Vikan


Vikan - 02.07.1964, Síða 36

Vikan - 02.07.1964, Síða 36
UNGU STÚLKUR! Þið getið brosað. Áður var það vandi, nú er það leikur að meðhöndla húðina með Lait de Traitant DEB. og Fond de Teint. Táninga andlitsmjólk, sem gerir allt i senn, hreinsar, nærir og verndar. Táninga-make up í tveimur litum, þekjandi en glansar ekki — og maskinn GRANALBA fgrir óhreina og feita húð. heba Akureyri. valhöll Laugaveg 25, Sími 22138. l»*i! ASTER á£q xLaenxte, XIX Lancaster Juvenil Skin er notað sem dagkrem fyrir viðkvæma húð sem hætt er við ofnæmi. Þetta krem styrkir húð- ina og gerir hana eðli- lega. Tilhneigingin til ofnæmis minnkar og hverfur og brátt fær húð- in á sig blœ æsku og heil- ! brigðis. ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnarhárgreiðslustofan. — AKUREYRI: Vezlunin Drífa. leiðslunni og sama útflutningsrétt. Þetta er orðiS einum of flókið fyrir mig. Hann stóð á fætur og í pyngjunni við belti hans hringlaði í pening- unum, sem hann hafði fengið hjá Molines. Honum leið betur við að heyra i þeim. Hann kallaði á hestinn sinn og leit á Angelique. — Gleymdu nú, hvað ég hef verið að þvaðra, sagði hann. — Hugsaðu frekar um, hvað þú þarft að taka með þér. Það er ákveðið, að þú ferð í klausturskóla. Angelique hófst handa við undirbúninginn. Hortense og Madelon áttu einnig að fara í klausturskóla. Raymond og Gontran áttu að fylgja þeim til systranna I klaustri St. Ursula, en halda siðan áfram til jesúítamunk- anna í Poitiers, sem höfðu orð fyrir að vera góðir kennarar. Nokkrum dögum fyrir brottförina gerðist nokkuð, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á framtíð Angelique. Sólbjartan septembermorgun kom baróninn heim frá Chateau du Plessis, í miklu uppnámi. —• Angelique! hrópaði hann, þegar hann kom inn í borðstofuna, þar sem öll fjölskyldan var samankominn. — Já, pabbi. Hann grandskoðaði dóttur sina i krók og kring. — Jú, þetta dugar, muldraði hann og sneri sér svo að konu sinni. — Hugsaðu þér! öll Plessis fjölskyldan er komin í höllina, og þau eru með mjög fínan gest, de Condé prins, og alla hans fylgifiska. Ég rakst óvart á þau og það var ekki laust við að ég færi hjá mér. En frændi minn var mjög elskulegur. Og veiztu, hvað hann bað mig að gera? hann bað mig að koma til hallarinnar með Angelique. Markgreifafrúin varð að skilja eftir næstum allar stúlkurnar, sem leggja á henni hárið, skemmta henni og spila fyrir hana á lútu. Og þar sem de Condé er gestur hennar, er hún alveg í öngum sínum. Hún segist endilega þurfa að fá nokkrar liprar og laglegar herbergisþernur. — Af hverju má ég ekki fara? spurði Hortense. — Af þvi að hún sagði liprar og laglegar, svaraði faðir hennar áh þess að hugsa sig um. — En markgreifanum fannst ég skemmtileg. — En markgreifafrúin vill hafa falleg andlit i kringum sig. —• Ég þoli þetta ekki, hrópaði Hortense, og réðist á systur sína til þess að klóra hana í framan. E'n Angelique hafði búizt við þessu, og vék sér undan. Hún hafði hjartslátt, þegar hún fór upp á herbergi sitt. Hún þvoði sér vandlega og sat lengi við að bursta hár sitt. Pulchérie kom inn til hennar með fina kjólinn, sern hafði verið saumaður fyrir klausturferðina. Angelique var stórhrifin af kjólnum, þrátt fyrir að hann var grár og dapurlegur. Samt birti yfir honum, þegar á hann hafði verið settur lítill, hvítur kragi. Þetta var fyrsti síðkjóllinn hennar, og meðan hún klæddi sig i hann, voru tilfinningar hennar blandaðar hrifningu og gleði. Föður- systir hennar klappaði saman Iófunum af ánægju. — Angelique mín litla, sagði hún. — Þú lítur út eins og ung dama. Kaunske ég ætti að setja upp á þér hárið lika. En Angelique neitaði ákveðið. Kvenlegt hugboð sagði henni, að henni bæri að nota sem bezt þá fegurð, sem náttúran hafði gefið henni. Chateau du Plessis hafðl vaknað af dvala. Þegar baróninn og dóttir hans höfðu komið múldýrunum sínum í vörzlu hjá Molines og gengu upp trjágöngin, tók tónlist á móti þeim innan úr húsinu. Alls konar hundar veltust um á grasflötunum. Eftir gangstígunum reikuðu lokka- prúðir aðalsmenn og virðulegar, velklæddar dömur. Nokkrar þeirra störðu í undrun á dökkklæddan baróninn og ungu stúlkuna I klaust- urskjólnum. — Broslegt, en fallegt, sagði ein kvennanna. Angelique velti því fyrir sér, hvort hún ætti að taka þetta til sín. Var hún brosleg? Hún virti vandlega fyrir sér klæðaburð hinna kvenn- anna, og að henni læddist grunur um, að grái kjóllinn hennar ætti ekki heima í þessu umhverfi. 1 stóru spegilskrýddu anddyri, sá Angelique ungt dansandi fólk. Henni datt í hug hvort Philippe frændi hennar væri þar á meðal, Að lokum komu þau inn í móttökusalinn, þar sem de Sancé barón hneigði sig djúpt og tók af sér hattinn með rytjulegri fjöðrinni. Ange- lique tók að fyrirverða sig fyrir þau bæði. Þótt við séum fátæk, hugsaði hún, ættum við að bera okkur mannalega, og í stað þess að hneigja sig djúpt, eins ogl Pulchérie hafði kennt henni, stóð hún þráðbein og stíf og starði beint fram fyrir sig. Fólkið í salnum hafði þagnað og hér og hvar heyrðist niðurbældur hlátur, þegar þjónninn tilkynnti: -—- Barón de Sancé de Monteloup. Du Plessis markgreifafrú varð rauð í andliti bak við blævænginn og í augum hennar glampaði illa dulin kátína. Markgreifinn bjargaði því, sem bjargað varð, með því að taka elskulega á móti baróninum og dóttur hans. — Kæri frændi, sagði hann. — Það var gleðilegt, að þú skyldir koma svona fljótt, og hafa dóttur þína með þér. Er hún ekki falleg? Er hún ekki eins og lítill engill? spurði hann konuna sina. — Svo sannarlega, sagði markgreifafrúin, sem nú hafði endurheimt sjálfsstjórn sina. — Ef hún klæddi sig öðruvísi, væri hún bráðfalleg. Sestu nú hérna á pallinn, stúlka mín, svo að við getum horft á þig í ró og næði. — Kæri frændi, sagði Armand de Sancé. — Ég þarf að tala við! þig eins fljótt og mögulegt er, um mjög1 áríðandi mál. — Einmitt? Þá skulum við koma inn í skrifstofuna mína. Ég vona að dömurnar hafi okkur afsakaða. Við verðum ekki lengi.... Angelique sat grafkyrr á pallinum, og allra augu mændu á hana. — Kæra barn, sagði ein kvennanna. —; Þú hefur mjög fallegt hár, en það hefur aldrei verið hugsað almennilega um það. —■ Hún hefiur óþroskuð brjóst, af fimmtán ára stúlku að vera. — En góða mín, hún er bara þrettán ára. — Veiztu hvað ég held, Henriette? Það er of seint að gera dömu úr henni. — Hún er með græn augu, og grænum augum fylgir ógæfa, eins og smarögðum, sagði ein þeirra. — En blærinn á þeim er mjög sérstæður, sagði önnur. — Þau eru ekki aðlaðandi. Nei ég er ekki hrifin af grænum augum. —• Philippe! Philippe! hrópaði markgreifafrúin. — Philippe! Hvar

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.