Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 23
Tuttugasta öldin er ekki aðeins öld tækninnar heldur öld hins óbreytta manns, sem fengið hefur tækifæri til að láta til sín taka á næstum hvaða sviði sem er, ef vilji og hæfileikar eru fyrir hendi. <1 Tuttugusta öldin var öld glæsilegra íþróttaafreka — afreka, sem sí- fellt virðist vera hægt að bæta. Þann 6. mai 1954 tókst brezka lækn- inum Roger Bannister fyrstum manna að hlaupa mílu undir fjórum minútum og er það ón efa einn merkasti íþróttaviðburður aldarinnar. Umkringdur blómum á líkbörum liggur einn versti harðstjóri og morð- hundur aldarinnar, Josef Vissarionovich Stalin, einræðisherra í Rúss- landi og skurðgoð, unz Krússéff fletti ofan af gerðum hans. O Skeggjaður og villimannlegur öskrar Fidel Castro á áhangendur sína á Kúbu. Hann er eitt öflugusta verkfær- ið í höndum hins alþjóðlega komm- únisma. Við lifum á öld hinna blóðugu upp- reisna og stjórnarbyltinga. Ein sú hroðalegasta var uppreisnin f Ung- verjalandi 1956, sem Rússar börðu nið- ur með miskunnarlausri grimmd. Hér eru nokkur saklaus fórnarlömb, ó- breyttir borgarar Budapest, sem létu lífið á götum úti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.