Vikan - 19.11.1964, Blaðsíða 24
OLflF OLSEN:
Flugið var helzta
áhugamálið
I æsku
Við vorum saman ó fiugskóla í Englandi, nokkrir islenzkir strákar. Skólinn var í
Southampton, hét Air Service Training, en stundum kallaður British Air University,
sem kannske mætti kalla Loftháskóla á íslenzku.
Við sitjum jiarna saman fjórir, ég lengst til vinstri, síðan Valberg Lárusson, þá Björn
Guðmundsson flugstjóri og lengst til hægri Garðar heitinn Gíslason flugmaður. Hann fórst
s:'ðar í f'ugslysi.
Þessi mynd
er tekin
í þessum sama
skóla árið
1949, en ég var
þá þar við
blindflugsnám.
Lengst til hægri
er Björn Jóns-
son loftsiglinga-
fræðingur, ég
í miðjunni eins
og sjá má af
pípunni þótt
ekki sé annað,
en hinum meg-
in við mig
Niels Jónsson
flugmaður.
a var ekki gamall, þegar pabbi fór að taka
mig með sér í veiðiferðir og kenna mér að
fara með byssu eða veiðistöng.
Við áttum heima á Þormóðsstöðum fyrir vestan
Grímsstaðaholt, en pabbi vann þar hjá Alliance,
sem lifrarhreinsunarmaður og verkstjóri. Þarna
fæddist ég 27. júní 1924, sjötti í systkinahóp, sem
siðar varð átta talsins.
Faðir minn hét Jentoft Olsen, en móðir min,
sem enn er á lífi er Ingiríður Lýðsdóttir, frá Hjalla-
nesi í Landssveit.
Elzta systir mín er látin, en hún hét Sigríður.
Næstur — eftir aldri — er Kristinn, flugstjóri, þá
kemur Erna, sem er gift og búsett í Reykjavík,
síðan Gerhart, flugvélstjóri, Ólafía, lika gift og
búsett í Reykjavík, og svo er ég næstur í röðinni.
Yngri eru þau Alfred, flugvélstjóri, og Kristín, sem
er ógift.
Pabbi var með refabú þarna suðurfrá, og ég
hafði lengi þann starfa að sjá þeim fyrir fæðu,
en til þess hafði ég trillubátinn hans pabba, net,
línur og byssur. Þegar ég skaut fyrsta selinn minn
var ég um 15 ára gamall.
A milli þess að við strákarnir vorum að hjálpa
til heima, lékum við okkur að því að smíða flug-
vélalíkön, svifflugur og svoleiðis, og ég man vel
eftir stóru flugvélinni, sem við Kristinn bróðir smíð-
um þarna heima. Hún var svo stór að við gátum
báðir verið í henni, en undir henni voru kerru-
hjól, sem hún skoppaði á um túnið.
A sumrin var ég í sveit, eða ég fór með pabba
austur að Þjórsá, en þar hafði hann veiðirétt á
leigu ásamt öðrum í 32 eða 33 sumur.
Það kom snemma upp í okkur bræðrunum flug-
áhuginn, og ég var 14 ára í Flugmodelfélaginu,
en þá var Kristinn búinn að taka A, B og C próf
í svifflugi, rétt áður en hann fór út til að læra.
Auðvitað gekk ég lika í Svifflugfélagið, en þá
var pabbi búinn að fá nóg af flugdellunni í okk-
ur bræðrunum, og neitaði mér um leyfi til að
fljúga. Það þurfti sérstakt leyfi foreldra til að
fljúga einn í svifflugu, ef maður var ekki orð-
inn 18 ára.
Ég ætlaði auðvitað að plata gamla manninn
til að skrifa upp á pappirana, því ég vissi að
hann mundi neita mér um leyfið. Ég braut þá
vandlega saman, svo þeir litu eins sakleysislega
út og hægt var, og setti þá fyrir framan hann og
bað hann að skrifa nafnið sitt á blaðið.
En hann lét ekki plata sig, tók af mér blöðin
og las þau. Síðan henti hann þeim í mig aftur
og sagði að það væri víst nóg að eldri bræður
mínir væru farnir að fljúga, þótt ég færi ekki
til þess líka. Og þar við sat.
Ég varð að bíða þangað til ég réði mér sjálfur,
en á meðan gekk á ýmsu. Oftast var ég í vinnu
hjá Alliance, en tvö sumur ók ég vörubíl á Djúpa-
vogi, því bíladellan fór heldur ekki framhjá okkur.
Svo fór ég að læra flug hjá Kristni bróður og
Alfreð Elíassyni sumarið 1944, sama árið og þeir
stofnuðu Loftleiðir. Þeir voru þá mikið í sildar-
leit um sumarið, og það voru fyrstu peningarnir,
sem þeir fengu inn fyrir flug.
Svo hélt ég áfram að læra, var aðstoðarvéla-
maður hjá þeim í flugskýlinu í Vatnagörðum 1945,
og 1946 var ég aðstoðarflugmaður í sildarleit-
inni með Dagfinni Stefánssyni.
Um haustið fór ég svo í flugskóla í Bretlandi
og byrjaði sem flugmaður árið eftir á Stinson og
Grumman vélum. Næsta ár fór ég aftur til Bret-
lands til að læra blindflug, og flaug eftir það
Catalina-flugbátum og Douglas (DC3) og var að-
stoðarflugmaður á Skymastervélunum Heklu og
Geysi.
Fyrsta ferðin mín sem flugstjóri, var með Helga-
fellið, þegar það var selt til Spánar, og síðan
hefur þetta gengið svona koll af kolli, ég hef
farið á námskeið til að læra á nýjar flugvélateg-
undir, og núna síðast, þegar Rolls Royce vélin
var keypt í vor . . .
24 - VIKAN «. tbt.