Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 17
■
■■■ ’ ■ '
Eftir myndum að dæma eru skrifstofu-
stúlkur jafnan afar spengilegar og fagr-
ar verur, alltaf vel upplagðar, skemmti-
legar, vel snyrtar, vel klæddar og til í
tuskið. En þess eru líka dæmi að þær
eru bara ósköp venjulegar og kannski
tæplega í meðallagi og þess eru jafnvel
líka dæmi, að menn hafi yfirgefið fallegu
konuna sína og tekið saman við ófríða
einkaritarann.
mæli, og þá cr
eiginmanninum
Sama er að segja
um áfram, eftir'að hún gengur í hjónabandið.
-:i" ■■■'*■ þiijhvort sitt heimili, fyrir
heimili, hvort sinn griða-
En iátum nú þessar bollaleggingar lönd og
leið í bili og flettum upp í hinni umtöluðu
bók Helen Gurley Bröwn, „Skrifstofukynlíf“,
og sjáum hvernig það gengur og gerist i Banda-
ríkjunum. Kannski lendum við á kaflanum
þar sem hinn ungi kvenrithöfundur lýsir starfs-
liðsglaðningi eftir vinnu . í fyrirtækinu:
„Þrengslin eru eins og þau verða verst á
opinberum skemmtistað á laugardagskvöldum
og háreystin slík, að enginn mundi heyra neyð-
aróp drukknandi manns.
— Ég læt sumarbústaðinn og konuna eiga
sig í kvöld, Clarissa, hvíslar einn af fulltrúun-
um að ijóshærðu móttökustúlkunni um leið
og hann fyllir glasiö hennar í fimmta skiptið.
Við ættum kannski að snæða saman kvöldverð?
Fimm manna hljómsveit leikur „Begin the
Beguine“ og hagfræðingur fyrirtækisins, við-
urkenndur ofviti, sem dettur hvorki af né drýp-
ur hversdagslega, hefur náð hryggspennutaki á
hraðritunarstúlku forstjórans, sem hann stígur
við efnskonar glímuvals.
Aðstoðarmóttökustúlkan hefur kysst hvern
karlmann í fyrirtaekinu, og er að byrja aðra
umferðina.
Það skíðlogar í tvejm pappírskörfum. Legu-
bekkur svignar undan þunga aðalbókarans.
Hann er dáinn drottni sínum, og það var með
naumindum að tókzt að koma í veg fyrir, að
aðstoðarmaður hans skvetti yfir hann vatni úr
fötu.
Bókhaldarinn í flutningadeildmni hefur unn-
ið bug á feimni sinni og króað forstjóra fram-
leiðsludeildarinnar af úti í einu horninu.
— Það er dálitið, sem mig hefur lengi
langað til að segja yður, herra Batos.
Þér eruð svín!
Þeirri brókarsjúku hefur tekiz.t að
koma gjaldkeranum í kví á milli tveggja
veggskáia inni í snyrtiklel.t karlu á rín
hæð, þar sem hún þrýstir sér að honum
og strýkur á honum skallann.
í guðanna bænum, Evelyn, það get-
ur einhver komið inn, stynur hann.
— Eins og það standi ekki á sama,
segir Evelyn og bítur espandi I eyrna-
snepilinn.
Stjórnarformaður fyrirtækisins liggu.r
endilangur á legubekk bak við læstar dyr
fundastofunnar og lætur höfuðið hvila í
kjöltu firðritunarstúlkunnar, sem er að
troða upp í hann konfektmola.
Tveim borðlömpum hefur verið hrint
ofan á gólf, tveim vodkaflöskum kastað
út um gluggann, vélrilunarstúlka hefur
sleppt sér og forstjóri launadeildarinnar
veitir aðstoðarsímastúlkunni með glöðu
geði aðstoð við að ná í ísmola, sem ein-
hvernveginn hefur runnið ofan um háls-
málið á kjól hennar að framan. Klukkan
er hálf níu að kvöldi, starfsliðsgleðin hófst
klukkan hálf fjögur, og allar líkur benda
til að henni muni ekki ljúka fyrr en
klukkan fjögur ...“
■ . , '
Þannig hljóðar þessi kaíli um starfs-
Framludd á næstu siðu.
VIKAN 47. tbl. —