Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 5
kippti í þá og fór með þá út úr herberginu. Barbe flýtti sér að loka hurðinni. — Flipot kom að sækja mig, hvíslaði hún. — Markgreifinn rak hann út úr herberginu. Ég hefði aldrei getað látið mér detta í hug að hann Vildi láta hundana sina éta drengina lifandi.... — Vertu ekki með þessa þvælu, Barbe. Angelique stöðvaði hana stuttaralega. — Markgreifinn er ekki vanur börnum, hann langaði til að leika sér.... — Já, já! Leikur prinsanna! Við vitum hvað þeir geta gengið langt! Ég man eftir litlum dreng sem varð að borga það dýru verði.... Það fór hrollur um Angelique þegar hún minntist Linots. Hafði ekki hinn ljóshærði Philippe, þessi maður sem öllu tók með kæruleysi, verið meðal ofsækjenda litla kökusalans? Haíði hann ekki, svo ekki væri meira sagt, látið pyndingar hans viðgangast? Þegar drengirnir voru aftur orðnir rólegir fór hún inn í sitt her- bergi. Hún settist niður við snyrtiborðið og lagaði á sér hárið. Hver var tilgangur þess, sem hafði gerzt? Átti að taka þennan at- burð alvarlega? Philippe var drukkinn, það var deginum ljósara. Þegar af honum rynni, myndi hann biðjast afsökunar fyrir framkomu sina.... En þá minntist hún þess, sem Marie-Agnés hafði einu sinni sagt: — „Ruddi!.... Slægur, grimmur, ruddi.... Þegar honum finnst hann þurfa að hefna sín á kvenmanni hikar hann ekki við neitt." Ég trúi því ekki að hann muni ganga svo langt að ráðast á drengina mína, hugsaði Angelique með sjálfri sér, kastaði frá sér greiðunni sinni og reis á fætur í æsingu. Nákvæmlega á sama andartaki opnuðust herbergisdyrnar, Angelique sá Philippe á þröskuldinum. Hann leit þunglega á hana. — Hafið þér eituröskjuna? — Eg skal afhenda hana á brúðkaupsdegi yðar, Philippe, eins og ákveðið var í samningi okkar. — Við giftumst í kvöld. — Þá lét ég yður hafa hana í kvöld, sagði hún og reyndi að dylja gremju sína. Hún brosti og rétti honum höndina. — Við höfum ekki heilsazt ennþá. — Ég sé enga ástæðu til Þess, sagði hann og skellti hurðinni á eftir sér. Angelique beit á vörina. Eiginmaðurinn, sem hún hafði valið sér, myndi ekki reynast auðveldur viðfangs. Ráðleggingu Molines skaut aftur upp íhuga hennar: — Þér verðið að ráða yfir honum með skilningarvitunum. En í fyrsta sinni tók hún að e-fast um sigur sinn. Hún var aflvana frammi fyrir þessum frosna manni. Hún hafði aldrei fundið neina þrá vakna í honum, þegar hann var í nánd við hana. Og i sálarkvöl sinni var hún ekki lengur heilluð af honum sjálf. Hann sagði að við myndum giftast í kvöld. Hann veit ekki hvað hann er að segja. Faðir minn hefur ekki einu sinni verið látinn vita. Hugsanir hennar voru á þessu stigi, þegar barið var laust á dyrnar. Angelique opnaði og sá syni sína, sem enn héldust þétt í hendur. En að þessu sinni náði vörn Florimonds einnig út yfir apann Piccolo sem hann dró með sér. — Maman, sagði hann með skjálfandi en ákveðinni röddu. — Við viljum fara til afa. Við erum hræddir hér. Hræddir er orð, sem drengir sem eiga sverð, mega akki taka íér í munn, sagði Angelique hvasst. — Monsieur du Plessis er búinn að drepa Parthos. Kannske hann. drepi Piccolo næst. Cantor byrjaði að gráta með miklum ekka. Cantor, hinn þögli, rólegí Cantor, var nú viti sínu fjær! Það var meira en Aigelique gat afborið.. Það var tilgangslaust að ræða um það, hvort það væri heimskulegt eða ekki; drengirnir hennar voru hræddir. Og hún hefði svarið það fyrir sjálfri sér að þeir skyldu aldrei frámar kynnast óttanum. — Allt í lagi, þig megið fara með Barbe til Monteloup, undir eins- Lofið mér bara að vera þægir og góðir. — Afi lofaði að ég skyldi fá að ríða á múldýri, sagði Cantor og var þegar orðinn rórri. — Pah! Hann ætlar að gefa mér hest! sagði Florimond. Minna en klukkustund síðar hafði Angelique gengið frá þeim í léttl- kerru, ásamt þjónustufólkinu og fötum. Það var nóg af rúmum í Monte- loup til að hýsa Þá í. Þjónustufólkið virtist einnig ánægt með að fara. Koma Philippe hafði fært eitthvað óþol yfir hvítu höllina. Þessi ungí máður, sem var fegurðin sjálf, holdi klædd, við hirð sólkonungsins, var harðstjóri á sínu eigin heimili. Barbe muldraði: — Madame, við getum ekki skilið yður eftir hér, aleina með þessum .... þessum manni.... — Hvaða manni? spurði Angelique hrokafull. Svo bætti hún við: — Barbe, hóglifið hefur þurrkað út fyrir yður minninguna um okkat fyrri daga, minnist þess að ég kann að verja mig. Hún kyssti þjónustustúlkuna á kringlótta kinnina, því hún fann. óttann grípa um sínar eigin hjartarætur. Þegar hópurinn var farinn og horfinn í bláu rökkrinu gekk Angelique hægt aftur til hallarinnar. Henni fannst betra að vita börnin undir verndarvæng Monteloup. En Cháteau du Plessis virtist ennþá yfirgefnari og ennþá óvingjarnlegri, þrátt fyrir forna fegurð sína. 1 forsalnum hneigði þjónn sig fyrir ungu konunni og tilkynnti að kvöldverðurinn hefði verið framreiddur. Hún fór inn í matsalinn, þar sem hafði verið lagt á borðið. Næstum á samri stund kom Philippe £ Ijós og settist þegjandi niður við borðið. Angelique settist hinum megin. Þau voru alein og tveir þjónar gengu um beina. Eldhúsdrengur kom með réttina inn. Logar þriggja kyndla spegluðust í dýrum silfurborðbúnaöinum. Alla máltíðina á enda heyrðust engin hljóð annað en glamrið í matarllát- unum og annð slagið yfirgnæfði hávært gal hananna, úti á hlaðinu, allt annað. Gegnum opna franska gluggana sást hvernig myrkrið lagðist yfir landið. Angelique át af beztu lyst, samkvæmt sínu sérstaka eðli. Hún sá að Philippe drakk mikið en það gerði hann ekki tunguliprari; drykkjan jók enn á kulda hans. Þegar hann reis á fætur eftir að afþakka eftirmat, átti hún engra kosta völ annað en að fylgja honum inn i setustofuna, sem lá við hlið- ina. Þar fann hún Molines og prestinn og sömuleiðis mjög gamla bónda- konu, sem hún frétti seinna að hefði verið fóstra Philippe. — Er állt reiðubúið, prestur? spurði ungi maðurinn loksins. — Já, yðar hágöfgi. — Þá skulum við fara til kapellunnar. Það fór hrollur um Angelique. Hjónavígsla hennar og Philippe átti þá að fara fram undir slíkum kringumstæðum. Hún mótmælti: — Þér ætlið ekki að segja mér að allt sé tilbúið fyrir hjónavígsluna og veizlan muni hefjast nú undir eins? — Ég ætla ekki að segja það, Madame, svaraði Philippe og sneri upp á sig. — Við undirskrifuðum samning í Paris. Það var handa um- heiminum. Presturinn blessar okkur hérna og við munum skiptast á hringum. Það er handa guði. Mér virðist allt annað umstang ónauð- synlegt. Unga konan horfði hikandi á þá sem i kring stóðu. Eina ljósið var blys, sem gamla konan hélt á. tJti var komið bikamyrkur. Þjónarnir voru horfnir. Hefði það ekki verið fyrir Molines gamla, gamla, góða Molines, sem þrátt fyrir allt unni Angelique meir en sinni eigin dóttur, hefði Angelique óttazt að hún hefði fallið í gildru. Augu hennar leituðu að augnaráði ráðsmannsins, en gamli maðurinn leit niður með þeirri sérstöku auðmýkt sem hann gerði sér alltaf upp, þegar du Plessis var viðstaddur. Þá fól hún sig örlögunum á vald. I kapellunni, sem var lýst upp með tveimur sverum, gulum vaxkert- um kom klunnalegur sveitadrengur, klæddur í búning kórdrengs með vigt vatn. Angelique og Philippe krupu á tveim bænastólum. Presturinn tók sér stöðu fyrir framan þau og fór með bænirnar og hinn venjulega lest- ur með lágri, og ógreinilegri röddu. Þegar röðin kom að Angelique sagði hún „já“, og rétti út höndina á móti Philippe, svo hann gæti sett hringinn á fingur hennar. Gegn- um hug hennar þaut minningin um sömu athöfn, sem var gerð fyrir mörgum árum í dómkirkjunni í Toulouse. Þann dag hafði hún ekki titrað minna og höndin, sém hafði tekið í hennar, þrýsti blíðlega eins og til að róa hana. 1 æsingu sinni hafði hún ekki skilið tilgang þessa mjúka þrýstings. Nú mundi hún Þetta •smáatriði aftur og það nísti hjarta hennar eins og rýtingur, þegar hún .sá Philippe, kófdrukkinn, bisa við að hitta á fingur hennar með hring- irin. Að lokum heppnaðist honum það. Þau voru orðin hjón. Þau yfirgáfu kapellunna. — Þá er röðin komin að yður, Madame, sagði Philippe og leit á hana með þessu óþolandi, freðna brosi. Hún skildi hvað hann átti við og bað hópinn að koma með sér til herbergis hennar. Þar tók hún öskjuna up úr skrifborðsskúffunni, opnaði hana og rétti •jginmanni sínum. Kertaljósið lék um flöskuna. Þetta er týnda askjan, rétt er það, sagði Philippe eftir andartaks- þög». — Þá er allt í lagi, góðir menn. Presturinn og ráðsmaðurinn undirskrifuðu skjal, þar sem þeir stað- fqstu að þeir væru vitni að því að Madame du Plessis-Belliére hefði •aiþqnt ájcveðna öskju, samkvæmt skilmálum í hjónabandssamningnum. Své hneigðu þeir sig enn einu sinni fyrir hjónunum og fóru ásamt gömlu konunni sem lýsti þeim. Hræðslan, sem greip Angelique, var ekki aðeins hlægileg, heldur út í bláinn. Auðvitað er aldrei gaman að þurfa að standa andspænis reiði- hatri nokkurs manns. Samt voru til aðferðir til þess að komast að sam- komulagi milli Philippe og hennar, aðferðir til að semja vopnahlé.... Hún leit snöggt á hann. Þegar augu hennar dvöldu við fullkomna fegurð hans, varð hún róleg. Hann hallaði sér yfir þessa margfrægu •öskju og löng, þykk augnahár hans köstuðu skugga niður á kinnarnar, •en hann var rjóðari en venjulega og sterkur vínþefurinn, þegar hann ■andaði frá sér, var mjög óþægilegur. Þegar hann lyfti eiturglasinu með óstöðugri hendi sagði Angelique fljótmælt: — Varlega, Philippe! Munkurinn E!xile sagði að einn einasti dropi af þessu eitri væri nóg til að afskræma það hold sem hann lenti á. — Einmitt? Hann leit til hennar með lyftum augnabrúnum og fólskuglampi skein úr augum hans. Hann vó flöskuna í hendi sér. Angelique varð allt í einu ljóst að hann langaði til að henda henni framan í hana. Þótt hún væri skelfingu lostin, lét hún ekkert á sér sjá, heldur horfði á hann með ró og frekju. Hann urraði eins og villidýr, lagði frá sér glasið, lokaði öskjunni og stakk henni undir handlegginn. Án þess að segja nokkuð aukatekið orð, þreif hann um úlnlið Angelique og dró hana út úr herberginu. Höllin var hljóð og dimm, en tunglið var nýrisið og kastaði birtu sinni inn um háa gluggana niður á steingólfið. Philippe hélt svo fast um grannan úlnlið ungu konunnar að hún fann slátt slagæðarinnar. En hún tók því með jafnaðargeði. I þessarri höll sýndi Philippe Þær riku tilfinningar sem hann skorti við hirðina. Hann var liklega einmitt eins og hann var núna, þegar hann kastaði Framhald á bls. 36. J ifilii- ijhTll i iMiMiim -» ^ " J \

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.