Vikan


Vikan - 02.07.1964, Side 27

Vikan - 02.07.1964, Side 27
Bifreiðaslóðir á miðháiendinu íslenzku óbyggðirnar eru töfrandi heimur, sem laðar sífellt fleiri ferðamenn til sín á sumri hverju. Það er ótrú- legt, hvað víða eru komnir sæmilegir vegir um hálendið, já, raunar eru sumir þeirra fyllilega sambærilegir við vegi í þyggðum — þann tíma sem þeir á annað borð eru færir. Margir eru þeirrar skoðunar, að íslenzku öræfin séu sterk- asta tromp okkar þegar til' þess kemur að veita straumi erlendra feraðmanna til íslands.. Þar yrði flest nýtt fyrir þeirra augum og þar er að jafnaði ekki gerð sú krafa um fullkomna þjónustu, sem menn gera í borgum og þéttbýli. Helztu leiðir um hálendið eru Sprengisandsleið, Fjallabaksvegur nyrðri, Veiðivatna- og Jökulheimaleið svo og Kjal- vegur. Eins og sjá má af kortinu eru þessar höfuðleiðir meira og minna samtengdar og meiripart þeirra leiða má fara á jeppum og öðrum háum bílum með framdrifi. Sigurjón Rist, vatnamælingamaður, er þrautkunnugur á hálendinu og því vanastur að standa upp í mitti í ein- hverjum ám á þessu svæði við mælingar. Sigurjón hefur gert meðfylgjandi vegakort fyrir Ferðahandbókina og ásamt því hefur hann skrifað í bókina nákvæma upptalningu á öllum helztu hálendisvegum. Punktalínan meðfram veginum frá Galtalæk á Rangárvöllum og alla leið inn í Jökulheima, táknar það, að stikur hafa verið reistar meðfram allri þessari leið með hundrað metra millibili. Svörtu þríhyrningarnir sýna sæluhús Ferðafélags íslands, en þau eru öllum opin meðan húsrúm endist. VIKAN 27. tbl. — gy

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.