Vikan - 02.07.1964, Page 49
þannig fyrir komið, að allir, sem
sætu í þessu herbergi, sneru að
auða veggnum.
I þessu bili tók Bond eftir hreyf-
ingu í dökku glerinu. Hann gekk
yfir herbergið. Lítill fiskur þaut fyr-
ir glervegginn hinum megin og á
eftir honum annar stærri. Þeir hurfu
eins og út af kvikmyndatjaldi. Hvað
var þetta? Fiskabúr? Bond leit upp.
Um það bil meter fyrir neðan loftið
gjálfruðu litlar öldur á glerinu. Yfir
öldunum var liturinn blásvartur og
örlítil Ijós skinu hér og þar á þess-
ari rönd. Það var stjörnumerkið
Orion, sem kom honum á réttan
kjöl. Þetta var ekki fiskabúr. Þetta
var sjórinn sjálfur og næturhiminn-
inn. Allur þessi veggur var gerður
úr þykku gleri. Þau voru undir yfir-
borði sjávar, og horfðu beint inn í
sjóinn, tuttugu fet undir yfirborð-
inu.
Bond og stúlkan stóðu sem dá-
leidd. Meðan þau horfðu, sáu þau
tvo stóra krabba fyrir utan. Síðan
kom hópur af ansjósum, stanzaði
við gluggann eins og til þess að
horfa inn og flýtti sér svo burt.
Stærðar fiskur renndi sér fyrir
gluggann. Hann varð fjólublár í
skininu innan frá.
Bond gekk að veggnum, dáleidd-
ur af þeirri hugmynd, að búa hér
við þessa hægu, síbreytilegu kvik-
mynd. Stór skel var á hægri leið
upp eftir glugganum. Það var
meira líf í sjónum lengra frá, en
sást illa. Það gæti verið gaman að
sjá betur.
Eins og svar við þessari ósk,
ÞAÐERSPARNAÐUR
í AÐ KAUPA GÍNU
Óskadraumurinn
við heimasauminn
Omissctndi fyrir allar konur, sem
sauma sjálfar. Stærðir við allra
hæfi. Verð kr. 550,00 og með
klæðningu kr. 700,00. Biðjið um
ókeypis leiðarvísi.
Fæst í Reykjavtk hjá:
DÖMU- & HERRABÚÐINNI
Laugavegi 55 og
GÍSLA MARTEINSSYNI
Garðastræti 11, sími 20672
komu tvö sterk kastljós innan frá,
gegnum glerið og út í vatnið. Það
iðaði af lífi. Bond sá, á þessum fá-
einu andartökum, miklu meira af
lífinu í sjónum, heldur en hann
hafði séð á allri ævinni áður.
Kastljósin slokknuðu. Bond sneri
sér hægt við. Hann bjóst við að
sjá dr. No, en enn var herbergið
autt. Það virtist dautt og dofið í
samanburði við iðandi dulúðina
utan við gluggann. Bond leit aftur
út. Hverju væri þetta líkt í litum
sólarljóssins, þegar að hægt væri að
sjá hverja hreyfingu að minnsta
kosti tuttugu metra frá sér? Hverju
væri þetta líkt í stormi, þegar öld-
urnar skyllu hljóðlaust á glerinu?
Hverju var þetta líkt á kvöldin,
þegar að síðustu gullnir geislar sól-
arinnar skrýddu efri helming her-
bergisins og vatnið fyrir neðan
væri fullt af iðandi fiskum og vatna-
dýrum? Það hlaut að vera alveg
sérstakur maður, sem hafði látið
sér detta þetta í hug, og það hafði
krafizt sérstakrar verkfræðisnilldar
að koma þessu í kring. Hvernig
hafði hann farið að því? Það var
ekki hægt nema á einn hátt. Hann
hlaut að hafa reist glervegginn
nokkuð langt inni undir klettinum
og síðan fjarlægt lag eftir lag,
þangað til að sjórinn náði alla leið
upp að glerinu. En hversu þykkt
var glerið? Og hver hafði búið
það til fyrir hann? Hvernig hafði
hann komið því til eyjarinnar?
Hversu marga kafara hafði hann
notað? Og hversu mikið, í almátt-
ugs nafni, mundi þetta hafa kost-
að?
— Eina milljón dollara. Þetta
var þunn, bergmálandi rödd, og
það vottaði fyrir amerískum mál-
hreim.
Bond snerist hægt á hæl og næst-
um hikandi.
Dr. No hafði komið gegnum dyr
bak við skrifborðið. Hann stóð og
horfði á þau, og það var vottur
af brosi á vörum hans.
— Ég bjóst við, að þið væruð
að velta því fyrir ykkur, hvað þetta
hefði kostað. Gestir mínir taka
venjulega að hugsa um fjármála-
hliðina eftir svo sem fimmtán mínút-
ur. Var það ekki rétt?
— Jú.
Dr. No gekk hægt fram fyrir borð-
ið og í áttina til þeirra. Hann brosti
enn og Bond átti eftir að venjast
þessu brosi. Það var frekar eins
og hann rynni, en að hann tæki
skref. Hné hans sáust ekki koma
út í sloppinn og það sáust engir
skór niður undan faldinum sem
dróst með gólfinu.
Bond tók fyrst eftir því hve
grannvaxinn, beinvaxinn og hár dr.
No var. Hann var að minnsta kosti
sex tommum hærri en Bond, en
vegna þess hve beinn hann var og
óhreyfanlegur, virtist hann mun
hærri. Hann var gersamlega sköll-
óttur og höfuðið minnti mest á
regndropa, eða þó öllu heldur olíu-
dropa, því að skinnið var með sér-
stökum, gulum blæ.
Það var ómögulegt að geta sér til
um aldur dr. No því Bond gat ekki
séð neinar hrukkur í andlitinu. Það
var skrýtið að sjá enni, sem var
slétt eins og pússuð skel. Það var
eitthvað eftirtektarvert við auga-
brúnirnar, sem voru mjóar og svart-
ar og beygðust örlítið upp eins og
þær hefðu verið málaðar þannig.
Undir þeim störðu svört, hallandi
augu á Bond og stúlkuna. Það voru
engin bráhár á þessum augum. Þau
voru eins og hlaupin á tveimur
litlum skambyssum, horfðu beint,
óhikað og gersamlega tjáningar-
laust. Fíngert þunnt nefið náði nið-
ur undir munninn, sem þrátt fyrir
stöðugt og óbreytilegt brosið,
sýndi aðeins grimmd og vald.
Kinnarnar hölluðust inn að neðan
í áttina niður að hálsinum. Smám
saman tók Bond eftir því, að það
var sem dr. No hreyfði höfuðið
aldrei sjálfstætt, það virtist eins og
höfuðið og líkaminn væru í einni
liðamótalausri heild. Þessi hávaxna
granna vera, var einna líkust stór-
um maðki, sem vafinn hefði verið
í málmpappír, og Bond hefði ekki
verið hissa, þótt hann hefði séð
afganginn af maðkinum koma
iðandi yfir gólfteppið fyrir aftan
upprétta hlutann.
Þegar dr. No átti eftir þrjú skref
til þeirra nam hann staðar. Munn-
urinn, sem var eins og sár í stóru
andlitinu, opnaðist: — Ég vona að
þið afsakið mig, þótt ég taki ekki
í hendur ykkar. Djúp röddin var
tjáningarlaus og tilbreytingarlaus.
— Ég get það ekki. Hægt rétti hann
handleggina í áttina til þeirra og
ermarnar á sloppnum opnuðust: —
Ég hefi engar hendur.
Hann rétti fram stálkrókana og
hélt þeim upp, svo að þau gætu séð
þá. Svo krosslagði hann hendur
aftur.
Bond fann, að stúlkan við hlið
hans kipptist til.
Dökk augun beindust að henni.
Þau runnu niður með nefi hennar.
Röddin sagði: — Þetta er mín óham-
ingja. Augun svifluðust aftur að
Bond. — Þér voruð að dást að vatns-
búrinu mínu. Þetta var fullyrðing
ekki spurning. Menn njóta þess að
hafa villidýr, skepnur og fugla í
kringum sig. Ég ákvað að njóta
þess einnig að hafa fiska. Mér
finnst þeir miklu breytilegri og
skemmtilegri. Ég er viss um að þið
munuð bæði verða mér sammála.
Bond sagði: — Ég óska yður til
hamingju. Ég mun aldrei gleyma
þessu herbergi.
— Nei. Þetta var aftur fullyrð-
ing, ef til vill með dálítið kald-
hæðnislegum tón að þessu sinni. —
En við höfum mikið að tala saman.
Og mjög lítinn tíma. Gjörið svo
vel að fá yður sæti. Viljið þið fá
ykkur eitthvað að drekka? Sfgar-
etturnar eru við stólana ykkar.
Dr. No gekk að háum leðurstól
og settist. Bond settist gegnt hon-
um. Stúlkan settist milli þeirra, ör-
Itfið til hliðar.
Bond fann hreyfingu fyrir aftan
sig. Hann leit um öxl. Lágvaxinn
maður, kínnegri, með Ifkamsvöxt
SíwjíésK
APPELSÍN
SÍTRÓ N
L I IVI E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
SwrvffesK
______________________/
JÁ? NEI?
HVENÆR?
Þúsundir kvenna um heim allan nota
nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga í hverjum mánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt
hjónaband.
Skrifið eftir bæklingum vorum, sem
veita allar upplýsingar. Sendið svar-
frímerki.
C. D. INDICATOR. Deild 2.
Pósthólf 1238 Reykjavík.
VIKAN 27. tbl. —