Vikan - 02.07.1964, Side 19
oft er hálka eða jafnvel hríð á heið-
inni, þótt blíðuveður og frostleysa sé
niðri við Seljabrekku. Og Almanna-
gjá er fljót að teppast. En þó er hún
ekki eins slæm og hættuleg og veg-
urinn í hallanum, austan við vatnið.
Þar seitlar yfir veginn og frýs, og þá
er ein gljá ofan í vatn. Og ekki er
hægt að loka umferð um þennan
spotta, þótt yfir hann frjósi, því börn
úr Þingvallasveit eru í skóla á Ljósa-
fossi, og það er heimavistarskóli með
farskólasniði, þannig að börnin eru í
skólanum 10 daga í einu en svo heima
nokkra daga á milli. Og þrisvar í mán-
uði skiptast forráðamenn barnanna á
um að flytja þau og sækja, og þarf
litlum getum að því að leiða, hvernig
færi, ef bíll ylti þarna á svellglotta
alla leið ofan í vatn með börn heill-
ar sveitar.
Svo kom séra Eiríkur heim, og þótt
spurningabörnin — tvær telpur —
biðu eftir honum, fórnaði hann okkur
smástund. Við spurðum um bústofn-
inn á Þingvallabænum.
Þingvellir eiga mikið land, sagði
Eiríkur. Þeim fylgir Hofmannaflöt,
sem er mikið graslendi uppi undir
Meyjarsæti, og Þingvallanefnd hefur
ráðstafað því landi þannig, að það
væri nytjað frá Gjábakka. í fyrra var
enginn búskapur á Gjábakka, og Hof-
mannaflöt því ekki slegin, en Ingólf-
ur í Miðfelli heyjaði á Gjábakka.
Þingvöllum fylgja einnig Leirurnar
—• fyrir botni Almannagjár, — og
þær hefur Markús í Svartagili slegið.
Og íþróttavöllurinn undir Þing-
brekku, svokallaðir Efri-vellir, hefur
verið lánaður Jóhannesi í Heiðarbæ.
En hvað viðkemur búskap á sjálfum
Þingvallabænum, hafði séra Jóhann
Hannesson kýr, því þótt skepnur séu
ekki vel séðar innan þjóðgarðsins, hef-
ur verið látið viðgangast, að þjóð-
garðsvörður hefði nautgripi, því þar
er einangrað á vetrum og nautgripa-
rækt í sveitinni takmarkast við notk-
-,un mjólkur á bæjunum sjálfum, en
ráir aflögufærir. En gripahúsin eru
farin að ganga úr sér, enda ekki upp-
runalega gerð til langrar endingar,
heldur byggð úr afgangstimbri, sem
til féll við alþingishátíðina 1930, og
sömuleiðis er leiðin til húsanna oft
hættuleg, einkum á vetrum, þar sem
yfir gjár er að fara. Meðal annars er
þar ein gjá, sem Fjósgjá heitir, og er
26 metra djúp. Að vísu er brú yfir
hana, en þetta er viðsjál leið í vetrar-
myrkri og veðrum. Svo séra Eiríkur
hætti að hafa kýr, en kaupir nú mjólk
af Markúsi í Svartagili.
Havð snertir veiðiskap frá Þing-
vallabæ, hafa þjóðgarðsverðir lítið
notað veiðiréttindin í vatninu. Séra
Eiríkur sagðist nánast ekki hafa
stundað veiði, enda væri það skoðun
hans, að þar sem stangaveiði væri
seld innan marka þjóðgarðsins, ætti
að stilla netaveiði á því svæði mjög í
hóf. Hins vegar hefði hann staðið að
murtuveiði á haustin, og þótt hann
yrði að kaupa mannskap til þess,
væru nokkur hlunnindi að því.
Og úr því við erum að tala um
veiðiskap innan þjóðgarðsins, er rétt
að skjóta því inn í, að veiðileyfi á
svæðinu kostar nú 50 krónur fyrir
stöngina yfir daginn.
Séra Eiríkur gat þess, að umgengni
um þjóðgarðinn væri mjög góð. Þang-
að koma foreldrar með börn sín um
helgar og reyna að eiga friðland. Und-
an hreinlæti þessa fólks er ekki að
kvarta, þótt raunar væri ástæða til að
gera meira fyrir það, svo sem að koma
upp almenningssalernum og vatns-
leiðslum, þar sem erfitt er um vatn.
Að vísu var Valhöll styrkt til þess að
koma upp salernum fyrir almenning,
en það er dálítið um hönd fyrir þá,
sem búa í tjöldum inn með Leirum
eða austur á Vellankötlu að hlaupa
niður í Valhöll, þegar þeir þurfa að
komast á salerni. Einu gestirnir, sem
ekki eru vel séðir í þjóðgarðinum, eru
unglingar, sem reisa þar fjöldatjald-
búðir, þegar þeir leita sér útrásar að
vorinu, þreyttir eftir skólasetu og
prófspennu, og því hefur Þingvalla-
nefnd ekki leyft að tjalda í þjóðgarð-
inum fyrr en um miðjan júní.
Nú orðið er um tvær leiðir að velja
frá Þingvöllum til Reykjavíkur
um Mosfellsheiði. Annars vegar
er gamli vegurinn um Almanna-
gjá, sem allir þekkja, og útlend-
ingum þykir á við beztu Hitch-
cock-myndir: Að demba sér allt í
einu ofan í þessa glufu, þar sem liggur
við að lakkið af bíilhliðunum verði
eftir á klettaveggjunum. Hins vegar
er ný leið, norðan gjár, en mér er
sagt, að sá vegur ætli að verða erfið-
ur. Á nokkrum kafla gleypir jarð-
vegurinn endalaust ofaníburðinn, og
virðist aldrei fullmettaður. Mig minn-
ir, að í vor hafi 150 bílhlössum af
ofaníburði verið hellt í þessa eilífðar-
hít, til þess að reyna að gera veginn
akfæran. En hvernig sem það er í
pottinn búið; rétt þar sem vegirnir
mætast vestan gjárinnar, er afleggj-
ari til norðurs, heim að Brúsastöð-
um.
Við komum við á Brúsastöðum í
fyrrasumar, og ég geri varla ráð fyrir,
að fjöldi heimilisfólksins hafi breytzt
til muna síðan. Þar búa bræður tveir,
Ragnar og Jóhann Jónsson, og kona
Ragnars, Gréta Jónasdóttir, ásamt
tveimur börnum Grétu frá fyrra
hjónabandi og öðrum tveimur, sem
hún og Ragnar eiga. Fyrir tilviljun
bar okkur að gerði sama dag og fleiri
stéttarbræður frá Reykjavíkurblöðun-
um, því daginn áður höfðu þrjú barn-
anna farið fótgangandi — og án þess
að láta vita um ferðir sínar — yfir að
Stíflisdal, þar sem Jóhann var að
heyja. Þau villtust af leið og komu
niður all miklu fyrir vestan Stíflis-
dal, en römbuðu síðan heim þangað,
og orðin ærið þreytt. Þar fundust þau
svo um kvöldið, eftir að stór hópur
O Kárastaðir í Þingvallasveit.
Húsið er byggt 1925, í gömlum
burstastíl.
Bræðurnir á Kárastöðum og
Sveinn frá Selkoti.
Hörður og Guðrún í Skálabrekku
voru að setja niður kartöflur. Hér
beint fyrir neðan er Regína hús-
freyja með sonarson sinn.
Nýja húsið í Skálabrekku. Það er mjög í stíl við bæjarnafnið, viðfeldin
skálabygging undir brekkunni.
var farinn að leita að þeim dauðaleit, og voru mjög fegin að
komast heim aftur.
Þeir Ragnar og Jóhann voru að heyja úti í Stíflisdal þenn-
an dag, en Gréta tók vel á móti okkur. Hún og Ragnar voru þá
nýlega flutt að Brúsastöðum ásamt Jóhanni, sem bjó áður 1
Stíflisdal og var þar einn. Bræðurnir hafa um 700 fjár og
tvær kýr, en eins og er standa Brúsastaðir ekki einir undir
þeim stofni, og því þurfa þeir að heyja afbæis. Hins vegar
eru Brúsastaðirnir ágæt jörð til ræktunar, þurrlend og þarf
sáralitla skurði.
Brúsastaðir hefur sérstöðu meðal bæja í Þingvallasveit að
því leyti, að þar er álagablettur. Hann má ekki heyja, ef • • • •
VIKAN 27. tbl.
19