Vikan


Vikan - 02.07.1964, Page 4

Vikan - 02.07.1964, Page 4
NÝKOMIÐ ! KARLMAN NASKÓR SNORRABRAUT 38 - SÍMI 18517 Hjálp! Hjálp! Kæri Póstur! Ég hef mikinn hug á að ganga í bindindisstúku þar sem bannað er að reykja og neyta áfengis, getur þú hjálpað mér? Óska svars fljótt. Einn þrettán ára. —----— Nú er úr vöndu að ráða, vinurinn. Auðvitað fer þetta mik- ið eftir því hvað þú ert langt leiddur. Ef þú ert mjög illa far- inn, skaltu leita læknis, en ann- ars hefurðu úr töluverðu að velja. Til eru barnastúkur innan Góðtemplarareglunnar, Æsku- lýðsráð hefur einnig slíka starf- semi með höndum. Þá má nefna skáta, K.U.F.M. og vafalaust eitt- hvað fleira. Öruggasta lausnin er að banna sér þetta sjálfur — og standa við það. AlþýSumenntun í Englandi Það var gaman að lesa grein- ina um hann Ringó Starr í VIK- UNNI, núna fyrir skemmstu. Ég er enginn aðdáandi Bítlanna, en er samt ekki svo forstokkaður að neita alveg að viðurkenna þá, því þeir eru í rauninni einkenn- andi fyrir einstaklingadýrkun nú- tímans, sakleysislega múgsefjun og ósjálfstæði unglinga í hugs- un. Og ef það er satt, sem blaða- maðurinn sagði í greininni, að Ringó hefði álitið eintóma Eski- móa á íslandi, sem byggju í snjó- húsum o.s.frv., þá gef ég lítið fyrir þeirra andlegu velferð, né alþýðumenntun í Englandi. Svona fýrar eru í rauninni alveg eins og skrautlega máluð fúlegg: Glæsilegir hið ytra (!!!) en ein- tóm fýla fyrir innan. Skordýrahatari. -------— Rétt, kæri skordýrahat- ari, alveg hárrétt. En vertu nú ekki of forstokkaður, minn kæri. Kannske það séu fleiri en þú, sem skilja þetta — og jafnvel unglingarnir ósjálfstæðu. Gerðu þér það ljóst, að það er aðeins skurnin, sem þeir hafa ánægju af. Fæstir mundu kæra sig um að kafa dýpra á þeim miðum. „Ég er að speglera ...“ Tveir 15 ára snáðar spyrja ýmissa spurninga um réttindi til aksturs á skellinöðru. Þetta mun vera nokkuð flókið mól, og ég veit ekki betra ráð en benda þeim á að hafa beint samband við Bif- reiðaeftirlitið í Reykjavík, því ég hef grun um að einhverjar breyt- ingar standi til í sambandi við þessi déskotans tæki. En þeir eru sýnilega í vand- ræðum með fleira en skellinöðr- ur. Þeim tekst ekki vel með þá fyrirtaks sögn, sem þeir skrifa annaðhvort speglera — eða sbegl- ura. Út af fyrir sig er margt vit- lausara en þessar tillögur, skrif- aðar eftir framburði. Annars er sögnin dönsk og heitir — at spekulere, sem mundi þýða á ís- lenzku „að velta fyrir sér“. ís- lenzka orðabókin gefur orðið upp með spurningarmerki, sem þýðir að vafasamt sé að það sé íslenzkt. Þar er það skrifað „að spekúlera" og orðið spekúlant (sá sem spekúlerar) hefur þar ekkert spurningarmerki við sig. Glugg - glugg! Góðan daginn, þið þarna á Vikunni! Við erum hér tvær stúlkur, sem gluggum stundum í Vikuna. Okkur langar að láta í ljós þakk- læti okkar fyrir ferðagreinina í nýútkomnu blaði ykkar. Við er- um á leið til útlanda og kom því greinin okkur mjög vel. Kærar þakkir. Dísa og Gréta. --------Þakka ykkur fyrir bréf- ið, þið þarna. Gott er að VIKAN skuli þó einu sinni hafa gert ykkur gagn. En að það skuli ekki hafa verið oftar, er aðeins af einni ástæðu: VIKAN er ekkert glugg-blað. Það nægir sem sagt ekki að glugga í hana stundum. VIKAN er blað, sem þarf að les- ast spjaldanna á milli — og sem allir hafa ánægju af að lesa spjaldanna á milli. Reynið þið það nú einu sinni, og vitið hvort þið finnið ekki eitthvað fleira gagnlegt til að glugga í. „Það er röddin, sem heillar!“ Vika mín! Ég veit að þú bæði getur og vilt hjálpa mér til að koma á framfæri sérstöku þakklæti til Ríkisútvarpsins fyrir óteljandi ánægjustundir bæði fyrr og nú

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.