Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 5

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 5
Peningana eSa lífiS! Nafnið Helena Rubinstein minnir mann fyrst og fremst á kvenlega fegurð, yndisþokka og töfra hins veika kyns, en það er ekki víst að allir hugsi á sama hátt. Það er t. d. vafasamt að Elizabeth Arden eða stjórnendur Revlon fyrirtækisins falli í trans ef minnst er á þetta nafn, — en mundu kannske heldur vara menn við að gerast of nærgöngul- ir við madömuna. En þetta vissu ekki þrír hörku-gæjar, sem réðust inn í íbúð madömu Rubinstein nú fyrir skömmu, klæddir bláum nankins- samfestingum og með dökk sól- gleraugu fyrir augum. Það eina, sem þeir sáu var veikbyggð, full- orðin kona (hún er sögð 92 ára, en aldur hennar er meira leynd- armál en uppskriftir hennar á snyrtivörum). „Opnaðu peningaskápinn, eða við kálum þér,“ urraði aðal-gæ- inn. „Gerðu það bara“, hreytti hún framan í hann. „Ég er búin að lifa nógu lengi. Þið getið svo sem drepið mig, en ég læt ykkur ekki ræna mig“. Þetta gerði gæjunum gramt í geði, og þegar hún fór að hrópa á hjálp og skrækja, þá hurfu þeir fljótar en nokkur andlitshrukka án þess að snerta við nokkru verðmætu hjá þeirri gömlu. SKÁLDALOKKAR Lokkur úr hári Friedrich Chop- in, hins fræga tónskálds, var ný- lega seldur á uppboði og fór fyrir sem svarar um 70 þúsund íslenzk- um krónum. Chopinsafnið á Mall- orca keypti. Tvö bréf, sem Chop- in skrifaði ástmey sinni, George Sand, seldust á ca. 45 þúsund. Fyrir nokkru héldu enskir galdramenn fund, og sýndu hvor öðrum hvað þeir gætu. Galdra- karlinn Maurie Vogel rak þá alveg í stanz, þegar hann sýndi þeim alveg nýtt atriði. Hann stillti sér upp fyrir framan sjö skyttur, sem miðuðu á hann og skutu síðan allir í einu skoti. Vogel kipptist til, en jafnaði sig furðufljótt, og skyrpti svo út úr sér sjö kúlum. Það var eng- inn vafi á því, að skytturnar sjö notuðu alvörukúlur, — enda neitaði eiginkona galdrakarlsins að vera viðstödd „líflátið11. En við nánari athugun kom í ljós, að plankinn vinstra megin við Vogel hafði sjö kúlugöt, og skytturnar viðurkenndu loks að hafa fengið „fyrirmæli" hjá Vogel. Einfalt, minn kæri Watson! Lifandi kúlugleypir. Síðan Hvað ætli pabbi segi? Hátt uppi. Svona lagað getur maður nú orð- ið séð aðeins i eld-eldgömlum bíó- myndum, þegar menn voru cnnþá að leika sér með flugvélar, sem þurfti að draga í gang. En þessi mynd cr alveg ný af nálinni, og þetta er í fúlustu alvöru, jafnvel þétt hún brosir blessunin. Af liverju hún er að þcssu, vitum við samt ckki, ncma það sé vegna þess, að maðurinn hennar hafi skipað henni að standa þarna uppl nokkra rúnta, því það er hann, sem flýgur. Ef ykkur langar til að vita hvað hann hcitir, þá er nafnið Lewis Benjamin, og heimilisfang: Panshanger, England. En til hvers þið viljið vita það, cr mér hulin gáta. Ef þið hefðuð spurt um hcnnar nafn, þá hefði ég skiliö . . . Brigitte Bardot hefur undanfarið verið að leita að stúlku ,sem gæti komið í hennar stað í hættulegum atriðum, eða hlaupið í skarðið ef hún skyldi fá flensu dag og dag. Það komu um 100 ungar stúlkur til að sækja um stöðuna, en líklegust mun hún vera þessi bomba á mynd- inni. Hún er 20 ára gömul, heitir Lady Chinchill og er prófessorsdóttir. VIKAN 29. tbl. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.