Vikan - 02.07.1964, Síða 37
mívannBerys SrœSur
er sonur minn? Monsieur de Barre, vilduS þér vera svo elskulegur að
sækja liSsforingjann?
Og þegar hinn sextán ára gamli liðsforingi kom, hélt móðir hans
áfram:
—• Philippe, þetta er de Sancé, frænka þin. Taktu hana með í dans-
inn. Henni finnst áreiðanlega! meira gaman að vera með unglingunum
en okkur.
Angelique hafði þegar risið á fætur. Henni gramdist, hversu mjög
hjarta hennar barðist. Ungi aðalsmaðurinn leit á móður sína með ó-
dulinni gremju. Af hverju treðurðu þessari fuglahræðu upp á mig?
sagði augnaráðið.
Samt rétti hann út höndina og sagði milli samanbitinna tannanna:
— Komdu, kæra frænka.
Hún lagði netta fingur sína í hönd hans og það varð þögn í salnum,
þegar hann leiddi hana í í áttina að danssalnum, þar sem hirðsveinar
og aðrir, unglingar á hennar aldri skemmtu sér.
— Rýmið til! Rýmið til! hrópaði Philippe þegar þangað kom. —
Vinir mínir, leyfið mér að kynna frænku mína: Barónessu sorgarklæð-
anna.
Það varð almennur hlátur og ungu mennirnir komu þjótandi til
þeirra. Hirðsveinarnir voru í furðulegum buxum með víðum lendapok-
um, sem teknir voru saman fyrir ofan hnén, og á löngum, mjóum,
drengjalegum fótunum báru þeir háhælaða skó. Angelique fannst þeir
líta út eins og vaðfuglar.
Ég er ekki broslegri i sorgarfötunum mínum, en þeir með þessar
lendablöðrur, hugsaði hún.
Einn piltanna hneigði sig fyrir henni og spurði:
—• Dansið þér, Mademoiselle?
— Svolítið.
—• Einmitt! Hvaða dansa?
—• La bourée, le rigaudon, la ronde......
— Ha, ha, ha, skellihló unglingurinn. — Philippe, hvers konar fugl
er nú þetta? Nú skulum við efna til happdrættis, herrar mínir. Hver
vill dansa við sveitapíuna? Nokkur sjálfboðaliði í la bourée?
Allt i einu sleit Angelique sig lausa og flúði i leit að föður sinum. Loks
heyrði hún rödd markgreifans gegnum lokaðar dyr:
— Alls ekki! Alls ekki! Þú ferð hrapallega villur vegar, sagði hann
í kvörtunartón. — Þú skalt ekki ímynda þér, að þaö sé auðvelt fyrir
okkur aðalsmennina að fá undanþágu frá sköttum. Þar að auki hef
hvorki' ég né de Condé prins vald til að veita slLkt. Sömuleiðis finnst
mér, að þú, sem aðalsmaður, gerir sjálfum þér vanvirðu, með því að
snúa þér að verkeíni, sem ber svona| mikinn keim af — þú fyrirgefur
orðið — verzlun.
— Verzlun eða verzlun ekki. Ég verð þa alltaf að draga fram lifið,
mótmælti Armand de Sancé og Angelique létti, þegar hún heyrði hve
rólegur hann var.
-— En ég þá? hrópaði markgreifinn. — Heldur þú að ég hafi ekki
mína erfiðleika?
— Þú hefur allt aðrar tekjulindir en ég, kæri frændi.
—• Veit ég vel, Armand. En hefurðu aldrei velt því fyrir þér, hvernig
ég, hirðmaður með tvö mikilsverð embætti, fer að þvi að draga fram
lífið? Heildarárstekjur mínar eru að meðaltali 160 þúsund livres......
— Ég væri ánægður með tíunda part af þvi, skaut baróninn inn í.
—' Biddu aðeins. Ég hef, sem sagt, 160 þúsund livres í tekjur, en
kostnaðurinn við konuna mína, liðsforingjaembætti sonar míns, húsið
mitt I París, höllina mína í Fontainebleau, ferðir mínar með1 hirðinni,
vextir af beinum lánum plús kostnaður við móttökuathafnir, föt, vagna,
þjónustufólk og svo framvegis, gerir yfir árið um 300 þúsundi livres.
— Þú tapar sem sagt 140 þúsund livres á ári?
— Þú getur reiknað það sjálfur, kæri frændi. Og ég romsaði þetta
aðeins upp fyrir þig, til að reyna að láta þig skilja, hvers vegna ég get
alls ekki rekið erindi þitt við skattayfirvöldin.
— En þú þekkir skattstjórann?
— Ég þekki hann, en við hittumst ekki nú orðið. Hann er í þjónustu
kóngsins og kóngarmóðurinnar.
— Og hvað ....
— Veiztu ekki, að de Condé prins er í ónáð hjá hirðinni, og ég er
tryggur liðsmaður hans?
— Hvernig ætti ég að vita það? Ég hitti þig fyrir aðeins fáeinum
mánuðum, og Þá átti drottningin ekki tryggari þjón en prinsinn.
VIKAN 8». tfol. —