Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 12
Jafnskjótt og ég kom út um portið, só ég ! hverskonar skapi Mario var. Hann stóð og beið mín ó gangstéttinni, tortrygginn ó svip eins og hann væri þar til að njósna um mig. Skapgerð hans var fjarri þvf að vera til fyrirmyndar. Þegar mamma benti mér ó það og hristi höfuðið og sagði: Þú ótt eftir að finna fyrir því, svaraði ég því einu til, að það eina, sem maður þyrfti að vita, væri hvernig maður ætti að taka karlmennina; en í rauninni var ég sannfærð um að hún hefði ó réttu að standa. Mario heimtaði að ég væri stundvís,- að öðrum kosti hótaði hann að hætta að hitta mig. Sjálfur varð hann alltaf á undan mér þangað, sem við mæltum okkur mót hverju sinni. Sjálf reyndi ég alltaf að vera stundvís, því að þá varð hann ánægður. En þegar ég kom of seint, sneri hann við mér baki og horfði á bílana, sem óku framhjá, og þótt hann væri aðeins jafngamall mér, var ég mjög hrædd við hann. Þetta kvöld sneri hann við mér baki og ég hugsaði: Nú fæ ég að kenna á því einu sinni enn. Ég gekk brosandi til hans og lét sem ég tæki ekki eftir fýlusvipnum á honum, því með því móti tókst mér oft að hafa úr honum ólundina. En hann virti mig ekki einu sinni viðlits, og mér varð hugsað til þess, sem skeð hafði kvöldið fyrir, um raddblæ hans er hann talaði við mig í símanum. Samvizka mín var hrein, en engu að síður varð ég rauð í framan eins og hreðka. — En sá hiti, sagði ég og reyndi að nota veskið eins og blævæng. Hann svaraði engu. — Finnur þú ekki hvað það er heitt? spurði ég. Og að lokum herti ég mig upp í að spyrja: Hvað er það annars sem gengur að þér? Þú býður mér ekki einu sinni gott kvöld. Hann stóð með hendur í vösum og reykti og sígarettan hékk út á milli vara hans. Svo gekk hann af stað án þess svo mikið sem að líta á mig, og ég gekk við hlið hans og hugsaði: Nú er bara um að gera að vera þolinmóð. ÞAÐ ER í SANNLEIKA SAGT UNDARLEGT AÐ VERK- FRÆÐINGUR- INN SKULI EKKI EINU SINNI LÍTA Á MIG. ÞAÐ, SEM SÍÐAR SKEÐI VAR EINGÖNGU MARÍÖ AÐ KENNA. Þetta var mamma alltaf að segja; auk þess sagði hún, að nú á tímum væru allir búnir að missa þolinmæðina — þeir ungu og sömuleiðis hinir fátæku, og þó einkanlega þeir sem ástfangnir væru — og þess vegna væri nú heim- urinn orðinn eins og hann væri. Hún var skynsöm kona og þekkti lífið og mannfólkið af langri og náinni reynslu, því að hún spáði í spil og hitti allra- handa manneskjur á hverjum degi. En henni þótti leitt, hve margir sniðgengu hana vegna starfs hennar. — Hvað er eiginlega athugavert við það? sagði hún í varnarskyni. — Það eina, sem ég segi fólki, er að allt saman muni lagast með tímanum, aðeins ef það sé þolinmótt og brenni vissri urt á hverju kvöldi í þrjár vikur. Þetta er nauða algeng urt, sem ég tíni hérna í nágrenninu; og eftir þrjár vikur er allt komið í lag eða þá að fólk er búið að temja sér að vera þolinmótt. Heima vorum við vön að auðsýna pabba þolinmæði, svo lengi sem hann lifði, og síðan bróður mínum; en sú tilhugsun, að ég yrði einnig að sýna Mario þolin- mæði, gerði mig ósköp dapra í bragði. Við gengum framhjá sjoppunni, sem við vöndum gjarnan komur okkar á, og héldum stanzlaust áfram yfir torgið í áttina að Lungotevere. Þangað fór Mario alltaf, þegar hann langaði til að rífast, en fór þó jafnan fljótlega að sinna öðru, því það var dimmt þarna. Það var svartur og djúpur skuggi undir platantrjánum. — Elskan, sagði ég vongóð og tók um handlegg hans. Mario nam snögglega staðar, og að lokum sneri hann upp á sig og leit á mig. Augu hans voru hræðileg. Ég varð hrædd og kippti að mér hend- inni, og þá gaf hann mér utanundir svo mig sárverkjaði í nefið. — Æ\ stundi ég og litaðist um. — Æ? endurtók hann. Jæja, svo þú þykist hafa rétt á að segja æ? Hvar varstu í gærkvöldi? Svona nú, út með sannleikann, hvað hafðirðu fyrir stafni? — Ekkert, svaraði ég. — Ég man ekki betur en ég segði þér það strax ( símanum. Verkfræðingurinn bað mig að verða eftir og Ijúka við að vélrita — VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.