Vikan


Vikan - 16.07.1964, Síða 32

Vikan - 16.07.1964, Síða 32
ITALIA I SEPTEMBERSÓL Hópferð 13.-29. september 1964 FARARSTJÓRI: VINCENZO DEMETZ, SÖNGKENNARI. FERÐASKRIFSTOFAN Hverf isgötu 12 Reykjavík Símar 17600 og 17560 Skipagötu 13 Akureyri Sími 2950 bUPftar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ðllrútsmerkiö (21. marz — 20. apríl): Nú er loksins að komast skriður á mál, sem þú hefur beðið eftir með óþreyju. Þú getur lært mikið af reynslu kunningja þinna og ættir að geta spar- að þér nokkrar krónurnar með því að hagnýta þér hana. Þú verður lítið heimavið, sérstaklega á kvöldin. ©Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú færð girnilegt tilboð frá ókunnum aðila, sem þú skalt íhuga vandlega. Gamalt deilumál gæti dregið úr möguleikum þínum á vissu sviði. Ættingi þinn einn hefur niðurdragandi áhrif á þig. Forðastu eins og þú getur að umgangast hann svo hann dragi ekki úr þér kjarkinn. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú hefur gott tækifæri til þess að launa einum fjöl- skyldumeðlima þinna allt gamalt og gott, þú skalt fyrir alla muni ekki sleppa því. Miklar líkur eru á ferðalagi, ekki mjög stuttu. Ástarmálin munu leika í lyndi hjá ölium þeim sem þannig eru sinnaðir. Krabbamerkið (22. júni — 23. júlí): Þér verður mikil þörf á að nota kænsku og dipló- matiska hæfileika þína í samskiptum við yfirboð- ara þína. Gamalt tilfinningamál kemur á ný róti á huga þinn. Allt virðist þó vera við það sama og áður, svo þú skalt gæta gerða þinna. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Óvænt færðu lof fyrir vel unnið verk. Ef betur er a að gáð, geturðu látið ljós þitt skína á þessu sviði og orðið betur ágengt. Þú hugsar oft til ákveðinn- *** ar persónu, sem þú hefur ekki mikið umgengizt í seinni tíð. Þú sérð ekki eftir að hafa samband við hana. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Þú færð verkefni, sem er nokkuð seinlegt og ekki tekjudrjúgt. Þú virðist ekki hafa hagnað af því í sama hiutfalli og strit, svo það væri skynsamlegt að hafna því. Þú lendir á mannamóti þar sem verður óvenju margt gamalla kunningja og félaga þinna. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Loforð, sem þú hefur nýlega gefið vini þínum, reyn- ist þér erfiðara að efna en þig hefur nokkurn tíma órað fyrir. Reyndu að miðla málum. Þú hefur margar góðar hugmyndir í deiglunni, sem þú ættir að reyna að útfæra betur. Þú skemmtir þér drjúgt um helgina. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú verður í samkvæmi mikilla fyrirmanna og kynn- ist ýmsu, sem þú áttir ekki von á. Aðstaða þín til að koma þér vel fyrir er mjög góð sem stendur, svo þú ættir að láta einskis ófrestað til að styrkja grund- völlinn. Eyddu frístundunum heima hjá þér. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. desember): ©Þú hefur verið argur og óánægður undanfarið og fundizt allt ganga á afturfótunum. Snúðu nú við blaðinu og hresstu þig upp. Ef þú notar skynsemina verður þér vel ágengt. Reyndu að gera svolítið vist- legra i kringum þig og gagnrýndu sjálfan þig fremur en aðra. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur fengið leiðinlegar móttökur og undirtektir hjá persónu, sem þú væntir þér mikils af. Þér er hyggilegast að hugsa ekki meira um málið í bili. Þú átt í vændum ferðalag, sem þú ferð í á vegum at- vinnufyrirtækis þíns. Föstudagurinn verður óvenjulegur. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Verkefni, sem þér hingað til hefur verið leikur einn, er nú að vaxa þér yfir höfuð, auk þess sem vonir standa til að ennþá bætist við það. Þér er því nauð- synlegt að breyta um starfsaðferðir í tíma. Kunningi þinn leitar ráða hjá þér í vandamáli, sem gerir þér erfitt fyrir. ©Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Einn vina þinna hefur snúið við þér bakinu sökum rangra saka. Þú getur glatt þig við, að tíminn bætir úr þvi og þið eigið eftir að bralla margt saman. Þú ferð í skemmtilegt ferðalag, sem stendur í sambandi við áhugamál þin. Taktu ekki neinar fjármálalegar ákvarðanir. 02 — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.