóð ráðherrann og flatti muldrandi og alvarlegur í einhverju bindinu. ,.Guð almáttugur, maður“, andvarpaði frú Bozena, „hvað ertu að gera?“ „Mig langar bar-; til að gá“, anzaði ráðherrann óákveðinn. „í myrkrinu?“ anzaði frú Bo- zena undrandi. „Ég sé“, anzaði ráðherrann ókveðinn og lét bók’na á sinn stað. „Góða nótt“, sagði hann í hálfum hljóðum og fór í hægðum sínum inn í svefnherbergið sitt. Frú Bozena hristi höfuðið. Auminginn, saaði hún við sjálfa sig, hann hefur ekki svefnfiáð ve^na þessa béaða bréfs. IJæsta dag var ráðherrann hress og nærri því ánægður. „Geturðu sagt mér, hverju þú varst að leita að í bókaskápn- um?“ spurði konan. Ríðherrann lagði frá sér skeið- ina og ranghvolfdi í sér augun- um: ,.Ég? Hvað dettur þér í hug, ég var ekki i bókaherberginu. Ég svaf eins og selur". „En ég ta^aði nú við þig þar, Vlodja! Þú varst að fletta ein- hverri bók og sagðist ætla að gá að einhverju!" ,,Endaleysa“, sagði ráðherrann vantrúaður. „Ef til vill dreymdi þig eitthvað. Ég brá ekki blundi í alla nótt“. „Þú stóðst við miðskápinn", fuRyrti frúin, „og þar að auki kveiktirðu ekki. Þú flettir bók- inni í myrkri og sagðir meira að segja: „Ég sé“. Ráðherrann fórnaði höndum. „Kona,“ hreytti hann út úr sér, „ekki geng ég þó í svefni? En láttu ekki svona“, sagði hann rólegri, „það getur ekki annað verið en þig hafi dreymt þetta. Ekki geng ég í svefni!“ „Það var klukkan eitt“, svar- aði frú Bozena ákveðin og bætti við örlítið önug: „Ætlarðu kannski að segja, að ég sé fífl?“ Ráðherrann hrærði hugsi í te- bollanum sínum. „Vildurðu ekki vera svo væn að sýna mér hvar þetta var?“ Frú Bozena fór með hann fram í bókaherbergið. „Þarna stóðstu við þennan skáp og lézt ein- hverja bók upp í þessa hillu“. Ráðherrann hristi höfuðið ruglaður. í þeirri hillu stóð löng röð og virðuleg af Lagasafninu. „Ég er nú meira fíflið, muldraði hann og klóraði sér í hnakkan- um og dró nær vélrænt út eitt bindið, sem hafði verið látið inn öfugt. Bindið opnaðist sjálfkrafa; inn í það hafði verið lagt gult umslag og skrifað utan á það með fjólubláu bleki. xxx „Sjáðu til, Bozena", sagði ráð- herrann hissa, „ég hefði getað svarið, að ég hafi aldrei út úr vinnustofunni farið; en fyrst núna rak mig ógreinilega minni til, að ég sagði við sjálfan mig, þegar ég hafði lesið bréfið yfir: Nú verð ég að líta á einhvern lagabálk frá árinu þrjátíu og tvö. Svo hef ég sennilega borið þessa bók inn á borð og ætlað mér að hripa niður athugasemd; en vegna þess að þetta bindi var alltaf að lokasí, þá hef ég, eftir öllu að dæma. lagt bréfið þarna — og svo hef ég sennilegast skellt bókinni aftur og látið hana aftur á sama stað hugsunarlaust. En að undirvitundin hafi orðið þess valdandi, að ég fór að gá að þessu sofandi, það er, hem; þú skalt engum segja frá því. Fólki gæti kannski dottið í hug. — Þau hafa ekki góð áhrif, þessi leyndardómsfullu sál- fræðilegu fyrirbrigði". Eftir stutta stund hringdi ráð- herrann í innanríkisráðherrann og talaði hátt: „Halló, herra starfsbróðir, þá er týnda bréfið . . . Það er nú síður, að þið séuð komnir á sporið; ég held á því! . . . Hvernig það fannst? Það segi ég yður ekki herra starfs- bróðir. Sjáið þér til, það eru til ákveðnar aðferðir, sem ykkur er ókunnugt um í innanríkisráðu- neytinu. —• En ég veit, að ykkar menn gerðu það sem í þeirra valdi stóð; þeir geta ekki gert að því, að þeir eru ekki lengra komnir . . . Nei, við skulum síð- ur tala um þetta. Sælir herra starfsbróðir!“ Hallfreður Eiríksson þýddi ur frummálinu. ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ GOSI Framhald af bls. 21. sem þar eru næst færu aftur að láta til sín taka. Aðeins eru um 5 km. frá Búrfelli til Hafn- arfjarðar og mun skemmra til Grindavíkur frá gígunum, sem þar eru næstir. f þessu sambandi má benda á að hraunið frá Öskjugosinu síðasta mun hafa runnið um 11 km. á 2—2% sól- arhringum. Hveragerði gæti ver- ið hætta búin af gosum á HelliS- heiði. Vera má að sumum lesenda finnist hér hafa verið málað svart, að ég sé hér að spá illu og jafnvel að hræða fólk að ástæðulausu. Því fer fjarri að það sé ætlun mín. Ég, sem allir aðrir vona að sjálfsögðu að þær byggðir sem um hefur verið rætt fái um alla framtíð að vaxa og dafna í friði. Hins vegar er í hæsta máta óheppilegt í þessu sem öðru að loka augunum fyrir staðreyndum. Enginn veit hvar eða hvenær eldur kann næst að brjótast upp á Reykjanesskaga. Þeir sem nú byggja þessar slóðir sjá kannski ekkert af honum, kannski ekki heldur þeir næstu, en persónu- lega efast ég ekki um að, ef ekki við, þá muni einhver eða öllu heldur einhverjar komandi kynslóða verða að taka afstöðu til þess, hvað gera skuli er gló- andi hraunflóð stefna að byggðu bóli — og þá væri gott að vera ekki alveg óviðbúinn. Jón Jónsson. HÚS OG HÚSBÚNAÐUR FramhaM af bls. 15. undir eins og venge og palis- ander. Og síðast en ekki sízt: Fura, ódýrasti viðurinn og allt of dýr þó, viðurinn, sem fjölda mörgum innanhússarkitektum finnst liflegastur og viðfelldnast- ur. iig undrast það hugmynda- leysi, sem fram kemur í hús- gagnaframleiðslunni, eða á ég heldur að segja skort á dirfsku? Það er alltaf tilhneigingin til að hahla áfram að framleiða hluti sem seljast. En eru menn húnir að gleyma efni eins og leðri, kvalitetsvöru, sem sungið cr lof og prís um allan heim. Eru menn búnir að gleyma þvi, að stundum getur farið vel á jjví að mála húsgögn. (Ein und- antekning: ruggustóll málaður í ýmsum litum hjá Kristjáni Siggeirssyni) Og hvers vegna er ekki notaður málmur i stólfæt- ur og borðfætur, eins og ýmsir útlendir húsgagnaframleiðendur gera með miklum ágætum. Það vantar svo að segja alveg ódýr húsgögn úr furu, en vildi nú ein- hver grípa tækifærið og hefja framleiðslu á slíkum húsgögnum, þá vil ég benda þeim hinum sama á, að þýðingarlaust er að bjóða fúsk, illa smiðað rusl eins og einu sinni var gerð dauða- dæmd tilraun með hér. Og annað undrast ég mest af öllu: Að ekki skuli hægt að fá framúrskar- andi miini, vandaða hluti, sem standa upp úr meðalmennskunni í húsgagnaverzlunum hér. Ég á til dæmis við stól eins og hinn fræga Eamesstól (kenndur við Charles Eames, húsgagnaarki- tekt i Bandarikjunum.) Þessi stóll eða mjög svipuð gerð, fæst i öllum helztu menningarlöndum. Hann er úr formbeygðum palis- ander, stáli, bólstraður með dún og yfirdekktur með leðri. Ekki eftirlíkingu, heldur leðri. Og ég á við stóla eins og „Eggið“ eða „Svaninn“ eftir prófessor Arne Jakobsen, svo eitthvað sé nefnt. Það er staðreynd, að hér á ís- landi er allstór kaupendahópur, sem gjarnan vildi fá þess kost að geta valið um eitthvað ann- að en þetta þrotlausa tekk og mundi fús til að gefa miklu hærra verð fyrir hluti, sem skör- uðu framúr. Vitanlega verður að miða húsgagnaframleiðsluna við allan fjöldann, en framleið- endur standa ekki í stykkinu, ef þeir vanrækja bæði hinar ó- dýru og hinar dýru gerðir hús- gagna. Til þess að gefa þeSsum orð- um meiri fyllingu, lief ég tint til myndir af ýmsum gerðum búsgagna, sem fáanlegar eru i nágrannalöndunum, þar sem fólk getur valið um ýmislegt annað en tekk. Hitt er svo annað mál og ber að forðast að misskilja, að fjöl- breytilciki i gerðum og efniviði húsgagna megnar ef til vill eng- an veginn að lækna þá mein- semd, sem ég minntist á i upp- hafi greinarinnar; í íbúðinni hjá ungu hjónunum. Það getur jafnt fyrir því orðið eins og uppstiliing í verzlun, sálarlaust. Andi heimilisins og smekkur ráðenda gerir út um það. Á Norðurlöndum og þá sér- staklega í Danmörku, hefur það færzt allmjög í aukana að fólk kaupi eitl og annað frá gamalli tíð, svonefnda antíkmuni, og hafi með hinu, sem nýtt er af nálinni. Slik blanda gamalla og nýrra muna cr engan veginn vandalaus svo vel fari. í versta tilfelli er ver farið en heima sctið, en í því bezta getur sam- safnið ljáð heimilinu þann anda, sem nýjir munir megna aldrei. Ákveðin hugmynd kallar alltaf frani andstæðu sína og þessari ef'tirsókn í gamla muni er likt og ósjáll'rátt viðbragð, þegar of mikið er af því, sem engar ræt- ur á í liðinni tíð. Samstaða gamallá og nýrra húsgagna gef- ur heimilum ákveðna kjölfestu, 2Q — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.