Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 54

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 54
Undirstaða hins ytra útlits er réttur innri fatnaður. Veitið yður þá öruggu tilfinningu, sem ný- týzku innri klæðnaður skapar. — Notið teygjubuxur, ef þér eruð ekki meðal þeirra fjöimörgu, sem velja teygjubuxur um fram allt annað, en gætið þess, að þær séu með löngum skálmum. í hinu fjölbreytta úrvali frá KANTER’S getið þér valið um teygjubuxur hvort held- ur er úr Spandex eða gúmmíþræði. BH 808, á myndinni, er úr vönduðustu gerð af nælonblúndu, með „foam“ stuðn- ingi að neðan, fellur vel að og er mjúkur og þægilegur. Biðjið um KANTER’S — og þér fáið það bezta. * 4 SphUPnar Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú færð gott tækifæri 1 ii að auka álit þitt og hróður. Vandaðu vel vinnu þína og gefðu góðan gaum að uppbyggingu hvers atriðis í starfinu. Þú færð heimsókn eldri manns, sem gerir þér umhugsunarvert tilboð. Nautsmerkið (21. apríi — 21. maí): OÞað verður ýmislegt til að trufla framkvæmdir þín- ar, jafnvel svo að þú neyðist til að gera breyt- ingar þar á. Mjög er líklegt að þú komist að hagstæðu samkomulagi í sambandi við sölu á ákveðnum hlut. Tvíburamcrkið (22. maí — 21. júní): Þú verður að ganga úr skugga um að efnahagur þinn og öryggisráðstafanir geti ekki verið betri, áður en þú hrindir framkvæmdum. Láttu ekki svartsýni ná tökum á þér og forðastu menn sem hafa áhrif í þá átt. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Sinntu heimili þínu og fjölskyldu eins og þú hefur framast tíma til. Slakaðu nokkuð á kröfum þín- um til fullkomnunar og sannaðu til að andrúms- loftið verður mun bærilegra. Reyndu að hafa nokkurt fé handbært. Ljónsmerkið (24. júli — 23. ágúst): ©Þú hefur ríka metnaðartilfinningu, sem kemur þér mjög vel. Þú ættir einstaka sinnum að gefa mönnum kost á að segja það sem þeir meina og þjálfa þig í að leita sem flestra sjónarmiða í hverju máli. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): ©Það er mikil auðgunarvon, en nokkur hætta á, að aðrir vilji hagnýta sér greiðvikni þína. Sam- fundur með vinum þínum kemur þér í betra skap. Þú ættir að veita þér eitthvað, sem þú hefur ekki þótzt hafa efni á. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Eyddu tómstundum þínum út af fyrir þig og sinntu eigin hugðarefnum. Þú verður fyrir nokk- urri áreitni utanaðkomandi aðlia. Þú færð ágæta hugmynd, sem þú skalt íhuga nánar og bera undir beztu vini þina. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember); Þú færð fréttir, sem koma þér á nýja slóð. Þú gerir góð kaup, að öllum líkindum fyrri helming vikunnar. Þú færð heimsókn góðra kunningja. Notaðu helgina til þess að létta þér upp með ungu fólki. Bogamannsmerkið (23. nóvcmber — 21. desember): ©Þú átt £ vandræðum vegna einhverrar gjafar, sem þér héfur hlotnazt. Þú færð óvænt og gott til- boð, sem gæti orðið þér til mikils sparnaðar og þæginda ef allt er sem sýnist. Sinntu íþróttum meira en þú hefur gert. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): AÞú tekur lífinu létt um þessar mundir og gerir þér margt til gamans. Þú færð skemmtilegt verk- eíni á vinnustað, sem gefur þér möguleika á ýmsu frábrugðnu þessu vanalega hjakki. Komdu ein- hverjum, sem þér þykir vænt um á óvart. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú ert þungt þenkjandi yfir því, að það sé verið að svindla á þér, reyndu, af stakri samvizkusemi, að sanna að svo sé og vonandi líður þér betur á eftir. Þú virðist eiga marga vini og kunningja, sem eiga erindi við þig. ©Fiskamcrkið (20. fcbrúar — 20. marz): Þú ert nokkuð slæptur og dasaður og skalt taka þér dálitla hvíld. Þú hefur nokkrar fjárhagsáhyggj- ur en þú miklar þær fyrir þér. Leitaðu félags- skapar innan fjölskyldunnar og dundaðu heima- við. Heillatalan er 8. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.