Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 45

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 45
APPELSÍN SÍTRÓN L I M E Svalandi - ómissandi á hverju heimili Þjónninn brosti og kom meS uppóstungu. — Hann segir að Doner Kebab sé mjög gott í dag. Eg trúi honum ekki, en það getur vel verið. Það er mjög ungt lamb, steikt ó teini, yfir viðarkolaeldi og borið fram með krydduðum hrísgrjónum. Miklu af lauk. Viltu eitthvað annað frek- ar? Pilaff eða eitthvað af þessum fjandans fyllta pipar, sem þeir éta hérna? Allt i lagi þó. Þú verður að byrja með nokkrum sardínum, glóðarsteiktum en papilotte. Það er hægt að svæla þeim í sig. Kerim lét skipanahríðina dynja ó þjónin- um, svo hallaði hann sér aftur á bak og brosti til Bonds. — Svona ó að meðhöndla þetta fjandans pakk. Það elskar að lóta bölva sér og sparka í sig. Það er það eina, sem það skilur. Það er í blóðinu. Allar þessar kenningar um lýðræði eru að drepa það. Það vill fó soldóna og stríð, nauðganir og skemmtilegheit. Þetta eru ræflar og ruddar í röndóttum fötum með harðkúluhatta. Þeim líður djöful- lega, það þarf ekki annað en að horfa ó þó til að sjó það. Jæja, til fjandans með þó. Nokkuð nýtt? Bond hristi höfuðið. Hann sagði Kerim fró herbergisskiptunum og að töskurnar hans hefðu ekki verið snertar. Kerim skolaði niður glasi af raki og þurrkaði sér um munninn með handarbakinu. Hann bergmálaði hugsanir Bonds við og við: — Jæja, leikurinn varð einhvers- staðar að byrja. Ég hef undirbúið nokkra smáleiki. Nú getum við að- eins beðið og séð til. Við skulum gera smá innrás inn á óvinasvæðið eftir matinn. Ég býst við, að þú hefðir gaman af því. Nei, við mun- um ekki láta sjá okkur. Við ferð- umst í skugganum, neðanjarðar. Kerim hló ánægður að snilli sinni. — Og nú skulum við tala um aðra hluti. Hvernig likar þér Tyrkland? Nei, mig langar ekki til að vita það. Hvað eigum við að tala um? Þeir trufluðust, þegar fyrsti rétt- urinn kom. Sardínur, glóðarsteikt- ar en papilotte, voru eins á bragð- ið eins og allar aðrar steiktar sardínur. Kerim hófst handa við stóran disk af einhverju, sem virt- ust vera strimlar af hráum fiski. Hann sá áhugasamt augnaráð Bonds. — Hrár fiskur, sagði hann. — Á eftir þessu ætla ég að fá hrátt kjöt og salatblöð, og svo fæ ég mér skál af yoghourt. Ég er ekki neinn heilsuræktarmaður, en einu sinni þjálfaði ég mig upp í að verða aflraunamaður. Það er gott starf í Tyrklandi. Almenningur elsk- ar það. Það er gott starf. Og þjálf- arinn minn krafðizt þess að ég æti aðeins hrámeti. Það er góður sið- ur. Það er gott fyrir mig en — hann veifaði gafflinum slnum — ég er ekki að segja að það sé gott fyrir alla. Og mig skiptir það andskot- an engu máli, hvað fólk étur, með- an það bara hefur gaman af að éta. Ég þoli ekki þá, sem éta með Framhald á bls. 51. Þetta eru NYLFUR haUamér sem þola regn og illa meö- fferð án þess að aflagast BKRNHARD LAXDAL, Kjörgarði — Sími 14432. VIKAN 47. tbl. — 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.