Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 18
flstir á skrifstofunni af henni að hún segði upp starf- inu og fengi sér vinnu annars- staðar. Hvað hún gerði. Skrifstjórinn gat að sjálfsögðu ekkert við því sagt. Þetta var alvara, hann varp þungt öndinni og fór að svipast um eftir öðr- um einkaritara. -— í sjálfu sér ráðum við engu um val einkaritara, sagði hann við mig. En það liggur í augum uppi, að fyrirtækinu er það á allan hátt hagur, að hún sé frið sýnum og aðlaðandi. Það er á vissan hátt auglýsing, auk þess sem það eykur manni sjálfs- traust. Nýi einkaritarinn var stúlka ekki síður fríð sínum og aðlað- andi en sú, sem kvaddi garðana í Gröf. Framhaldið getur maður gert sér í hugarlund — svona nokkurnveginn. „Auðvitað hringi ég frá skrif- stofunni, elskan mín. Þú heyrir þó liklega í ritvélinni?" liðsgleðina í bandarísku fyrir- tæki, sem höfundurinn segir frá í bókinni, „Skrifstofukynlíf". Sænskur blaðamaður, sem skrif- ar grein um bókina, tekur að svipast um heima í sínu eigin landi, og drepur á ýmislegt í sambandi við skrifstofukynlífið þar: í borg einni í Svíþjóð er kvæntur læknir, sem heldur við hjúkrunarkonu sína. Ekki alls fyrir löngu hittust þeir, hann og góðkunningi hans einn, sem vissi vel um þetta. Þeir röbbuðu yfir glasi lengi kvölds, og trún- aðartraustið varð innilegra og gagnkvæmra að sama skapi og lækkaði í flöskunni. — Vekur kvenfólkið, sem leit- ar til þín, aldrei fýsn hjá þér? spurði góðkunninginn. — Nei, brennt fyrir það, svar- aði læknirinn með áherzlu. — Svona, svona . . . segðu sannleikann, varð kunningjan- um að orði. Og þar sem nú var sú stund upprunnin, að góðir vinir taka ofan grímuna hvor fyrir öðrum, svaraði læknirinn eftir nokkra umhugsun: — Vitanlega kemur það fyrir endrum og eins... en ég þori aldrei að láta hið minnsta á því bera, því að þá ætlar hún að verða vitlaus af afbrýðisemi. — Hún ... hver? ■—■ Hjúkrunarkonan, skilurðu. Það er stundum að til mín leita konur, sem í rauninni kenna sér ekki nokkurs meins. Erindi þeirra er ekkert annað en að fá að afklæðast frammi fyrir mér. En hjúkrunarkonan sér það sam- stundis á þeim, þegar þær koma inn í biðstofuna. Yfirleitt er hún aldrei við- stödd, þegar ég skoða sjúkling- ana. En þegar um þessháttar kvenmann er að ræða, víkur hún ekki út fyrir þröskuldinn. Það er eins og hugboð hennar sé óskeikult á því sviði... Nýja skrifstofustúlkan. Þar sem margt karlmanna og kvenmanna er á vinnustað, eru hundrað hundraðshluta líkur fyrir því, að andrúmsloftið verði kynrænum lævi blandið. Viss karlmaður laðast að vissum kvenmanni. Eigi þau einhver sameiginleg áhugamál, skortir þau ekki umræðuefni, og þó svo sé ekki, geta þau alltaf talað um starf ið og það sem við ber - í skrifstofunni. Þessar umræður verða þeim formálinn að persónulegri um- ræðuefnum, og áður en langt um líður hefur skapazt með þeim einlægur trúnaður. Og þegar þau svo verða samferða niður í lyft- unni að dagsverki loknu, leita hendur þeirra ósjálfrátt snert- ingar, eins og þser vilji forvitnast um hvort þau hafi ekki þörf fyrri gagnkvæman trúnað, sem ekki verður orðum tjáður. Þeim kemur vel ásamt. Það er upphafið. Ástin blómgast í skrifstofun- um, það gefur auga leið. Hún blómgast að vísu hvar sem er, þegar svo ber undir, en hvergi verður andrúmsloftið viðlíka magnað kynæsandi áhrifum og á vinnustöðvum. Skrifstofurómantíkin, sem skáldsagnahöfundarnir voru að gera sennilega fyrir nokkrum áratugum, er orðinn raunveru- leiki. Enn sem fyrr eru reyk- ingar bannaðar innan veggja í slíkum stofnunum, annað ekki. En skrifstofustúlkurnar eru af allt annarri gerð en áður fyrr. Og þó að það, sem ekki er bannað, sé kannski ekki bein- línis leyft, þá er það að minnsta kosti ekki bannað. Kossar, ástafundir — og sagan búin. Það gerðist í stóru fyrirtæki, að einn af skrifstofustjórunum stofnaði til náinna kynna við einkaritara sinn. Hann var kvæntur, hún ung, laus og liðug. Starfsins vegna urðu þau að vinna í sama herbergi átta klukkustundir í sólarhring. Hvorugt þeirra hafði reiknað með því, sem skáldsöguhöfund- arnir kalla vald ástarinnar, og samt gekk þetta allt eins og í framhaldssögu. Þau komust ekki hjá yfirvinnu, hendur þeirra snertust af tilviljun, það kom fyrir að þau ræddu málefni, sem ekkert komu starfinu við og loks hófust náin kynni með þeim. Fyrst voru það skammir ásta- fundir, kossar, þegar enginn sá til og á stundum varð skrif- stofustjórinn að takast ferð á hendur, fyrirtækisins vegna, og þá var einkaritarinn vitanlega í för með honum. Þess á milli var hann heima hjá sér að dagsverki loknu, ást- ríkur faðir börnum sínum og konu sinni góður eiginmaður — kannski eilítið utan við sig endr- um og eins. Einkaritarinn, sem var mjög fríð sýnum, þáði boð ókvæntra aðdáenda og skemmti sér með þeim. Svo gerðist það, að hún varð ástfangin af einum þeirra. Hún sagði húsbónda sínum frá því. Svo trúlofuðu þau sig, hún og ókvænti aðdáandinn, og þar sem hann hafði að minnsta kosti grun um að kynni hennar og skrif- stofustjórans, krafðizt hann þess Nú býðurðu mér upp á kaffi heima... Starfsmaður í opinberri skrif- stofu sagði við mig, án þess að hann væri nokkuð hneykslaður, að því er séð varð: — Þetta er allt frjálsara nú orðið. Nú þarf maður ekki annað en að segja við samstarfsstúlku: „Nú býðurðu mér upp á kaffi heima“, til þess að hún viti hvað klukkan slær. Áður hefði slíkt verið tekið sem grín — þegar bezt lét. Sú saga er sögð, að fulltrúi nokkur bauð ungum manni, sem hann var að ráða til skrifstofu- starfa, að snæða með sér morg- unverð. Að sjálfsögðu var rætt um skrifstofustörfin, og síðan barst talið smám saman að ýmsu öðru innan stofnunarinnar. Full- trúinn gerðist góðglaður og til þess að nýi maðurinn kæmi þar ekki að öllu ókunnugur, sagði hann honum sem gerzt af hátt- um starfsfólksins og meðal ann- ars kom það á daginn, að sér- hver karlmaður í ábyrgðarstöðu við fyrirtækið var í nánum kynn- um við einhverja skrifstofustúlk- una. Og þar sem unga manninum var mjög í mun að kynnast öll- um aðstæðum sem nánast, og fulltrúinn þóttist sjá að hann ætti örðugt með að átta sig á öllum þessum nöfnum, dró sá síðarnefndi upp sjálfblekung sinn og teiknaði einskonar skýr- ingarmynd á borðdúkinn og fyllti hana síðan út með nöfn- um viðkomenda, svo greinilega mætti sjá hver væri í kynnum við hverja — sjálfur fram- kvæmdastjórinn að sjálfsdgðu efst í myndinni, síðan forstjórar, fulltrúar og varamenn þeirra. Þegar þeir fóru, tók ungi mað- Jg — VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.