Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 19
urinn borðdúkinn heim með sér,
klippti úr honum skýringar-
myndina með nöfnunum og
nældi hana á tilkynningatöfluna
í skrifstofuhúsakynnunum dag-
inn eftir. En hún hafði ekki
hangið þar nema örstutta stund,
þegar einhver reif hana niður og
sást hún ekki eftir það.
Ungi maðurinn hafði ekki
heldur unnið hjá fyrirtækinu,
þegar hann varð þess vísari að
það, sem hann hafði haldið að
væri gamansemi fulltrúans, var
fúlasta alvara.
Viský og „popkorn" í ritvélum .
Meðan Helen Gurley Brown var
ógift, reit hún bók sem nefndist
„Ástalíf ógiftra kvenna", sem
olli almennri hneykslan í Banda-
ríkjunum. Nú er hún að visu
gift, en í þessari nýju bók sinni
lýsir hún bandarískum skrifstof-
um sem æsilegustu kynnautna-
stofnunum. Hún hefur sjálf unn-
ið sem skrifstofustúlka á átján
stöðum, svo að hún ætti að fara
nærri um það.
Að einu leyti virðist áberandi
munur á fyrirkomulaginu í
Bandaríkjunum og Svíþjóð. f
Bandaríkjunum eru skemmtanir
starfsfólksins yfirleitt haldnar í
sjálfu skrifstofuhúsnæðinu, þar
sem viskýið flæðir yfir ritvélarn-
ar og „poppkornið“ hrynur ofan
í þær. í Svíþjóð eru slíkar
skemmtanir haldnir í leiguhús-
næði — hvað ekki þarf þó endi-
lega að vera trygging fyrir því,
að allt fari þar betur fram.
Helen Brown er því eindregið
mótfallin, að skrifstofumennirn-
ir komi með eiginkonur sínar á
slíkar skemmtanir. Það getur
orðið stingandi, augnatillitið
þeirra, þegar þær sjá eiginmann-
inn dansa við einkaritarann sinn,
sem hann hefur sagt konu sinni
að væri uppþornuð piparjúnka
með hárið í hnakkahnút, en svo
kemur þarna á daginn, að hún
gæti hæglega verið tvíburasystir
Jayne Mansfield.
Tortryggnar eiginkonur, sem
þó verða að láta það gott heita,
að eiginmaðurinn taki einn þátt
í slíkum skemmtunum, hafa oft-
astnær nokkra ástæðu til tor-
tryggni. Þeir lenda margir i ann-
arri íbúð og rekkju en sinni eig-
in, að lokinni samkomu.
Og það verður sjaldnast fyrir
neina tilviljun. Slíkt er venju-
lega búið að grafa um sig í „und-
irvitundinni" alllengi áður.
Kunnur hjónaskilnaðalögfræð-
ingur sagði mér það fyrir
nokkru, að skrifstofuástir væru
mun algengari en almenningur
ætlaði.
Aftur á móti veltur á ýmsu
varðandi hjónaástir á slíkum
stöðum, þ.e.a.s. þegar hjónin
starfa bæði í sömu skrifstofu.
Lögfræðingur þessi hafði þá
ekki alls fyrir löngu annazt
skilnaðarmál einna slíkra hjóna,
sem höfðu þá verið gift í tíu
ár. Konan hafði starfað sem
einkaritari eiginmanns síns, ver-
ið hans önnur hönd, lifað og
hrærzt í starfi hans og átt þannig
snaran þátt í því hve vel honum
vegnaði. En svo þreyttist hann
á öllu saman og tók saman við
kvenmann, sem vildi helga sig
heimilinu. Hann þarfnaðist
konu, sem leit upp til hans og
dáðist að hæfileikum hans og
dugnaði í stað þess að gagnrýna
hann í starfinu — eins og fyrri
konunni hætti við.
Hið gagnstæða er þó algeng-
ara. Lögfræðingurinn taldi, að
fríð og heimiliskær eiginkona
gæti aldrei verið örugg gagnvart
einkaritara eiginmannsins, og
það þó einkaritarinn væri ófríð
stúlka. Hann hafði annazt marga
hjónaskilnaði, þar sem eiginmað-
urinn yfirgaf bráðfallega konu
sína til þess að geta tekið saman
við ófríðan einkaritara. Maður-
inn bar því þá stundum við að
eiginkonan kynni ekki að meta
starf hans, hann væri ekki ann-
að í augum hennar en púlshestur
fyrir heimilið. En einkaritarinn,
hún kunni að meta starf hans,
tók þátt í örðugleikum hans og
lagði honum allt lið, sem hún
mátti.
Sænskur iðjuhöldur svaraði
því til fyrir nokkru, þegar hann
var að spurður hvort mikið væri
um ástir meðal skrifstofufólks
hans, að það hefði engan tíma til
að sinna slíku. En hann hefur
áreiðanlega brosað í kampinn
þegar spyrjandinn sá ekki til.
Enginn hefur svo mikið að gera,
að hann hafi ekki tíma til þeirra
hluta, jafnvel ekki harðdugleg-
ustu forstjórar eða metnaðar-
gjörnustu forfrömunarkeppend-
ur. Slíkir vinnuhestar eru líka
oftast gæddir undarlegu aðdrátt-
arafli þegar ungar skrifstofu-
stúlkur eru annars vegar. Og
það er engin þjóðsaga, þetta með
skrifstofuveiðibjölluna, sem hef-
ur það lag á yfirboðurum sínum,
að hún blátt áfram svífur upp
metorða- og launastigann. Þær
veiðibjöllur eru til í hópi ungra
og fríðra skrifstofustúlkna, sem
leggja hart að sér í starfinu.
Það eru þær, sem yfirboðararn-
ir kalla inn til sín, fá sæti á um-
ræðufundum þeirra og hljóta
brátt ábyrgðarstöður.
Ástalífið veldur sjaldan vand-
ræðum, hvað fyrirtækið snertir.
Þar sem karlar og konur vinna
saman, verða afköstin allajafna
meiri en ella, og frumstæðasti
metnaður karlmannsins verður
honum stöðug hvöt til starfs-
afreka, þegar kvenfólk er með
í spilinu.
En svo getur líka annað orðið
uppi á teningnum. Það gerðist
í stóru sænsku fyrirtæki, að for-
stjórinn, harðkvæntur maður,
stofnaði til nánustu kynna við
einkaritara sinn, unga og fagra
stúlku. En svo vildi þannig til,
að aðstoðarforstjórinn, ungur
maður og glæsilegur, varð ást-
fanginn af henni. Hún trúlofað-
ist honum og giftist, án þess þó
að slíta kynnum sínum við for-
stjórann, og lék þetta tvöfalda
hlutverk sitt svo laglega, að fæst-
ir höfðu hugmynd um hvernig í
öllu lá — og eiginmaðurinn alls
ekki. Ekki fyrr en honum barst
nafnlaust bréf, og þá var fjand-
inn laus. Hann sagði upp starf-
inu og krafðist skilnaðar, en for-
stjórinn varð að slíta öllum
kunningsskap við stúlkuna, þar
sem eiginkona hans komst einnig
á snoðir um allt saman. Allt varð
þetta til þess að mikið var slúðr-
að í stofnuninni, brosað í laumi
og allt það. Mörgum þótti for-
stjórinn hafa sett ofan, og and-
rúmsloftið varð ekki sem holl-
ast til afkasta. En forstjórafrúin
var of hyggin til þess, að hún
færi fram á skilnað. Skrifstofu-
ástin getur blossað upp í bili,
en líka kulnað fljótt út.
Og ekki svo að skilja, að það
séu allir skrifstofumenn, sem
iðka þessa starfsíþrótt af kappi
þótt kvæntir séu. Langt frá því.
Fjölmargir eiga ekkert við slíkt
— þó að þá kannski langi til
þess. Þeir vita sem er, að sam-
starfsfólkið er ekki lengi að
komast á snoðir um þessháttar,
og sumir þeirra fá leyndri löng-
un sinni nokkra útrás með sið-
vendispredikunum um hina, sem
láta undan löngun sinni. Þeim
fer þó óðum fækkandi, meðal
annars fyrir það, að predikanir
þeirra fá stöðugt takmarkaðri
hljómgrunn meðal samstarfs-
fólksins. Forstjórafrú ein sagði
við mig:
•— Eins og ég viti það ekki,
að maðurinn minn er í nánum
kynnum við skrifstofustúlkur
sínar? En við því verður ekki
séð, svo ég vil ekkert um það
hugsa.
En hvað segir svo vesalings
karlmaðurinn. Ungur deildar-
stjóri, sem hefur áhuga á sál-
fræði, komst þannig að orði:
— Karlmaðurinn er stöðugt að
leita að hinni fullkomnu konu,
en þar eð hún fyrirfinnst ekki,
tekur hann það ráð, að láta þær
bæta upp hverja aðra. Heima
finnur hann móðureiginleikana
hjá eiginkonunni, ástina hjá
skrifstofustúlkunni, sem kannski
er ekki sérlega glæsileg, og feg-
urðina hjá þeirri þriðju, sem
hann svo býður með sér á veit-
ingastaði og er honum einskon-
ar skartgripur ...
Þetta segir sá sænski. Og get-
ur þá hver einn skyggnzt um
sína sveit, eins og þar stend-
★
UNGFRU YNDISFRIÐ
býður yður hið lands'þekkta
kenfékt frá N Ö A.
HVAR E R ÖRKIN HANS NOA3
ÞaB er alltaf saml lelkurlnn 1 bénnl Ynd-
isfrlB okkar. Hún hcfur faliS tirklna hans
N6a einbvers staSar f blaSlnu og heitir
göðum verSIaunum hánda þelm, scm getur
fundiS Brklna. VerSlaunin eru stðr kon-
fcktkassi, fullur at hezta konfektl, og
framlelSandiun er auSvltaS SælgætlsgerS-
ln NiL
Nafn
HelmlU
örkln er á hls. .
SiSast er dreglS var hlaut verSIaunln:
GUÐBJÖRG ÞÓRISDÓTTIR,
Álftamýri 48, Rvík.
Vinninganna má vitja í skrifstofu
Vikunnar. 47. tl) 1.
VIKAN 47. thl. — 10