Vikan


Vikan - 16.07.1964, Síða 33

Vikan - 16.07.1964, Síða 33
Við íslendingar höfum — sem betur fer — alltaf eitthvað hita- mál. Stundum er það kaupið, stundum stjórnmál, stundum Keflavíkurgangan, stundum gjaldeyrissvik og stundum sjón- varpið. Það er ekki beinlínis meiningin að blanda sér í hitamál, þótt við segjum frá einni framför í tækn- inni, eða kannske að réttara sé að kalla það breytingu á tækn- inni í sambandi við sjónvarp. íslendingar eru búnir að frétta það á löglegan máta, að verið getur að alþjóða sjónvarp komi hingað til okkar fyrr en varir, og að við þurfum ekki að eiga allt undir bandarísku og íslenzku sjónvarpi. Sumir halda jafnvel að um það verði ekki að kjósa að jafnaði, heldur þurfi maður að velja þegar í upphafi, hvort maður stilli tæki sitt á Reykjavík eða Keflavík. Og enn aðrir segja að Keflavík skuli út ganga. Víðast hvar í öðrum löndum, geta sjónvarpseigendur valið á milli 6—10 stöðva. f Bandaríkj- unum má ég segja að þær séu 8 en í Evrópu er úrvalið meira. Hér á íslandi sjáum við aðeins fram á val milli þess íslenzka og bandaríska. Svo segja sumir að alþjóða- sjónvarpið komi fyrr en varir, og því ekki að gera ráð fyrir því? Eða í það minnsta hugsað um það? Nú eru þeir farnir að framleiða sjónvarpstæki, sem taka allar þessar mögulegu stöðvar í einu. Þau eru þannig, að á þeim er einn stór skermur, eins og menn nú þekkja almennt. En til hliðar við hann — sitt hvorum megin — eru aðrir „skermar“ pínu- litlir þrír, fjórir, eða fimm hvoru megin — allt eftir því hversu dýr tæki maður vill kaupa. Á þessum litlu skermum sér maður öll hin „prógrömmin", og á þann- ig hægara um að velja á milli þeirra. Svo getur líka farið svo, að konan vilji sjá prjónaþáttinn, maðurinn hnefaleikana, strákur- inn káboy og stelpan „The Beatl- es“. Nú, þá er ekkert hægara en að hver sjái sitt. Auðvitað fær konan prjónaþáttinn á stóra skerminn — því hún ræður öllu á heimilinu, og er þýðingarmesta persónan. — Bóndinn getur látið sér nægja að horfa á hnefaleik- ana í smásjá, og sömuleiðis strák- urinn og stelpan. En nú er vandinn sá, að ákveða ; Úrvalsrelðhjjól fAlkinn d.B.S. MUDGE B. S.A. HOPPER Ávallt fyrirliggjandi í öllum stærðum fyrir karla og konur, yngri sem eldri. FÁLKINN H. F.f REIÐHJÓLADEILD VIKAN 29. tbl. — 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.