Vikan - 02.07.1964, Side 41
þegar guS var að skapa heim-
inn, og spurði Svisslendinginn,
hvernig hann vildi hafa landið
sitt. Svisslendingurinn svaraði:
— Ég vil hafa það með Alpa-
landslagi, háum íjöllum og djúp-
um, grösugum dölum, skoppandi
ám og lækjum, vaxið miklum og
fallegum gróðri, og svo vil ég
hafa mikið af góðum mjólkur-
kúm. Guð fór að beiðni Sviss-
lendingsins, en þegar hann var
búinn að því, var hann þreyttur
og þyrstur. Svo hann settist nið-
ur við borð Svissarans og sagði:
— Nú er ég þreyttur. Vertu nú
svo værm að láta mig hafa mjólk-
urglas. Svissarinn snaraðist burt,
kom aftur með fleytifullt glas af
mjólk, setti það á borðið hjá
guði, hneygði sig djúpt og sagði:
-— Þetta verða tveir frankar,
herra minn.
Skyldu Svisslendingar og ís-
lendingar vera ósvífnustu þjóðir
heims?
Þegar við vorum á leið til
bæjarins eftir Þingvallaferð í júlí
í fyrrasumar, ókum við beint
inn í sólarlagið. Nokkru nær
Þingvöllum en sólarlaginu, en þó
utarlega á heiðinni, sjást þrír
bæir norðan við veginn. Þetta eru
Stíflisdalur I og II, og Fellsendi.
Vegurinn heim að þessum bæjum
skyldi ekinn af ýtrustu varkárni,
og varla ráðlegt að reyna það á
vambsíðum Ameríkana. En á há-
fættum Þjóðverja er þetta engin
frágangssök. En ætlir þú að kom-
ast að bænum, sem er fyrir innan
Stíflisdal, og sézt ekki af vegin-
um, skaltu setja bílinn þinn þar
sem hann er ekki fyrir heima í
Stíflisdal, og nota þína eigin fæt-
ur. Því það er langt heim að
Selkoti og ekki farandi nema á
dráttarvélum eða fjallabílum.
Selkot er norðaustur af Stíflis-
dal, inni á Kjósarheiði. Þetta er
afskekktur staður, en bæjarstæð-
ið er fallegt, og útsýnið öllum
boðlegt. íbúðarhúsið stendur enn,
og nokkrir kofar, en mest af úti-
húsunum er hrunið. Rétt ofan
við bæinn er grafreitur. Um-
hverfis hann er hlaðinn stein-
veggur, og innan veggjanna vaxa
hundasúrur, biðukollur, sóleyjar,
dagstjarna, Alaska lúpínur, ven-
usvagn, reyniviður, ribsrunnar og
gras. Stór randafluga sveimaði
yfir þessari gróðursæld og átti
góðan dag í sólinni. í miðjum
grafreitnum er legsteinn, sem á
stendur:
„Hvílir hér duft í dánarbeði,
en andinn lifir í æðra veldi.
HELGA PÁLSDÓTTIR
F. 12. marz 1876
D. 12, jan. 1949
RAGNHILDUR LÝÐSDÓTTIR
F. 16. febr. 1887
D. 3. febr. 1953“
Þetta voru konur Sveins Ingv-
arssonar, þess sem síðast bjó í
Selkoti, og við hittum nú á Kára-
stöðum.
r
Ef þér viljiS veita
yður og gestum yðar
úrvals máltíðir,
fullkomna þjónustu
og hlýlegt umhverfi
þá veljið þér
örugglega NAUSTIÐ
VIKAN 27. tbl. —