Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 32
Þegar hra
V-1 og stra
ví næst ek ég vélinni út ú brautarenda, en á meðan förum við
yfir 25 atriði í viðbót (Pre-take-off-check), en þegar því er lokið
er vélin tilbúin til flugtaks.
Rolls Royce hreyflarnir eru m.a. öðruvísi en venjulegir skrúfuhreyfl-
ar á þann hátt, að ekki þarf að reyna hvern þeirra fyrir sig, eins og
allir vita að gert er með venjulega skrúfuhreyfla, heldur er óhætt að
fara beint upp, þegar þessum athugunum og prófunum er lokið. Ég
stöðva vélina því ekkert á brautarendanum en gef öllum hreyflunum
fullt afl og vélin rennur með sívaxandi hraða eftir brautinni.
Ég hefi aðra höndina á nefhjólsstýri vélarinnar, en hina á eldsneytis-
gjöfum hreyfianna. „Copilotinn" heldur um sitt hæðarstýri, sem er í beinu
sambandi við mitt, en grípur síðan um eldsneytisgjafirnar þegar ég
sleppi þeim tii að taka vélina upp.
Báðir fylgjumst við með hraðamælinum, og þegar hraðinn er orðinn
nægur, kallar hann upp: „V-T" og augnabliki síðar „VR".
(V-T merkir að vélin sé komin á það mikinn hraða, að ekki er mögu-
legt að stöðva hana aftur, heldur verður að taka hana á loft úr því.
VR merkir nægan hraða til flugtaks).
Auðvitað fylgist ég líka með hraðanum, en „eopilotinn" kallar hann
upp til staðfestingar.
Þá sleppi ég hendinni af eldsneytisgjöfinni og tek báðum höndum
um hæðarstýrið, sem ég dreg að mér, — og vélin beinist uppávið og
fer þegar á loft. Um leið tek ég í handfang, sem setur upp lendingar-
hjólin í vélina. Ég beini vélinni uppávið í ákveðnu horni og stilli stjórn-
tækin á vissan hátt til að láta hana „klifra" — eða hækka flugið jafnt
og þétt.
Um þetta leyti förum við yfir 10 atriði í viðbót, og þar á meðal er
eift hið síðasta að slökkva á skiltunum aftur í farþegaklefanum, þar
sem á stendur að reykingar séu bannaðar.
Við eigum eftir að klifra í 20 mínútur eða hálftíma, og ég set hluta
af sjálfstýringunni (autopilof) í samband, þannig að hún stjórnar vél-
inni að mestu leyti . . .
Sjálfstýring
I 20 þúsund
fetum
Við erum komnir í 20 þúsund feta hæð, eins og áformað
var og ég set fulla sjálfstýringu á vélina. Ég fylgist
auðvitað með öllum mælum og sé að allt er eðlilegt, en að
öðru leyti þarf ég ekki að hafa áhyggjur af fluginu. Ég get
jafnvel staðið upp til að rétta úr mér dálitla stund, því „copilot-
inn" er á sínum stað á meðan. En það er svo lítið pláss frammi
í stjórnklefanum, að það er eins gott að sitja kyrr. Ég næ
þess vegna í pípuna mína og hreinsa hana vel og vandlega
áður en ég treð í hana tóbaki og kveiki í. Pípusköfuna set ég
svo við hliðina á mér, rétt fyrir ofan sjálfstýritækin eins og
vanalega, því þar er hún alltaf við höndina ef í nauðirnar rekur.
Héðan af þarf lítið sem ekkert að hugsa um vélina, ef allt
er með felldu, og ef okkur dettur í hug að beygja af leið,
þá þarf ekki annað en snúa örlitlum hnapp, á stærð við takka
á útvarpstæki, og vélin hlýðir samstundis.
Takkarnir fjórir efst á myndinni stjórna eldsneytisblöndunni
inn á hreyflana, en vélamaðurinn sér um að þeir séu rétt
stilltir hverju sinni.