Vikan - 02.07.1964, Page 10
Hún brosti. Án þess að svara
steig hún niður í kerlaugina og
lagðist endilöng. Hún leit upp. Ljóst
hárið á líkama hennar glitraði gegn-
um vatnið eins og gullkrónur. Hún
sagði lokkandi: — Þú verður að þvo
mér. Ég veit ekki hvað ég á að
gera. Þú verður að sýna mér það.
Bond sagði örvæntingarfullur: —
Þegiðu Honey. Og hættu að daðra
við mig. Taktu sápuna og svampinn
og byrjaðu að þvo þér. Andskotinn
eigi þig! Þetta er ekki tími til að
elska. Ég ætla að fá mér morgun-
mat. Hann teygði sig í handfangið
og opnaði dyrnar. Hún sagði lágt:
— James! Hann leit aftur. Hún
rak út úr sér tunguna. Hann gretti
sig framan í hana til baka og
skellti hurðinni.
Hann fór inn í búningsherbergið
og stanzaði á miðju gólfi og beið
eftir því að hjarta hans róaðist.
Hann nuddaði höndunum yfir and-
litið og hristi höfuðið til þess að
losna við hugsunina um hana. Til
þess að snúa huganum að öðru,
rannsakaði hann bæði herbergin
vandlega með tilliti til útkomu-
möguleika, einhvers, sem hægt væri
að nota fyrir vopn, í leit að hljóð-
nemum, eða bara einhverju, sem
gæti bætt við þekkingu hans. Hann
fann ekkert af þessu. Það var raf-
magnsklukka á veggnum, sem sagði
að klukkan væri hálf níu og við
hliðina á tvíbreiðu rúminu var röð
af bjölluhnöppum. Á þeim stóð
herbergisþjónusta, rakari, hand-
snyrting, þjónustustúlka. Það var
enginn sími. Efst í hornum beggja
herbergjanna var lítil loftrist. Um
það bil tvö ferfet. Gagnslaus. Dyrn-
ar virtust vera úr einhverjum létt-
um málmi og málaðar í sama lit
og veggirnir. Bond kastaði sér af
öllum þunga á aðra hurðina. Það
var ekkert lát á henni. Hann nudd-
aði á sér öxlina. Þetta var fangelsi
— íburðarmikið fangelsi. Það þýddi
ekkert að deila um það. Þau voru
föst í gildrunni Nú var aðeins um
að gera fyrir mýsnar að gera sér
eins gott af ostinum og hægt var.
Bond settist niður við matarborð-
ið. Á bakkanum var stór krukka
með ananassafa ( fötu af möluð-
um ís. Hann saup í sig safann og
lyfti dúknum af öðrum diskinum.
Þarna var eggjahræra á ristuðu
brauði, fjórar baconsneiðar, grilluð
nýru og eitthvað, sem leit út eins
og svínasteik. Ymislegt fleira matar-
kyns var á diskinum, marmelaði,
hunang og jarðarberjasulta. Kaffið
var sjóðheitt í stórri hitakönnu
Rióminn var nýr.
Út úr baðherberginu barst söng-
ur stúlkunnar, sem söng Marion.
Bond lokaði eyrunum fyrir söngn-
um og byrjaði á egginu.
Tíu mínútum síðar heyrði Bond
baðdyrnar opnast. Hann setti frá
sér ristuðu brauðsneiðina með
marmelaðinu og huldi augun með
höndunum. Hún hló: — Hann er
ræfill. Hann er hræddur við stúlku.
Bond heyrði hana rúmstera í skápn-
um. Hún hélt áfram að tala, að
mestu leyti við sjálfa sig: — Mér
þætti gaman að vita af hverju hann
er hræddur. Auðvitað mundi ég
hafa hann eins og skot undir, ef
við lentum í glímu. Kannske að
hann sé hræddur við það. Kannske
að hann sé ekki sterkur. Handlegg-
ir hans og brjóst virðast svo sem
nógu sterklegt. En ég hef ekki séð
meira ennþá. Kannske að það sé
ekki svo sterkt. Jú, það hlýtur að
vera það. Það er þess vegna, sem
hann þorir ekki að fara úr fötunum,
svo að ég sjái. Hum, nú skulum
við sjá, ætli að honum geðjist að
mér í þessu? Hún hækkaði róminn:
— James, vinur. Mundi þér geðj-
ast að mér ( hvítum slopp með föl-
bláum fuglum?
— Já, fíflið þitt, sagði Bond
gegnum hendurnar. — Hættu nú að
þvaðra við sjálfa þig og komdu og
fáðu þér að borða. Ég er að verða
syfjaður.
Hún rak upp óp: — O, ef þú átt
við að það sé komið mál til þess
að við förum ! bólið, skal ég auð-
vitað flýta mér.
Hún þaut um herbergið og Bond
heyrði hana setjast gegnt honum.
Hann tók hendurnar frá andlitinu.
Hún brosti við honum. Hún var dá-
fögur. Hár hennar var vandlega
greitt aftur fyrir eyrað. Hörund
hennar var ferskt og ungt og ham-
ingja skein úr stórum, bláum aug-
unum. Bond þótti vænt um brotna
nefið. Það var hluti af hugsunum
hans um hana og allt í einu datt
honum í hug að ekki yrði allt sem
fyrr, þegar hún yrði aðeins óaðfinn-
anleg, falleg stúlka. En hann vlssi
að það var ekki til neins að reyna
að hafa hana ofan af því. Hún sat
með hendur í skauti og sloppurinn
opnaðist. Hann sá glitta í brjóst
hennar og þar fyrir neðan sterkleg-
an, litfagran magann.
Bond sagði alvarlegur: — Nú
skaltu hlusta á mig Honey. Þú ert
dáfalleg, en svona er maður ekki
í kímanó. Vefðu hann vandlega
utan um þig, bittu hann vel og
hættu að reyna að líta út eins og
símavændiskona. Þetta eru engir
borðsiðir.
— Æ, þú ert leiðinlegur. Hún
lokaði kímanónum svo sem tveim
tommum betur. — Hvers vegna lang-
ar þig ekki að leika þér? Mig langar
að leika að ég sé gift.
— Ekki við matborðið, sagði
Bond ákveðinn. — Svona, éttu nú
matinn þinn. Þetta er úrvalsmatur.
Og svo er ég líka grútskítugur. Ég
ætla að raka mig og fara í bað.
Hann stóð á fætur, gekk umhverfis
borðið og kyssti hana á ennið. —
Og hvað leiknum við kemur, eins og
þú kallar það, mundi ég frekar
vilja leika mér með þér en nokk-
urri annarri í heiminum. En ekki
núna. Án þess að bíða eftir svari
hennar, fór hann inn í baðherbergið
og lokaði hurðinni.
Hann rakaði sig og fór í bað,
bæði kerlaug og steypibað. Hann
var óumræðilega syfjaður. Svefn-
inn kom yfir hann í öldum svo að
við og við varð hann að hætta
þvf sem hann var að gera og lúta
með höfuðið niður á milli hnjánna.
Þegar hann kom að því að bursta
tennurnar, gat hann varla valdið
tannburstanum. Nú þekkti hann
merkin. Honum hafði verið gefið
svefnlyf. f kaffinu eða ananassafan-
um? Það skipti ekki máli. Það
skipti ekkert máli. Allt sem hann
vildi var að leggjast niður á flísa-
lagt gólfið og loka augunum. Hann
vafraði óstöðugur til dyra. Hann
gleymdi þv(, að hann var nakinn.
Það skipti ekki máli heldur. Stúlk-
an hafði áreiðanlega lokið v(ð mat-
inn sinn. Hún var komin í bólið.
Hann vafraði til hennar og datt um
JQ — VIKAN 27. tW.