Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 9
<J — ÞaS tókst í annarri tilraun, að eignast rauðhærSan strók. Jó, hann
er víst dólitið likur mér, en fólki finnst hann samt líkari afa sínum, sem
hann heitir eftir, Ragnari.
Jónína er nýorðin tveggja óra, eg þá fékk hún þríhjól í afmælisgjöf.
Hún er ennþá dálítið hikandi gagnvart þessu farartæki, en pabbi hennar
gengur rösklega fram í að kenna henni á það. — Ætli ég verði ekki að
fá það lánað hjá henni, meðan ég er billaus, sagði Ómar ,og hló. 'O'
Hún er svo miklu stærri en íbúðin upp-
frá.
— Hvað hefurðu lengi starfað við
að skemmta fólki?
— Það eru orðin 6 ár.
— Og hvað hefurðu komið oft fram
á þeim tíma?
— Það veit ég ekki. Ætli það sé
ekki farið að slaga hátt í þúsund skipti.
Annars er dauður tími, bæði á vorin
og haustin, en svo í febrúar, þá hefur
það komizt upp í 8 skipti á einu kvöldi.
Það er bara svo vont að finna 8 félög,
sem vilja fá mann með hæfilegu milli-
bili — eitt strax og það áttunda ekki
fyrr en alveg undir lokin.
— Hefurðu alltaf jafn gaman af
þessu?
— Eg hafði voða gaman af þessu
fyrsta árið, en dauðleiddist annað ár-
ið. Svo varð þetta ágætt aftur. Ann-
ars eru mestu áhyggjurnar af þvl að
búa til efnið. Ég er að verða andskoti
þurr núna. Mér dettur ekkert skemmti-
legt í hug.
— Þangað til á síðustu mínútunum,
sagði Helga.
— Já, þetta bjargast alltaf á síð-
ustu stundu. Það hefur ekki brugðizt.
Mér er það minnisstætt, þegar ég var
að skemmta á Akureyri um daginn,
og var alls ekki ánægður með það,
sem ég ætlaði að fara með. En svo, rétt
áður en ég átti að fara inn, datt mér í
hug efni og bjó til þátt á stundinni, og
hann vakti lukku.
Annars er það svo merkilegt, að ef
maður hefur eitthvað um menn innan
þeirra fyrirtækja, sem maður er að
skemmta, er alveg sama, hvað það er
þunnt. Það er hlegið að því öllu. Ég man
til dæmis eftir því, þegar ég var einu
sinni að skemmta hjálparsveit skáta. Þá
ætlaði ég að láta syngja með mér, og
sagði fólkinu, að fyrst ætlaði ég að fara
með textann, og svo ættu allir að apa
eftir mér og syngja og hafa hátt, eins
og bergmál. Ég skildi ekkert í því, að
það fóru allir að skellihlægja. En svo
var mér sagt á eftir, að þarna var ein-
hver, sem hét Bergur, og þótti láta heyra
dálítið mikið í sér. Eða þegar ég var einu
sinni að fara með vísurnar um Möggu og
Jón, þegar þau eignuðust fyrsta barnið,
en þá sátu einmitt Magga og Jón við
borð beint fyrir framan mig. Það ætlaði
allt um koll að keyra, en ég vissi ekki
af hverju.
— En hvernig taka menn því, þegar þú
hermir eftir þeim?
— Yfirleitt mjög vel. Og það er oftast
gaman að herma eftir mönnum, sem eru
í salnum. Nema ég var svolítið nervös
FramhaM á bls. 47.