Vikan

Tölublað

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 29

Vikan - 01.04.1965, Blaðsíða 29
BIIAR ’fí MERCURY COMET Minni stærðirnar af amerísku bíl- unum, hinir svonefndu compact- bílar, eru orðnir afar algengir hér. En þessir compact-bílar eru alltaf að stækka ór frá ári, lengjast og breikka og verðið fer þar af leið- andi líka eitthvað í þá áttina. Comet hefur verið mikið keyptur hingað til lands, jafnt fyrir leigubílstjóra og einkanotkun. Hann er að sjálf- sögðu lengri en nokkru sinni fyrr nú í ár, fáanlegur sem harðtopp- ur, tveggja dyra, fjögurra dyra, opinn og með blæjum eða sem tveggja — fjögurra dyra station- bíll. Hann hefur verið hresstur við með beinu línunum, en þvi miður er eitthvert ólukkans krumpsprang á hliðunum. Það hefði mátt lukk- ast betur. Comet er með 6 strokka 120 hestafla vél, en fáanlegur með 8 strokka 200 hestafla vél, og 225 hestafla V8 ocl. þriggja eða fjögurra gíra, stýris eða gólf- skipting. Líka fáanlegur sjálfskipt- ur. Sömuleiðis er hægt að velja um heil sæti eða aðskilin. Borðabrems- ur. Hjólastærð 695x14. Umboð: Sveinn Egilsson h.f. og Kr. Kristjáns- son. Verð: 296.000,— kr. RENAULT 4L Renault 4L og Facel II eiga ekkert sameiginlegt nema það, að báðir eru franskir, en þeir sýna það vel, hvað Fransmenn eru snjallir bíla- smiðir. Renault 4L er með 32 hest- afla vél, hámarkshraði ca. 115 km á kist. Hann er framhjóladrifinn og merkilega seigur bíll eins og þeir geta borið um, sem eiga slíka bíla hér á landi. Fjöðrunin er sjálfstæð og hátt undir bílinn. Hann er ekki framleiddur sem neinn lúxusbíll, heldur til flutninga og harðskeyttrar notkunar. Auðvelt er að skrúfa allt bodýið sundur. Borða- bremsur. Innsiglað kælikerfi, sam- stilltur, þriggja gíra gírkassi. Bíll- inn er löglegur fyrir fimm manns í sæti. Afturgaflinn opnast eins og myndin sýnir. Umboð Columbus h.f. Verð: 143.000,- kr. FALC0N Ford Falcon hefur selzt meira en nokkur annar amerískur compact- bíll. Þeir segja, að það sé aðal- lega ungt fólk, sem kaupir þennan bíl í Ameríku, vegna þess að hann er léttilegur og sportlegur í útliti og vinnslan er snörp. Árgerðin 1965 hefur mjög lítið breytzt, nema hvað grillið er lítið eitt öðruvísi. Eins og af Comet er hægt að velja um margar gerðir, tveggja eða fjögurra dyra, harðtopp eða aftur- byggðan. Litaúrvalið er geysi fjöl- skrúðugt og sömuleiðis innrétting. Stýrisskipting, gólfskipting eða sjálfskipting eftir vali. Vél 6 strokka 101 hestafla eða 6 strokka 120 ha. og V-8 200 ha. fyrir þá kröfuhörðu. Sjálfstillandi borðabremsur. Rúmar sex manns, sé hann með heilum bekk að framan. Hjólastærð 600x 13. Umboð Kr. Kristjánsson og S/einn Egilsson h.f. Verð: 275.000,- kr. FACEL II Þetta er franskur bíll í sérklassa, lúxusbíll og sportbíll í senn. Hann er álíka langur og Mercedes Benz, fjögurra manna, og búinn öllum hugsanlegum lúxus. Vélin er frá Chrysler, 6,7L, 390 hestafla og há- markshraðinn er um 200 km á klst. Diskabremsur með loftþrýsti- búnaði, power-stýri, rafknúnar gluggalyftur, sjálfskiptur (ef óskað er), tveggja dyra. Umboð er ekki til á Islandi fyrir þennan bíl. Verð: ca. 1 milljón kr. VIKAN 13. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.