Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 50
Nýjustu tízku-
litirnir gera
varir yðar
undur fagrar
Yardley varalitirnir eru dásam-
lega mjúkir og kremkenndir.
Gefa vörum yðar töfrandi útlit.
í hinu fjölbreytta Yardley lita-
úrvali með nýjustu tízkulitunum,
er liturinn yðar. Með þvi að
nota Yardley varalit verður bros
yðar yndislega bjart.
YARDLEY
VARALITUR
eins og hnefaieikamaður, stóð við
drykkiabakkann. Honn var klædd-
ur í svartar buxur og vel sniðinn
hvítan jakka. Svört möndlulaga
augun í breiðu, tunglslegu andlit-
inu, mættu augum Bonds en hvik-
uðu þegar undan.
Dr. No sagði: — Þetta er lífvörð-
urinn minn. Hann er sérfræðingur
í mörgum hlutum. Það er ekkert
undarlegt við það þó að hann hafi
komið mjög skyndilega. Ég fel allt-
af ó mér það sem kallað er
„walkie-talkie". Hann bennti hök-
unni niður í hólsmólið á sloppnum
sínum. — Þannig get ég kallað á
hann, þegar ég þarf á honum að
halda. Hvað má bjóða stúlkunni?
Hann sagði ekki konunni yðar.
Bond sneri sér að Honeychile. Augu
hennar voru galopin og starandi.
Hún sagði lágt: — Coca-cola, þökk.
Bond fann til léttis. Að minnsta
kosti ætlaði hún ekki að láta hanka
sig á framkomunni. Bond sagði: —
Og ég mundi gjarnan vilja fá
wodka í Martini, ekki mjög sterkt
— með sneið af sítronu. Hrist en
ekki hrært. Og ég mundi heldur
vilja rússneskt wodka en pólskt.
Dr. No togaði örlítið meira í bros-
ið. — Ég sé að þér eruð einnig mað-
ur, sem veit hvað hann vill. Að
þessu sinni mun óskum yðar verða
fullnægt. Finnst yður ekki yfirleitt
að það sé þannig. Þegar maður
vill eitthvað, þá fær maður það?
Það er mín reynsla.
— Það er þannig með aukaatrið-
in.
— Ef það er ekki þannig með
aðalatriðin, þýðir það að þér hafið
ekki sterkan vilja. Einbeiting, það er
allt. Dr. No þagnaði andartak, og
hélt svo áfram: — En þetta er snik
snak. Við verðum að tala saman.
I staðinn skulum við heldur segja
frá. Ég er viss um að báðir vilja
heldur þann kostinn. Er drykkur-
inn yðar eins og þér viljið hafa
hann? Þið hafið þarna sígarettur,
hafið nóg af þeim og er þetta rétta
tegundin til þess að hugnast krabb-
anum í yður? Þá er það í lagi.
Sam, settu hristarann við hlið-
ina á manninum og aðra flösku af
coca-cola hjá stúlkunni. Ég gizka
á að kilukkan sé nú tíu mínútur
yfir átta. Við munum borða klukk-
an níu stundvíslega.
Dr. No rétti heldur betur úr sér
í stólnum. Hann hallaði sér lítið
eitt áfram og starði á Bond. Það
var andartaksþögn í herberginu, nú
skulum við segja hvor öðrum okk-
ar leyndarmál. Fyrst, til þess að
sýna yður að ég hefi ekkert að
fela, skal ég segja yður mína sögu.
Svo skuluð þér segja mér yðar.
Það kom dökkur glampi í augu
dr. No: — En við skulum segja sann-
leikann. Hann dró aðra stálklóna
út úr víðri erminni og hélt henni
upp. Hann sagði: — Ég skal gera
það. En þér verðið að gera hið
sama. Ef þér gerið það ekki, sagdi
hann og benti með klónni á augu
sín, munu þessi sjá að þér eruð
að Ijúga.
Dr. No færði stálklóna nær aug-
unum og sló laust á mitt sjáaldrið
sitt hvorum megin.
Hvort sjáaldrið út af fyrir sig
svaraði með daufum skell. — Þessi
augu, sagði dr. No, — sjá allt.
15. KAFLI. - DR. NO.
James Bond tók upp glasið sitt
og dreypti hugsi á því. Það virtist
tilgangslaust að reyna að slá ryki
í augu þessa manns. Saga Bonds
um það, að hann væri fulltrúi
Audubonfélagsins, var mjög veik,
og hver sá, sem vissi eitthvað um
fugla, gat séð í gegnum hana. Það
var greinilegt, að það skálkaskjól
myndi ekki duga hér. Hann varð
að leggja allt kapp á að verja
stúlkuna. Til þess að byrja með
varð hann að vekja með henni
öryggiskennd.
Framhald í næsta blaði.
4 enginn
y . G-8-4-3
4 A-10-7-2
* A-D-4-3-2
A A-Ð-2
y K-6-2
4 K-G-9-8-3
9-6
4 K-G-7-6-5-4-3
y A
4 D-5-4
4» K-7
10-9-8
D-10-9-7-5
6
G-10-8-5
Allir utan hættu norður gefur.
Norður Austur
1 lauf pass
pass pass
pass pass
Útspil hjartatvistur.
Á nýafstöðnu Olympíumóti í
bridge telfdu Bandaríkjamenn
fram tveimur „nýliðum", að
minnsta kosti hvað milliríkja-
keppnir snertir. Það voru Robert
Hamman og Donald Krauss, en
hvað miklir nýliðar þeir eru, má
ef til vill marka af ofangreindu
spili.
Eftir að Krauss hafði opnað á
norðurspilin, gat Hamman ekki
stoppað undir spaðaúttekt. Vest-
ur spilaði út hjarta og suður var
inni á ásinn. Jafnvel þegar mað-
ur sér allar hendur er ekki auð-
velt að sjá vinninginn, en Hamm-
an fann samt vinningsleiðina.
Suður Vestur
1 spaði 2 tíglar
4 spaðar pass
Hann spilaði út spaðakóng; það
var nauðsynlegt að halda vestri
inni. Suður trompaði síðan
hjartaútspil vesturs og spilaði
því næst spaðagosa. Vestur var
aftur inni og ekki hægt að neita
því, að erfitt var fyrir hann að
finna vörnina, þ.e. að spila meiri
spaða. Hann spilaði því ennþá
hjarta, sem suður trompaði. Nú
hætti Hamman við trompið í bili,
tók tvo hæstu í laufi og trompaði
þriðja. Síðan spilaði hann trompi
og nú fór austur inn og spilaði
tígli, en það var bara of seint.
Laufið í borðinu var frítt og suð-
ur gaf tvo tígla niður í það og
vann sitt spil. ★
50
VIKAN 27. tbl.