Vikan


Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 36

Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 36
Verzlað I New York Eg er orðinn leiður á að bíða í New York á milli ferða, og vil helzt vera þar sem skemmst- an tíma hverju sinni. Það er löngu farið af, nýjabrumið, og ég er löngu búinn að sjá allt, sem móli skiptir fyrir mig. Þess vegna held ég mig venjulegast sem mest á gistihúsinu, hvíli mig eins og ég get og tek lífinu með ró. Auðvitað kemur það fyrir að einhver kemur í heimsókn, eða að við strókarnir ókveðum að skreppa út að kvöldi til, af við eigum ekki að fljúgja daginn eftir. Þó förum við venjulega á eitt- hvert veitingahúsið og fóum okk- ur góðan mat að borða, og kannske í bíó á eftir. Ég er líka löngu hættur að rópa í búðir, eins og margir gera. Ég er búinn að fá nóg að sliku. Ef mig vantar einhvern hlut, þá fer ég beint og næ í hann, og svo búið. Oft fer ég niður í A & P, en það er stór og mikil kjörbúð niður á Manhattan, þar sem ég kaupi ýmislegt í matinn handa okkur heima. Þar fæ ég allskonar græn- meti og annan varning, sem ekki fæst í Reykjavík. Að öðru leyti verzla ég jöfnum höndum þar og hér heima. Og svo kemur að því — sem betur fer — að maður flýgur heim aftur, og þá endurtekur mað- ur nákvæmlega sömu aðgerðirnar, nema hvað það er nú í öðru umhverfi og talað annað mál Á flugvellinum þar eru okkar starfsmenn bæði íslenzkir og bandarískir. Sá sem sér um að undirbúa fiugáætlunina er bandarískur, en það skiptir engu máli, upplýsingarnar og aðferðin er alveg eins og hér heima. Að þessu sinni ákveð ég að fara töluvert mikið sunnar en þegar ég kom hingað, því þá fór- um við óvenjulega norðarlega, til að nýta hagstæða vinda í lægðunum. Nú reiknum við með að vera klukkutíma skemur á leiðinni en út. Það er mjög venjulegt, því byr- inn er yfirleitt betri til austurs. Um það leyti sem við leggjum af stað, er hægt að gefa upp flugtímann mjög nákvæmlega, og skakkar þar venjulega ekki meira en tíu mínútum til eða frá. Tæknin er orðin svo mikil og örugg, og mælitæki nákvæm, að þar skeikar varla. og lent I Keflavík Og svo lendum við í Kefla- vík í kalsaveðri, roki og rudda-rigningu. Það er ágætt. Ég kann vel við svoleiðis veð- ur, og hlakka til hverju sinni a? koma heim úr þvingandi hitanum og raka loftinu úti. Það er mjög gott að lenda í Keflavík. Aðflug með ágætum, sléttlendi og allar aðstæður þær beztu, ekki sízt núna eftir að við fiuttum öll okkar tæki og starfs- liðs þangað suðureftir. Lendingin er örugg. Oll okkar viðbrögð eru vel æfð. Hendur og fætur vinna sitt verk af sjálfsdáð- um, næstum án þess að maður þurfi að hugsa um það, ég færi til handfangið sem setur lending- arhjólin niður, stilli lofthemlana og áætla fjarlægð frá hjólum að jörðu — og áður en þú getur talið upp að tíu, rúllum við í rólegheit- um heim að flugstöðvarbygging- unni og slökkvum á hreyflunum . . . Við eru komnir heim. ÍJ0 — VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.