Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 3
Útgefandi Hilmir h.í.
Kitstjóri:
Gtsii Sigurðsson (ábm.).
Biaðamenn:
Guðmundur Karlsson og
Sigurður Hreiðar.
Útlitsteikning:
Snorri Friðriksson.
Augiýsingast j#i:
Gunnar Steindórsson.
Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33.
Simar: 35320. 35321, 35322, 35323.
Pósthólf 5330 Afgreiðsla og dreifing:
Blaðadreiíing, Luugavegi 133, sími
36720. Dreifingarstjóri Óskar Karlsson.
■ Verð í lausasölu kr. 25. Áskriftarverð
er 300 kr. ársþriðjungslega. greiðist
fyrirfram. Prentun Hilmir h.f. Mynda-
mót: Rafgraf h.f.
¥1K AH
í NÆSTA BLAÐ!
Á HEIMSSÝNINGU í NEW YORK. Ritstjóri
Vikunnar hefur dvalizt nokkra daga á heim-
sýningunni, sem er sú stærsta til þessa og
auk þess talin hin skemmtilegasta svo af
beri. Þar eitt mesta ævintýri, sem hægt er
að upplifa á einum stað, þar sem gefin er
tæknileg innsýn í framtíðina og talið er að
80 milljónir manna muni heimsækja sýn-
inguna nú og næsta sumar. Grein í fjórum
opnum eftir Gísla Sigurðsson.
★
HVERNIG Á AÐ KOMAST VESTUR — OG
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ. Upplýsingar um ferðir
vestur, um hótelverð á Manhattan og hinn
nýja farkost Loftleiða, sem flýgur á milli á
hálfum sjöunda tíma.
★
BAÐFATATÍZKAN. Sama hvort á að lauga
sig í Landmannalaugum, ísafirði, Nauthóls-
víkinni eða á Ítalíu — það þarf baðfatnað
og baðfatatízkan er alltaf að breytast.
★
EINKALÍF EIGINKONUNNAR. Smellin smá-
saga.
★
NEYÐARKALL ÚR GEIMNUM. Þriðja grein
í þessum greinarflokki.
•k
SÍÐAN SÍÐAST. Myndir og allskonar efni
af léttara taginu.
I ÞESSARi VIKU
Hver á veiðiréttinn?
Nú er það hér um bil úr sögunni að hægt sé að
ná tali af stórlöxum yfir hásumarið því þeir eru allir
í laxinum hingað og þangað. Nú er laxveið-
in raunar orðin almenningssport og marga fýsir
að vita, hver hefur réttinn á veiðinni í hinum
og þessum vötnum og ám. Vikan hefur fengið leyfi
hjá Ferðahandbókinni til aff birta grein-
argott yfirlit um þetta eftir Þór Guðjónsson, veiði-
málastjóra. Við birtum líka kort af bifreiðaslóðum á
miðhálendinu eftir Sigurjón Rist.
Einkalíf eiginkonunnar
Hann var orðlnn þreyttur á þessu hjónastandi,
en konan vildi ekki gefa honum skilnað. Svo hann
varð að flytja að heiman, og slíta þannig samvistum.
En skilnaðarlögin leiða stundum fórnar-
lömb sín út í ótrúlegustu fyrirtæki, og stundum
horgar sig betur að halda áfram að húa með sinni
kerlingu og gera sig ánægðan með það, en
að halda skilnaði tii streitu. Svo er ekki að vita, nema
hún þurfi manns með. Skemmtileg smásaga.
Svona er sumartízkan
Léttir kjólar og bjartir litir einkenna sumartlzk-
una í ár. Við birtum myndir af nokkrum kjólum sam-
kvæmt sumartízkunni og iýsum þeim lítil-
Iega um leið.
Vikan heimsækir Úmar
Ragnarsson
Það er óþarfi að kynna Ómar fyrir lesendum. Hann
hefur nú í hálfan áratug verið vlnsælasti
skemmtikraftur landsins, að öllum öðrum ólöstuð-
um. Enda reynum við ekki að kynna hann,
við birtum hara stutt og skemmtilegt viðtal og mynd-
ir úr heimilislífinu I serlunni
VIKAN heimsækir . . .
FORSÍÐAN
Islenzkur listiðnaður hefur ekki verið ýkja fjölbreytt-
ur til þessa, en tekur framförum með hverju ári. Á
forsíðunni er ein merk viðbót: Kaffistell úr brennd-
um leir frá Glit. Ragnar Kjartansson hefur búið til nokkrar gerðir, sumar
með venjulegu sniði, aðrar mjög nýtízkulegar. Þessi kaffistell eru seld í Hús-
gagnaverzlun Reykjavíkur. Kristján Magnússon tók myndina þar.
VIKAN 27. tbl. — g