Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 31
VIKAN BLAÐAUKI / ÞETTA SKIPTI: 189, 420 PUND Anæsta lista eru 16 atriði, sem við þurfum aS fara yfir (Starting response check) en það er aðallega ýmislegt í sambandi við hreyflana sjálfa og undirbúningur áður en þeir eru ræstir. Síðasta atriði er svo að ræsa þá. Þá hef ég símasamband við mann, sem stendur niðri á jörðu, við tæki sem veitir loftþrýsting til vélanna til að ræsa þær. Ég kalla ti! hans: „Groundman — þrýsting á númer tvö", en það þýðir að hann á að veita fullum þrýstingi á þann hreyfil. Ég sé svo á mæli fyrir framan mig þegar þrýstingurinn er orðinn nægilegur til að ræsa hreyfilinn, — og geri það. Þegar allir hreyflar eru ræstir, förum við yfir 14 atriði í sambandi við þá, stillum eldsneytis- blönduna inn á þá, athugum olíuþrýsting, eldsneytisþrýsting o.m.fl. Mælarnir á myndinni sýna að allir hreyflarnir eru komnir í gang, tveir þeirra (Nr. 2 og 3) hafa náð fullum hraða, en nr. 1 og 4 eru að auka hraðann og munu ná fullum hraða á næstu augnablikum. „Copilotinn" og ég höldum um blöndustillana á nr. 1 og 4 og hreyfum þá jafn- óðum og þeir auka hraðann. Copilotinn" les upp lista með 69 atriðum Efst á myndinni, fyrir ofan efstu mælaröðina, eru fjórir snerlar. Þeir stjórna slökkvitækjum hreyflanna. Efsta mælaröðin sýnir álag (torque) hreyflanna, næsta röð þar fyrir neðan sýnir lágþrýsti-snúnings- hraða hreyflanna, þar fyrir neðan eru mælar, sem sýna snúningshraða hreyfla en neðsta röðin í kerfinu sýnir háþrýsti-snúningshraða þeirra. Fyrir neðan þessa mæla eru tvær samstæður með fjórum mælum. Sú til vinstri á myndinni sýnir eldsneytisrennsli, en til hægri olíuþrýsting hreyflanna. Neðst á myndinni sjást ógreinilega fjórir mælar, sem sýna olíuhita hreyflanna. Vinstra megin við efstu mælasamstæðuna eru tveir mælar. Sá stærri sýnir hvort sjálfvirka stýringin (autopilot) sé í sambandi, en sá minni sýnir lofthita fyrir utan vélina. Hægra megin við sömu mælasamstæðu er mælir, sem er í sambandi við lofthemla (flaps). Nokkru fyrir neðan hann og aðeins til hægri er venjuleg klukka, og önnur eins í sömu hæð vinstra megin á mælaborðinu. Á mælaborðinu sjást einnig Ijós, sem gefa til kynna hvort lendingar- hjól séu í réttstöðu, önnur, sem sýna hraða hreyfla við ræsingu o.fl. Ajörðu niðri kemur aðalþungi vélarinnar á þessi hjól, fjögur hvorum megin. Nokkur þungi kemur einnig á nefhjó.lið, en það er aðeins til stuðnings. Eitt af því bezta við þennan hjóla- útbúnað er „anti-skid" bremsurnar, en „anti-skid" kerfið er sett á og notað við lendingar. Þær eru þannig útbúnar, að snúist hjólin yfir 150 snún- inga á mínútu, er ekki hægt að bremsa þannig að hjólin dragist. Einnig eru í þeim eins konar skynjar- ar, sem „skynja" flötinn, sem hjólið snertir, og stillir bremsuviðnámið eftir því. Þetta þýðir, að það er alltaf óhætt að bremsa af fullu afli, hver sem hraðinn er og þótt hálkublettir séu á brautinni, bremsurnar vinna alltaf eins vel og hægt er og það er engin hætta á að vélin snúist á ísblettum eða vætu. Svo sparar þetta líka gúmmíin . . . Við erum að leggja af stað til New York frá Keflavík, og við erum setztir upp í vélina, ég vinstra megin í sæti flugstjóra, aðstoðarflugmaðurinn Ámundi G. Olafsson við hlið mér hægra megin í vélinni, næstur fyrir aftan hann er vélamaðurinn Aðalmundur Magnús- son og snýr höfði að mælaborði á hægri hlið vélarinnar. Við hlið hans og enn aftar er loftsiglingafræðingurinn, Þormóður Hjörvar. Ég veit að vélin er samtals 189,420 pund, og út frá því reiknum við þann hraða, sem vélin þarf að hafa á „V-l" eða við flugtak, — en áður en að því kemur, verðum við að fara yfir fjöldan allan af atrið- um. Aðstoðarflugmaðurinn — venjulega kallaður copilot okkar á milli —• les upp lista með 69 mismunandi atriðum, sem við þurfum að fara 0Q — VIKAN 47. tbl. fyrst yfir. Þetta heitir „Cockpit check", eða athugun í stjórnklefa. Þar á meðal er Ijós í stjórnklefa, athugun á aðvörunarkerfi, prófun á slökkvi- kerfi o.fl. o.fl., allt niður í að lagfæra sætið og festa um sig öryggis- belti. I hvert sinn, er copilotinn les upp spurningu, fer ég höndum um viðkomandi tæki, og fullvissa mig um að það sé í fullkomnu lagi. Það dugar mér ekki að horfa á mælana og segja að þeir sýni rétt — ég verð að benda með fingrinum á hvern einasta mæli áður en ég svara, svo að „copilotinn" geti fylgzt með og um leið fullvissað sig um að ég hafi raunverulega horft á viðkomandi mæli. Annars gerir hann athuga- semd og spyr aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.