Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 6
diviniö dBOCOLOGNE D I VI N I A DEOCOLOGNE S M ART FÆST í SNYRTIVÖRUVERZLUNUM OG VÍÐAR. H . A. TULINIUS, HEILDVERZLUN K MARBLETTIR. Kaera Vika! Af hverju stafar það, kæri Póstur, þegar dökkir marblettir koma á mann, jafnvel þótt mað- ur viti ekki til þess að maður hafi meitt sig nokkuð? Mér finnst það svo leiðinlegt að ég er öll út í marblettum á hönd- um og fótum og víðar, og það má bara ekkert við mig koma til þess að ég fái ekki marbletti. Hvað á ég að gera við þessu? Ragnheiður K. — — — Tarna er huggulegt, eða hitt þó heldur. Maður gæti haldið að þú værir alltaf í slags- málum, eða eru menn svo ótugt- arlegir að vera að klípa þig. Annars er þetta nokkuð al- gengt, og sem betur fer ekki al- varlegt og oftast hægt að laga. Þetta stafar venjulega af skorti á C-vítamíni, og ég mundi því ráðleggja þér að reyna að inn- byrða töluvert af því. Það er heilmikið af C-vítamíni í grænmeti, ávöxtum, mjólk og kartöflum. Grænmeti og ávexti áttu helzt að borða hrátt, eða nota soðið af grænmetinu, því þangað fer mikið af þessu fjör- efni. Þetta færðu líka í lifur og hrognum — og lýsi. Og svo eru auðvitað pillurnar — C-vitamín pillurnar, sem þú færð í hvaða apóteki sem er. Það ku vera töluvert af C-vita- mini í þeim. SNJÓDEKK EÐA KEÐJUR Kæra Vika! Það verður ekki betur séð, en þið þarna á Vikunni séuð með bíladellu á töluvert slæmu stigi. Hvernig væri nú, að þið gæfuð fáfróðum almúganum nú ein- hverjar leiðbeiningar um ýmis- legt í sambandi við akstur og meðferð bíla? Það væri áreiðan- lega vel þegið, og kæmi mörgum vel. Mig langar til dæmis að spyrja bílasérfræðingana hjá ykkur, hvort ég á heldur að kaupa mér keðjur eða snjódekk fyrir veturinn. Væri möguleiki að fá útúrsnúningalaust svar við því? Með kveðju. X-9. — — — Ég er eiginlega hálf nervus út af þessum bréfum, sem taka fram, að svörin eigi að vera útúrsnúningalaus. Það endar sjálfsagt með því, að ég þori ekki að svara bréfunum lengur, nema kannski með já og nei. En það er þetta með snjó- dekkin og keðjurnar. Bílasér- fræðingurinn okkar mælir ein- dregið með snjódekkjum, og rök- styður það með því, að þá sé maður laus við að setja keðjurn- ar á og taka þær af, og eigi aldrei yfir höfði sér að aka með lemjandi og skröltandi keðjur. Hins vegar segir hann, að snjó- dekkin verði að vera með góðu og grófu munztri, og nauðsyn- legt sé að gæta þess, að þau séu alltaf vel pumpuð, til að glenna munstrið nógu vel út. Og hann bað mig að undirstrika það vel og drengilega, að hvort sem ekið er með snjódekkjum eða keðj- um, þurfi alltaf að fara með gát, því ekkert sé öruggt í hálku nema gætilegur akstur, og um- fram allt að forðast að kloss- bremsa og standa á bremsunni, heldur að bremsa aðeins stutt í einu og oft — þannig segir hann að auðveldast sé að stöðva bíl á hálku og jafnframt að hafa stjóm á honum. — Annars seg- ist hann vita til þess, að sumir hafi sett keðjur utan yfir snjó- dekkin til að vera alveg örugg- ir, en hann glotti um leið... ÞAR SEM REGLUM OG LÖGUM SLEPPIR. Kæri Póstur! Ég er einn af þeim fáu bíl- stjórum í Reykjavík, sem fara eftir settum reglum í hvívetna. Það er að segja: Ég beygi út af aðalbrautum af réttum akrein- um, ek ekki hraðar en lög mæla fyrir um o.s.frv. En það kemur margt fleira til greina, ýmis atriði í umferðinni, sem lögin segja ekkert um og geta ekkert sagt um. Þar kemur siðferðisleg tilfinning hvers og eins til greina. Ég hef tvö „princip" í sambandi við þesskonar atriði, sem ég hefði gaman af að heyra, hvort þið teljið réttmæt eða ódrengileg. í fyrsta lagi: Ég tek aldrei upp í bílinn svonefnda „þumalputtaferðamenn“, þ. e. þessa óhreinu, skeggjuðu, klossa- klæddu og berleggjuðu farang- ursberendur, sem úir og grúir af á sumri hverju. í öðru lagi: Ég stanza fyrir fótgangendum þar sem það á við og hleypi bílum fram fyrir mig í röð, nóta bene, g — VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.