Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.07.1964, Qupperneq 2

Vikan - 16.07.1964, Qupperneq 2
FER-DIR VIKULEGA TIL SKANDINAVÍU Flugfélagið býður yður tíðustu og fljótustu ferðirnar til Kaupmannahafnar. Frá Kaupmannahöfn greinast flugleiðir um alla Skandinavíu. Munið einnig beinu ferðirnar til Noregs annan hvern dag. Stundvísi,hraði og góð þjón- usta eru kjörorð okkar. Tprryt Sa feft RCA sjinvorpstáin HIN ÞEKKTU OG VINSÆLU, AMERÍSKU RCA SJÓNVARPSTÆKI - ER VAL HINNA VAND- LÁTU. RCA SJÓNVARPSTÆKIN ERU BÆÐI FYRiR AMERÍKU OG EVRÓPU KERFIN. EINS ÁRS ÁBYRGÐ Á MYNDLAMPA. Georg Rmundason Laugavegi 172 — Sími 15485. I fullri alvöru UTANGÁTTA- UNGLINGAR Þegar greinar eru skrifaðar um land og þjóð og forvitnum eöa fróðleiksþyrstum útlendingum er svarað, þá er skýrt og greinilega fram tekið, að skyldunám sé án undantekningar frá því er þörn byrja í barnaskóla og þar til ung- lingarnir hafa náð 16 ára aldri. Þvílík menningarþjóð. Þeir sem ekki taka landspróf, þeir taka gagnfræðapróf, eða ljúka prófi frá verknámsdeildum. Allur landslýður er með þessu gerður vel bjargálna í danskri tungu samkvæmt lífseigri hefð á ís- landi, svo og ensku. og svo fram- vegis o. s. frv. En það virðist eitt að setja fræðslulög á alþingi og annað að framkvæma þau. Fræðslulög virðast sett til þess að hægt sé að segja útlendingum frá mennt- unarstatus þjóðarinnar og um leið logið því að sjálfum sér, að skyldunám nái til 16 ára aldurs. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fræðslulögin eru ekki alltaf framkvæmd í dreifbýlinu. Kann- rki veit menntamáiaráðherra þetta ekki, né fræðslumálastjóri né öll þau fræðsluráð og náms- stjórar, sem enginn veit tölu á. Sé svo, þá væri fróðlegt fyrir þessa herra að vita það, að fjöldi unglinga úti um landsbyggðina hefur einskis náms notið utan fjögurra vetra í barnaskóla. Og það er ekki einu sinni alltaf um hcila fjóra vetur að ræða, heldur er sá námstími meira og minna sundurslitinn þar sem taka verð- ur námsdeildir inn til skiptis í barnaskólana. Það væri þess- vegna sanni nær að segja, að barnaskólanámið væri samtals í tveir vetur; einn kennari á hverj- um stað og léleg kennslutækni. Hingað á ritstjórn Vikunnar bcrzt vikulega fjöldi bréfa frá unglingum í Reykjavík og utan af landi. Fræðsluyfirvöldin hefðu gott af því að sjá sum þessara bréfa, skrifuð af 14, 15 og 16 ára j unglingum. Enginn getur ímynd- að sér að óreyndu, hversu móður- málskunnátta þeirra er bágborin. Þegar þessi dreifbýlisbörn cru ! Framhald á bls. 47.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.